Sagnir - 01.06.2003, Page 39

Sagnir - 01.06.2003, Page 39
HÓPFLUG ÍTALA ÁRIÐ 1933 W I m I VIVA I I SALSO! VIVA I.A I.l.'ii ,1 :.:A a A meðan ítalimir dvöldu hér voru þessi orð rituð við innganginn að Hótel Borg: Viva Italia! Viva Balbo! Viva la crociera atlantica. Auk Balbo á myndinni em tveir aðrir foringjar og söngvarinn Eggert Stefansson. hvílík miðstöð hér hefði verið famennrar menningarþjóðar".39 Nokkuð af ffóðleiknum hafði hann fengið á leiðinni frá íslensku leiðsögumönnunum en einnig var þama dreift htlu hefti á ítölsku sem útskýrði Alþingi hið foma og hafði að geyma stutt ágrip af íslandssögunni. í Valhöll var mönnum boðið upp á léttar veitingar og skemmtu menn sér þar um stund við léttar samræður. Að þeirri stund lokinni og eftir að Islendingamir, sem vom á fjórða tug manna, höfðu hrópað ferfalt húrra fyrir Balbo og ítölsku þjóðinni var farið í bílana. Þegar ekið var í burtu var mörgum enn starsýnt á Þingvelli og Þingvallavatn og „höfðu það við orð, að þeir höfðu óvíða svipmeiri náttúrufegurð litið í sínu eigin föðurlandi".40 Auk þessara ferða var að sögn nokkurra viðmælanda önnur afþreying í boði fyrir ítalina á meðan á dvöl þeirra stóð og mundu sum eftir því að hafa heyrt af glæsilegum dansleikjum sem haldnir vom fyrir þá á Borginni. Að sjálfsögðu var mörgum íslenskum dömum boðið á þessa dansleiki og slógu þær víst ekki hendinni á móti shku boði „ ... enda vom þeir svo ægilega sætir, með skakka húfu og svona ...“ 41 eins og Þórunn Kjartansdóttir (1921) lýsti ítölunum. Pétur Pétursson (1918) mundi eftir að hafa heyrt sögu sem gerðist á einum þessara dansleikja á Borginni og var hún eitthvað á þessa leið: ... einn þessara pilta var að dansa við fallega, ljóshærða stúlku á Hótel Borg og varð ákaflega gagntekinn af henni. Hann hugði á frekari kynni og hvíslaði í eyra hennar, hvort þau gætu ekki fundist þegar dansleiknum væri lokið. Hún tók vel í það, hvíslaði í eyra hans og gerði honum það einhvem veginn skiljanlegt að best væri að hittast í Hljómskálagarðinum við syðri tjömina. Þar var nú grasgefinn blettur ... Sögunni um stefnumót Italans og ljóshærðu stúlkunnar lauk á þann veg, að þegar Italinn kom í Hljómskálagarðinn, horfði í kringum sig og leit til lofts þá var sólin ekki enn sigin til viðar, heldur var bjart allan sólarhringinn og ekkert tré sem gæti skýlt ungum elskendum. Þá er það sagt að hann hafi tekið til fótanna og mnnið á flótta.42 Samkvæmt Pétri var því síðar bætt við, af illkvittnum karlmönnum, að eftir þessa heimsókn hafi hafist mikill trjáræktaráhugi hjá reykvískum konum, sem byquðu að planta tijám í gríð og erg. Brottfórin Þann 10. júlí barst um bæinn sú frétt að Italimir hyggðust halda för sinni áfram sama kvöld ef veður héldist gott. Undirbúningur fýrir brottförina hófst nærri samstundis og um klukkan 20:00 var lögreglan í viðbragðsstöðu inni við Vatnagarða. Nokkrir flugmannanna gættu þess að fa næga hvíld fyrir flugið sem framundan var, aðrir sáust spássera um götur bæjarins. Síðasta kvöldmáltíðin var borin fram klukkan 21:00 á Hótel Borg og var spiluð lifandi tónlist undir borðum og sungin vom bæði íslensk og ítölsk þjóðlög. Þjóðimar hylltu hvor aðra með húrrahrópum og Italirnir sem vom mjög kátir sungu hástöfum fasistasöng sinn „Giovinezza“ auk annarra söngva. Brottförin var áætluð um klukkan 22:00 en þegar Italimir komu í Vatnagarða var klukkan að nálgast 03:00. Um tíuleytið var margt manna tilbúið inn við Vatnagarða að kveðja Italina en þegar leið á nóttina án þess að þeir létu sjá sig hurfú margir Islendinganna heim á leið, því þótt veðrið væri gott var kalt að bíða. Jón Þorláksson borgarstjóri var viðstaddur brottförina en forsætisráðherra var staddur austur á fjörðum á framboðsfúndum. Hann sendi þrátt fyrir það Balbo skeyti með ósk um góða ferð. Eins fékk forsætisráðherra skeyti frá Balbo þar sem hann þakkaði þjóðinni góðar viðtökur og minntist á það að ísland yrði sér ógleymanlegt. Brottförin gekk ekki sem skyldi. Tafir urðu vegna ósamræmis í veðurskeytum sem komast þurfti til botns í áður en lagt yrði af stað. Klukkan rúmlega fimm um morguninn var loks allt eins og það átti að vera og hópurinn tilbúinn til brottfarar. Balbo kvaddi og var hann hylltur með húrrahrópum af þeim sem enn voru á svæðinu. En margt fer öðruvísi en ætlað er og þegar Balbo ætlaði að hefja sig til flugs þá fór véhn ekki af stað vegna bilunar og ítalski hópurinn var aftur kominn inn í borgina klukkan 10:00 að morgni þess 11. júlí eða um 12 tímum eftir fyrirhugaða brottför.43 Gert var við stíflaða bensínsíu SAGNIR 37

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.