Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 33
SAGA ÍRAKS í LJÓSI NÝLIÐINNA ATBURÐA
HvaðJhinst fræðimönnum um Iraksmálið og alþjóða-
samþykktir?
„Upp til hópa hafa þeir fræði-menn sem starfa við málefni Mið-
Austurlanda verið mótfallnir stríðinu. Ég held að það sé vegna
þess að þeir hafa betri þekkingu á samfélögum þessara landa,
þeir hafa lesið blöð, ferðast um á þessum slóðum og séð hversu
mikil andstaða var og er gegn þessu stríði. Alda óánægju með
Bandaríkin og Vesturlönd almennt hefur risið undanfama mánuði
og ár og fræðimenn telja að þetta sé ekki jákvæð þróun.“
Að lokum, hvernig hafa sagnfrceðingar fjallað um sögu Iraks,
hverjar eru helstu sagnfrœðiheimildir og hvemig er aðgangi að
þessutn heimildum háttað? Hverjir hafa mestfjallað um Irak á
siðustu áratugum, arabískir eða vestrænir sagnfræðingar?
„Aðgangur að heimildum er einmitt eitt af því sem gerir manni
svo erfitt fyrir að starfa í þessu fagi. Irak hefur almennt verið
lokað land síðustu tólf árin og Irakar hafa ekki viljað opna
skjalasöfn sín fýrir erlendum fræðimönnum. Aðgangur að
heimildum hefur því ekki verið auðveldur og þar af leiðandi er
akademísku starfi gert mjög erfitt fyrir. Þeir fræðimenn sem em
meðlimir að American Historical Association eða Middle East Studies
Association og em sérfræðingar í sögu Iraks em teljandi á fingmm
annarrar handar. Þegar saga Iraks hefur verið skoðuð er það helst
miðaldasaga Iraks og klassíska tímabilið, eins og saga Abbassid-
keisaradæmisins frá 9.-12. aldar. Fáir hafa starfað við sögu Iraks
á 20. öld vegna erfiðleika við heimildaöflun og við sem störfum
við nútímasögu Iraks höfum þurft að nýta þær heimildir sem
við höfiim aðgang að. Þær em mest frá ámnum 1920-
1960. Erlendar heimildir sem við höfum fengið aðgang
að em flestar frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Tyrklandi,
Kaíró í Egyptalandi og að nokkm leyti frá Damaskus í
Sýrlandi. Við notum mikið af prentuðum heimildum,
þá helst greinar úr íröskum tímaritum eða dagblöðum og
æviminningar íraskra stjómmálamanna eða annarra Iraka.
Sagnfræði í Irak stendur mjög veikum fótum og er ekki eins
þróuð eins og til dæmis sagnfræði í Iran eða Egyptalandi.
Vestrænir sagnfræðingar hafa mest verið að skoða hlutverk
hersins og samskipti Iraks við Bretland. Engin bók fjallar
um söguleg samskipti Bandaríkjanna og Iraks, sem er
mjög einkennilegt. Mjög vel hefur verið fylgst með því
sem írakskir fræðimenn hafa verið að skrifa. Þess vegna
hafa þeir frekar fjallað um „ömgg” efni, þau sem ekki em
pólitísk eða umdeild. I öðmm arabaríkjum em ekki margir
sem fast við nútímasögu Iraka. Sögulega séð er þetta mjög
alvarlegt vandamál fýrir til dæmis Bandaríkjamenn og
Breta. Mjög fair kunna sögu eða tungu Afganistans eða
Iraks, ólíkt því sem var í kalda stríðinu, þar sem margir
þeirra sem fjölluðu um Sovétríkin kunnu sögu þeirra og
tungu. Þetta er því miður algengt vandamál í fræðum Mið-
Austurlanda. Staðreyndin er sú að við höfum einfaldlega
ekki aðgang að opinbemm skjalasöfnum og verðum því
að reyna okkur á óhefðbundnum leiðum og finna nýjar
leiðir til að fa fram þær heimildir sem við þurfum til að
stunda okkar rannsóknir. Kannski verður þó Irak opnara í
framtíðinni og aðgangur að skjalasöfnum rýmkaður.“
♦ ♦ ♦
ÞJÓÐMINJASAFN
ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Islands
Myndadeild
Vesturvör 16-20
200 Kópavogi
Sími: 530 2250
SAGNIR 31