Sagnir - 01.06.2003, Page 25
í ÞJÓNUSTU SNORRA
♦ ♦ Hversu margir klerkar voru í Reykholti? ♦ ♦
Fjöldi sloppa og messuklæða í máldaga kirkju getur gefið
vísbendingu um hversu margir klerkar voru þar. Messuklæði eða
messufot eins og þau eru ýmist nefnd í máldögum, voru samheiti
á skrúða þeim sem klerkur bar við guðsþjónustu. Helstu hlutar
skrúða voru höfuðlín, serkur, lindi, stóla, hökull og handlín en
djáknar báru dalmatíku og súbdjáknar súbtO í stað hökuls. Þegar
fram í sótti fóru súbdjáknar einnig að bera dalmatíkur. Sloppur
var ekki hluti messuklæða og þekktist ekki fýrr en á 11. öld. Fatið
er upprunnið í Norður-Evrópu og á engilsaxnesku nefndist það
slop eða overslop, og er þess fyrst getið á Islandi árið 1179. Sloppar
voru upprunalega einkennisklæði klerka sem tekið höfðu minni
vígslur en á 13. öld lítur út fyrir að prestar hafi farið að nota það
við tíðagjörð - óttusöng og aftansöng - en sloppur er stundum
nefndur óttusöngvasloppur í máldögum.30
I Máldagasafni Auðuns rauða er sloppaeign 26 kirkna
tiltekin, af þeim 36 sem tveir eða fleiri klerkar þjónuðu við.
Samtals voru 59 klerkar á þessum 26 kirkjum og í heildina
áttu þær 64 sloppa og 87 messuklæði. Samkvæmt þessu var
einn sloppur á hvem klerk.31 Myndin er ekki eins afgerandi í
Borgarfjarðar- og Mýrasýslu þegar Vilkinsbók er skoðuð. 20
klerkar áttu að vera á kirkjunum sjö sem höfðu fleiri en einn
prest. Kirkjumar áttu 32 messuklæði en slopparnir em aðeins
taldir 12. Reyndar em þar að auki taldar upp 11 kantarakápur.
En kantarakápa var, líkt og sloppurinn, upprunalega klæði klerka
með minni vígslur. Prestar og biskupar tóku síðan upp á þeim
sið að nota kápumar við öll önnur tækifæri en messugjörð,
sérstaklega við tíðasöng.32 Kantarakápur virðast eftir þessu að
dæma hafa gegnt svipuðu hlutverki og sloppamir og em þá taldir
23 sloppar og kantarakápur fýrir hina 20 klerka. Það er sama
hlutfall og í Hólabiskupsdæmi.
Fylgnin er mikil milli fjölda klerka og sloppa eftir þessu að
dæma. Er þá ekki úr vegi að skoða Reykholt betur. I Vilkinsbók
á staðurinn níu manna messuklæði og fjóra sloppa og þar að auki
eina dalmatíku og fimm kápur. Ekki er tekið fram hvort það
hafi verið kantarakápur, aðeins úr hvaða efni þær vom: „kápu
med balldurkinn. iij kapur med pell oc eina abreizlkapv."33
Árið 1358 vora messuklæðin 11, sloppamir fjónr og kápumar
fimm.34 Fjöldi messuklæða er ekki tilgreindur í máldaganum frá
1224 en þau ásamt bókum vom virt fýrir tíu hundmð sex álna
aura auk þess sem guðvefjarhökull sá sem Ormur Bjamarson gaf
var óvirtur.35 Nú er ekki gott að segja hvort fjöldi sloppanna
einn og sér eða samtala sloppanna og kápanna gefi réttari mynd
af fjölda klerka í Reykholti. Eins og kom fram hér að ofan vora
sloppamir helmingi færri en klerkarnir á kirkjunum í næsta
nágrenni við Reykholt. Ansi djarft væri að halda því fram að
klerkar hafi verið níu í Reykholti og nær að ætla að þeir hafi
verið fjórir eða fimm. Messuklæðin gætu kannski gefið nánari
vísbendingu. Kirkjumar áttu alltaf í það minnsta ein messuklæði
fýrir hvem prest og yfirleitt einnig fýrir þá sem tekið höfðu
minni vígslur. Áberandi er að auðugir staðir og bændakirkjur
áttu oft fleiri messuklæði en sem svaraði fjölda klerka. Hlutfalhð
í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu er samkvæmt Vilkinsbók 32
messuklæði á móti 20 klerkum, eða 1,6 messuklæði á hvern
klerk. í Norðlendingafjórðungi er hlutfallið 119 messuklæði á
móti 74 klerkum.36 Gerir það sömuleiðis 1,6 messuklæði á hvem
klerk.
Níu messuklæði í Reykholti árið 1397 ættu þá að hafa
fullnægt kröfum fimm klerka. Kemur það vel heim og
saman við fimm kápur og fjóra sloppa. Mikil líkindi em
því til þess að klerkar hafi verið að minnsta kosti fjórir en
líklega fimm í Reykholti á 14. öld, ef til vill tveir eða þrír
prestar, djákni og súbdjákni. Ef notuð er sama aðferð til að
áætla §ölda klerka í Hítardal verður útkoman fjórir klerkar.
Arið 1354 vom í Hítardal fem messuklæði hin betri og
þrenn hin léttari, fimm sloppar og fjórar kantarakápur.
Sama var upp á teningnum árið 1397 nema hvað slopparnir
vom orðnir tveir.37 Kirkjurnar sem höfðu tvo klerka eða
fleiri í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu vom eftir þessu að
dæma níu talsins. Stafholt og Reykholt bera nokkuð af
með fimm klerka og líklega voru þeir fjórir í Hítardal.
I raun vom það aðeins fair útvaldir staðir sem höfðu
§óra klerka eða fleiri. í Norðlendingafjórðungi vora Múli
í Aðaldal og Breiðabólstaður í Vesturhópi með fjóra klerka
og Grenjaðarstaður með sjö. í Skálholtsbiskupsdæmi
virðast hafa verið, fýrir utan staðina þijá í Borgarfjarðar- og
Mýrasýslu, sex aðrir staðir með svo mikla kennimannavist.
A Breiðabólstað í Steingrímsfirði vom fjórir klerkar á 13.
öld en eftir að kirkjan í Kaldaðamesi á Ströndum var vígð
í upphafi 14. aldar vom tveir klerkar á staðnum.38 Fjórir
klerkar vom einnig á Staðarstað á 13. öld og í Vallanesi
og Valþjófsstað samkvæmt Vilkinsbók.39 Á Breiðabólstað
í Fljótshlíð vom fimm klerkar og að öllum líkindum hafa
að minnsta kosti verið fimm klerkar í Odda en árið 1397
átti staðurinn 11 manna messuklæði, níu kantarakápur,
Qórar dalmatíkur og tvo sloppa.40 Allir þessir staðir áttu
það sameiginlegt að vera í hópi virðulegustu og auðugustu
staða í landinu. Áhugavert er að fjöldi kennimanna á
hinum meiriháttar stöðum er svipaður og í klaustranum á
þessum tíma.41
♦ ♦ Klerkar í þjónustu Snorra ♦ ♦
Ekki er ljóst hvaða klerkar vom í Reykholti þegar Snorri
fékk heimildir á staðnum. Fyrsta vísbendingin um þetta
er í viðbót Reykholtsmáldaga. Þar er getið fjögurra
einstaklinga sem höfðu gefið Reykholtsstað kálfsskinn.
Það vora þau feðgin Snorri Sturluson og Ingibjörg
Snorradóttir, Vermundur djákni og Þórarinn prestur. Jón
Sigurðsson ársetti þennan hluta máldagans til ársins 1224
og miðaði þá helst við að það ár var brúðk'aup þeirra
Ingibjargar og Gissurar Þorvaldssonar haldið í Reykholti.42
I nýjustu útgáfu Reykholtsmáldaga er viðbótin ekki ársett
nákvæmar en að hún hafi líklega verið gerð á árabilinu
1224-1241 en tekið er fram að ekki sé ósennilegt að
kálfsskinnin hafi verið gefin um 1225.43 Föðumafn
Þórarins prests er illlæsilegt og lásu flestir úr því Brandsson
og tengdu við son Brands Þórarinssonar á Húsafelli.
Knstian Kálund færði fýrstur rök fýrir því að foðumafnið
væri Vandráðsson en ekki Brandsson. Útgefendur nýjustu
útgáfu máldagans hallast einnig að því presturinn hafi verið
Þórarinn Vandráðsson.44
Nokkuð líklegt er því að Þórarinn Vandráðsson hafi
verið orðinn prestur hjá Snorra í Reykholti þegar á 3.
áratugi 13. aldar. Af Þórami segir nokkuð í Sturlungu en
ekkert er frekar vitað um Vermund djákna. Þórarinn var
í flokki Sturlu Sighvatssonar árið 1237 þegar bardaginn á
SAGNIR 23