Sagnir - 01.06.2003, Síða 20

Sagnir - 01.06.2003, Síða 20
Þessi umræða er vel í takt við aðrar hugmyndir í samfélaginu um líkamsstarfsemi kvenna og þá dulúð sem henni fylgir. Hins vegar má benda á að flest áföll eða stórar breytingar í lífi okkar skapa visst tilfmningarót. Það gerir okkur, konur sem karla, ekki óhæfari til að taka ákvörðun. Sighvatur Björgvinsson, þáverandi þingmaður Alþýðuflokksins vekur einmitt athygli á þessu og spyr þingheim „hvort þungun sé sjúkdómur eða áfall af því tagi sem skerði hæfi konu ... [til að hafa vit fyrir sjálfri sér] í þeim mæli að opinbert vottorðavald þurfi að svipta hana sjálfræði um hvort hún telji sér unnt að ala bam, framfleyta því og ala það upþ?“42 Sighvatur hafði greinilega kynnt sér vel umræður á Alþingi fyrir lagasetningarnar 1935 og 1938. Hann vakti athygli á því hve málflutningur þeirra sem töldu konur ekki hæfar til að taka við fræðslu um getnaðarvamir á fjórða áratugnum, væri keimlíkur málflutningi þingheims árið 1975, fjörtíu Svava Jakobsdóttir. ámm seinna, þegar rætt var um hvort kona væri í stakk búin til að ákveða sjálf hvort hún gangi með og ali fóstur það sem hún ber undir belti.43 Þeir sem vora fýlgjandi fijálsræði konum til handa notuðu aðra tegund orðræðu, það er umræðu urn mannréttindi, einstaklingsfrelsi, siðferði og þá vegsemd og þann vanda að vera manneskja. Með því að gera konum ekki fijálst að ákveða sjálfar hvort þær gangast undir fóstureyðingu væri verið að skerða almenn mannréttindi þeirra. Magnús Kjartansson barðist kröftuglega fyrir að fa seinni gerð frumvarpsins færða í upphaflega mynd, meðal annars með breytingatillögu í þá átt. Hann lagði áherslu á að með því að hafa ákvörðunarvaldið hjá konunni sjálfri þá ykist ekki aðeins frelsi hennar, heldur einnig ábyrgð.44 Svava Jakobsdóttir, rithöfundur og femínisti tók til máls þann 16. apríl 1975 oggerði 9. greinina að umtalsefni sínu.45 Hún var hlynnt breytingatilllögu Magnúsar Kjartanssonar og finnst það lítillækkun við konur að taka frá þeim ákvörðunarréttinn. Hún sagði að vantrú á hæfni konunnar væri komin bæði úr hefð gyðingdómsins sem og frá Grikkjum og Rómveijum. Hin kristna kirkja hefði sem stofnun lagt áherslu á þá trú í gegnum aldirnar. Athyghsverð er einnig spuming hennar um hvort að siðferðilegur réttur kvenna til ákvarðanatöku væri ekki eins háleitur og siðferðilegur réttur lækna og þingmanna. Með samþykki þeirra hefur „verknaðurinn hlotið opinbera blessun, og embættismannavaldið er hinn syndlausi endurlausnari".46 Ræða Svövu var mjög í anda hugmynda kvenréttindahreyfinga þessa tíma. Hún sýndi fram á hve neikvæð viðhorf til kvenna, vanmat á siðferðisþroska þeirra og hæfni, væm í raun samofin hugsunarhætti okkar og ættu sér sögulegar rætur. Með því afbyggði hún þann gmnn sem röksemdafærsla andstæðinga hennar stóð á. Afleiðittgar fóstureyðinga - fyrir komtr og samfélagið Oftast vora afleiðingar fóstureyðinga taldar neikvæðar. Annars vegar var talið að kona sem gengst undir fóstureyðingu hljóti varanlegan sálrænan skaða af því. I öðm lagi hefði fijáls fóstureyðingalöggjöf spillandi áhrif á kvenþjóðina í heild. I þriðja lagi lýstu sumir þingmenn áhyggjum sínum af því hvernig þjóðfélaginu myndi hraka og holskefla fóstureyðinga skyfli yfir ef þær yrðu lögleiddar án mikilla takmarkana. Sigurlaug Bjamadóttir lagði áherslu á áhrif fóstureyðingar á konuna sjálfa.47 Hún vitnaði í bók Tove Ditlevsen, Gift, þar sem skáldkonan lýsir hugarangri sínu og eftirsjá eftir baminu sem aldrei varð. Sigurlaug lýsti einnig yfir þeirri skoðun sinni að eftirsjá og hugarkvöl konu væri í samræmi við hve veigamiklar ástæður lágu að baki ákvörðun hennar um að fara í fóstureyðingu. Þeim mun veigameiri ástæður, þeim mun minni hugarkvöl. Þetta sjónarmið helst vel í hendur við þá skoðun Sigurbjargar og mun fleiri þingmanna að við þessa rýmkun löggjafarinnar yrði „fjandinn laus“ og konur, sérstaklega ungar stúlkur, myndu flykkjast í fóstureyðingar. I þessum viðhorfum má greinilega sjá enduróm þeirrar hugmyndafræði sem Svava Jakobsdóttir hafði áður rakið aftur til gyðingdómsins og Grikkja um hið synduga eðli konunnar. Með félagslegu aðhaldi er taumhald haft á því. Enn em það konur sem em uppalendur og „ffamleiðendur” nýrrar kynslóðar. Þama er komin síðasta og ef til vill mest spennandi hugmyndin um afleiðingar þess að rýmka fóstureyðingalöggjöfma. Hvorki meira né minna en heill og framtíð þjóðarinnar liggur þar undir. ♦ ♦ Niðurstöður ♦ ♦ Ljóst er að fóstureyðingaumræðurnar endurspegluðu vel átök um stöðu og hlutverk kvenna í samfélaginu. Hin hefðbundna sýn á konur sem mæður, húsmæður og uppalendur barna var mjög ráðandi. Ekki virðist ýkja mikifl munur á hugmyndum um hlutverk kvenna á fjórða áratugnum og þeim áttunda. Þegar 18 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.