Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 36

Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 36
♦ ♦ Koma Balbo til íslands ♦ ♦ A Islandi var ekki mikið um að vera árið 1933, áhrifa heimskreppunnar gætti enn og fólk hafði ekki mikið fyrir stafni. Það sætir því ekki undrun að fréttin um komu Italanna hafi borist fljótt út og fólk hafi beðið hennar fullt eftirvæntingar. Undirbúningurfyrir kotnuna Flug þvert yfir Norður-Atlantshafið var draumur Balbo, ekki bara að fljúga einni flugvél, heldur hópi 24 sjóflugvéla. Balbo bjó að reynslu þeirri sem hann fékk úr Flugleiðin sem flogin var í hópfluginu árið 1933. fyrra Atlantshafsflugi sínu sem vakti heimsathygli og gekk vel þrátt fyrir að þijár vélar hröpuðu og kostuðu fimm manns lífið.14 Balbo vissi að mikillar skipulagningar væri þörf fýrir síðara hópflugið. Því sendi hann flugmanninn Cagna til Islands árið áður til að kanna leiðina sem farin yrði og aðstæður. Cagna kom til Islands þann 16. júní árið 1932 og dvaldi hér í 10 daga.15 Skömmu fýrir komu Italanna var margt manna sent til landsins til að sinna undirbúningi, þar á meðal voru verkffæðingar, loftskeytamenn og veðurfræðingar. I forsvari fýrir þá voru þeir Altomare kapteinn og Tommasi ræðismaður.16 Svæðið við Vatnagarða á Viðeyjarsundi varð fýrir valinu sem flughöfn á Islandi en það þurfti að endurbæta og skoða í því tilliti, meðal annars var þar smíðuð bryggja og komið á fót loftskeytastöð og viðgerðaverkstæði.17 Rúmum mánuði fýrir komu Italanna voru sendar til Islands 83 smálestir af „Stanavo“ bensíni og 4 smálestir af smurolíu. Afgreiðslan og geymslan á þessu var í höndum Hins íslenska steinolíufélags. Flutningur á eldsneytinu yfir í vélarnar var hins vegar fýrirhugaður á 30 vélbátum sem Italamir tóku hér á leigu.18 Þann 2. júlí árið 1933 mátti lesa á síðuni Morgunblaðsins skilaboð frá ráðamönnum þjóðarinnar til borgarbúa, sem útskýrðu mikilvægi komu Balbo til landsins og hvaða áhrif hún gæti haft fýrir framtíð þess: Sjálfsagt er að Reykvíkingar fagni svo vel sem kostur er á svo einstakri og merkilegri heimsókn sem flug Italanna er. Koma þeirra er einstæður viðburður í sögu landsins og getur haft sjerstæða þýðingu um það hvort ein af aðalflugleiðum heimsins á að liggja um Island. En auk þessa komu þeir fram með tillögur að hegðan fólks, til að fagna komu Italanna: Til þess að fagna þessari heimsókn er mjög æskilegt að fanar verði dregnir að hún á öllum fana stöngum í bænum, að skipin á höfninni skreyti sig fanum og blási kveðjumerki til flugvjelanna og að allur almenningur bjóði þá velkomna með því að veifa til þeirra fagnaðarkveðjum þegar þeir fljúga yfir borgina.19 Snemma að morgni 2. júlí fóru að berast fréttir af brottfor Italanna frá Amsterdam og Morgunblaðið birti í glugga sínum þá frétt að þeir hyggðust jafnvel fljúga alla leið til Islands. Framan við glugga Morgunblaðsins safnaðist fýrir hópur fólks sem beið nýrra frétta með eftirvæntingu og símar hringdu viðstöðulaust. Þessu hélt ffam eftir kvöldi og var engu líkara en verið væri að bíða úrslita kosninga, þvílíkur var áhugi borgarbúa á þessu merkilega flugi og einstæðu heimsókn. Smárn saman bárust þó ffekari fféttir sem upplýstu fólk um versnandi veður og það að vélamar myndu halda kyrru fýrir í Londonderry á Irlandi. Þrátt fýrir það héldu Reykvíkingar áffam að bíða frekari fregna og um kvöldið birtist ný ffétt sem boðaði væntanlega komu Italanna eldsnemma morguninn eftir. Nokkrir borgarbúa voru árrisulir í von um að sjá þá koma, en klukkan 7 að morgni barst tilkynning um að þeir væru enn í Londonderry.20 Vísir greinir svo ffá mikilvægi komu Italanna til Islands þann 6. júlí 1933: Með hveiju flugi sem flogið hefur verið yfir Island, hefir fengist aukin reynsla, sem væntanlega leiðir til þess, að áður en langur tími líður verða komnar reglubundnar flugferðir, a.m.k. að sumarlagi, milli Norður-Ameríku og Evrópu, um Island. Reynsla sú, sem fæst í hópflugi því hinu mikla sem nú stendur yfir, verður ekki veigaminnst í þessum efnum. Það er því ekki eingöngu tilhlökkun að sjá æfintýramenn og vera áhorfendur að æfintýralegum viðburði, sem er undirrót hins mikla áhuga almennings fýrir hópfluginu, heldur mun einnig koma til greina hjá allflestum góður skilningur á því hve mikilsverðar afleiðingar það getur haft fýrir land og þjóð, auk þess sem ávalt kemur fram hjá óspilltum íslenskum mönnum, er góða gesti ber að garði, ósvikin velvild og gestrisni.21 Það var ekki fýrr en á hádegi 5. júlí sem barst skeyti með tilkynningu um brottför ítalska flotans ffá Irlandi og að þeir væru á leið til Reykjavíkur. Fréttin barst út sem eldur í sinu. Allir vildu vita hvemig þeim gengi og hvenær þeir væm væntanlegir. I húsi Morgunblaðsins hringdu nú enn á ný allir símar án afláts. Bið var eftir staðfestingu á komutíma, en loks um klukkan þrjú barst tilkynning um væntanlega komu á milli 16:30 og 17:00.22 Koman sjálf Vélarnar sem notaðar voru við flugið vom aftegundinni Savoia- Marchetti en það em stórir flugbátar með tveimur 800 hestafla hreyflum sem fljúga á um 220-240 km hraða á klukkustund. Fjórir menn vora í hverri vél og þriðja hver vél hafði aukalega sérstakan yfirforingja því hveijar þijár vélar mynduðu eina deild. Deildimar vom átta, 13 menn í hverri og því 104 menn í heildina í leiðangrinum.23 Flogið var í oddaflugi og fór Balbo í broddi fýlkingar. Hver deild hafði sinn auðkennislit og var Htur 34 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.