Sagnir - 01.06.2003, Qupperneq 32

Sagnir - 01.06.2003, Qupperneq 32
aftur á móti verið mjög áberandi með aukinni umræðu um innrás Bandaríkjanna og að lokum stríðinu sjálfu. Fyrir það voru þeir almennt mjög utangátta í stjómmálaumræðunni. Tyrkland, Jórdanía, Kúveit, Sádi-Arabía og Iran hafa öll haft minniháttar samskipti við Irak á þessum tíma, enda hefur Irökum verið haldið í skefjum. Fram að þessu hafa þeir sem sagt ekki skipt sér mikið af alþjóðastjórnmálum.“ Telur þú hafa verið einhver tengsl á rnilli al-Qaeda og Irak, oggetur þú útskýrt í stuttu máli afhverju Bandaríkjamenn hafa einbeint sér svo stíft að því að kotna Saddam Hussein frá í stað þess að halda áfratn hetferð sinni gegn al-Qaeda? „Eg tel það mjög ólíklegt að það séu einhver tengsl á milli al-Qaeda og Iraks. 1 fýrsta lagi em fyrrum stjómvöld í Irak og al-Qaeda á öndverðum meiði pólitískt og starfa ekki að sameiginlegu markmiði. Saddam Hussein hefúr þrátt fyrir allt alltaf verið mjög veraldlegur leiðtogi. Hann hefur aldrei verið mjög trúaður eða sett trú sína á oddinn í pólitískum efnum. Það hefur því einkennt þjóðemisstefnu Iraks í valdatíð Hussein að vera ekki að hampa ákveðinni trú og eitt af því sem hann hefur gert í gegnum tíðina er einmitt að reyna að koma í veg fyrir að hópar eins og al- Qaeda nái fótfestu í Irak. Irakar sjálfir em upp til hópa ekki mjög ákafir í að styðja slíkar hreyfingar og hafa aldrei gert. Saddam Hussein hefur verið tiltölulega sósíalískur og þjóðernislegur leiðtogi og stuðningur við al-Qaeda hefði ekki þjónað hagsmunum hans. Al-Qaeda samtökin líta á Hussein sem leiðtoga sem þyrfti að losna við. Forsvarsmenn samtakanna vilja koma á fót ákveðnu þjóðfélagskerfi sem líkist að mörgu leyti stjórn Talibana í Afganistan. Menn eins og Saddam Hussein og Hosni Mubarak í Egyptalandi era þrándur í götu þeirra. Það hefur því langt því frá verið eitthvert samstarf þama á milli. Aftur á móti hefúr hópur meðal Kúrda sem heitir al-Ansar al-Islam verið í tengslum við al-Qaeda. Sá hópur er mjög famennur. Hann býr í N- Irak og hefur verið í andstöðu við stjórn Hussein. Engin tengsl em því á milli al-Qaeda og stjórnar Saddam Hussein eftir því sem ég best veit og engin gögn hafa komið fram sem sýna fram á það. Hussein hugsaði fýrst og fremst um að sitja áfram við völd í Irak. Hann þekkti vel til þessara hópa og vissi að ef hann myndi vinna með þeim myndi það veikja stöðu hans. Skýringin á því hvers vegna Bandaríkjamenn vildu koma Hussein frá er sú að það var yfirlýst stefna þeirra að koma á fót lýðræði í írak. Að mörgu leyti held ég að 11. september hafi haft þau áhrif að Bandaríkjamönnum finnist þeir þurfa að láta til skarar skríða gegn einræðisherrum Mið-Austurlanda, sem þeir telja að standi á bak við þessa hryðjuverkastarfsemi, þótt það sé ekki endilega rétt. Þeir líta svo á að til þess að vinna bug á hryðjuverkum þurfi að koma á stöðugleika í Mið-Austurlöndum og fýrsta skrefið í þá átt sé að koma á stöðugleika í Irak.“ Telja nágrannaríki Iraks og Irakar sjálfir stríðið hafa eingöngu verið viðskiptalegs eðlis, þ.e. oliustrið, eða litu þeir svo á að verið væri að gera árás á þá vegna triiar sinnar? „Sumir litu á stríðið sem árás á trúarbrögð þeirra, að stríðið væri nýjasta krossferð Vesturlanda inn í ríki múslima. Eg held þó að það sé minnihlutasjónarmið. Almennt séð líta þeir ekki endilega á þetta sem olíustríð þótt þeir viti að olían er eitt af því sem Bandaríkjamenn sækjast eftir. Eg held að vel flestir líti á stríðið sem nýjasta kapítulann i sögu heimsvaldastefnu Vesturlandanna. I þetta skipti eru það Bandaríkin gegn Irak. Eitt af markmiðum heimsvaldastefnunnar hefur verið að ná auðlindum þeirra ríkja sem heimsvaldaríki beina augum sínum að, nú er það olía Iraks. Það sem íbúar í Mið-Austurlöndum óttast er að Bandaríkin muni ekki láta staðar numið í Irak, heldur muni þeir koma á fót stómm herstöðvum í Irak, eins og allt bendir til, sem þeir noti svo til að hlutast til um stjómmál annarra Mið-Austurlandaríkja. Margir óttast hvaða áhrif það muni hafa, bæði að óstöðugt tímabil sé framundan og að sértrúahópar múshma fai fleiri á sitt band til að beijast gegn „veraldarvæðingu Islam". Nú lýstu Frakkar yfir andstöðu við striðið, ásattit Þjóðverjum ogfleirum. Telur þú aðþað sé vegtta þess að þeir höfðu sótt utn leyfi hjá Irökutn til að kanna áður ókönttuð olíusvæði í N- írak og þvi haji efnahagslegar ástæður legið á bak við andstöðu þeirra? „Það getur vel verið að sá þáttur hafi verið mikilvægur en ég held að annarrar skýringar megi leita í hinu sögulega hlutverki Frakklands sem einhvers konar mótvægis við Bandaríkin og mótstaðan sé leið Frakka til að sýna styrk sinn á alþjóðlegum vettvangi. Hafa verður í huga að fimm milljónir af sextíu milljónum íbúa Frakka em múslimar, eða um 8-10%, flestir búsettir í suðurhluta landsins. Þetta er stór og áberandi hópur, þótt þeir séu vissulega í minnihluta. Frakkar hafa áhyggjur af því hvaða áhrif stríðið hefur á ffanska múslima. Síðan er það saga Frakka á 20. öld. Ef ferðast er um Frakkland er nánast í hverju einasta þorpi einhvers konar minnismerki um fýrri eða seinni heimsstyijöldina. Frakkar hafa upplifað mjög hrikaleg stríð og hafa því annan skilning á því hvað stríð er heldur en Bandaríkjamenn, sem hafa ekki síðan um miðbik 19. aldar upplifað stríð í sínu eigin heimalandi. Eg tel því að margar sögulegar ástæður séu fýrir andstöðu Frakka. Kannski er efnahagslegi þátturinn mikilvægur en ég efast um að hann sé sá mikilvægasti." Bandarískir hermenn grafa írakskan hermann í Persaflóastríðinu 1991. 30 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.