Sagnir - 01.06.2003, Side 40

Sagnir - 01.06.2003, Side 40
í vél Balbo á meðan flugmennimir hvíldust. Þegar leið á kvöldið viðraði vel til flugs og var því gefin út sú skipun að vera tilbúnir til brottfarar klukkan 3:30 um nóttina. A þessum tíma var heldur famennt inni við Vatnagarða til að kveðja Italina en klukkan 6:00 að morgni 12. júlí 1933 var Balbo aftur kominn í loftið. Síðustu tvær sjóflugvélamar yfirgáfu svæðið tveimur tímum og 24 mínútum á eftir Balbo sem hefur þá sennilega verið kominn um 500 km vestur á bóginn.44 Ferðin gekk vel og vom Italimir komnir til Labrador um það bil tólf tímum síðar. Eftir að Italirnir höfðu yfirgefið landið sendi forsætisráðherra Balbo skeyti með ósk um góða ferð og þökk fyrir komuna. A sama tíma barst honum svohljóðandi skeyti ffá Balbo: „Um leið og ég kveð Island sendi ég yður enn einu sinni kveðju mína og þökk fyrir þá miklu velvild sem við höfum notið í hinu ógleymanlega landi yðar“.45 Italski hópurinn var ekki einn um að yfirgefa landið þennan dag. Með hópnum vom einnig 298 bréf með kveðjum frá Islandi. Þessi bréf vora öll frímerkt á sérstakan máta því í tilefni hópflugsins vora prentuð sérstök ffímerki að verðmæti 1, 5 og 10 króna. A öllum frímerkjunum var mynd af Kristjáni X en búið var að prenta yfir hana með rauðu letri „hópflug Itala 1933“. Það kostaði 16 krónur undir hvert bréf til Ameríku eða eina seríu af þessum sérprentuðu frímerkjum. Einungis þijár sdmpildagsetningar era þekktar ffá Reykjavík á þessi bréf: 7.,9., og 11. VII. 33.46 Auk Italíu var Island eina landið sem gaf út sérstök frímerki í tilefni hópflugsins. Af þessum 298 bréfúm sem send vora frá Islandi eru þekkt 107 og fimm eða sex era í eigu íslenskra safnara. Þrátt fyrir að ekki sé lengri tími liðinn frá hópfluginu er erfitt að nálgast þessi frímerki og þykja þau verðmæt.47 Hvort Islendingar hafi séð það fyrir hversu mikils virði þessi frímerki yrðu er óvíst en það kom fram í viðtali við Helgu Guðbjömsdóttur (1923) að hún man eftirsjá foður síns í því að hafa ekki keypt frímerkin á sínum tíma. Hann var þá yfirlögregluþjónn og sem slíkur hafði hann í nógu að snúast á meðan á heimsókninni stóð og gleymdi einfaldlega að kaupa ffímerkin.48 A degi ffímerkisins þann 9. október árið 1993 var gefin út sérstök smáörk til minningar um að sextíu ár vora liðin frá komu Balbo til landsins. Smáörkin sýnir þijú frímerki úr seríunni sem notuð var á bréfin sem send vora árið 1933.49 ♦ ♦ Skiptar skoðanir ♦ ♦ Það lítur út fyrir að Islendingar hafi verið á einu máli með að bjóða Italina velkomna til landsins og láta þeim líða sem best á meðan á dvöHnni stóð en var það í raun svo? Þrátt fyrir að minna hafi borið á þeim hópi manna sem ekki vildi Balbo til landsins voru þeir engu að síður nokkrir og reyndu að koma sínum skoðunum á framfæri. Móttnœli Það var ekki auðvelt að koma skoðunum sínum á framfæri á þessum tíma og til dæmis mátti sjá auðan dálk í Rauða fánanutn, blaði ungra kommúnista. Einungis fyrirsögnin fékk að halda sér og sett var útskýring í sviga þar á eftir: „FLUGFERÐ ÍTALANNA (greinin bönnuð af lögreglustjóra)“.50 Þessir einstaklingar vildu ekki fa Balbo til landsins því hann var fasisti og mótmæltu því komu hans og hópsins í heild sinni. Þann 29. júní 1933 var „flugmiða“ á vegum Rauða fánans dreift og á honurn útskýrð aðgerð lögreglu áður en blaðið fór í prentun: ... í gærkveldi klukkan 11 koma 4 lögregluþjónar á skrifstofú SUK og taka upplag blaðsins sem þar var! Astæðan var, að í það var skrifað „óvirðulega” um ítalska fasistaforingjann og mesta verkalýðsmorðingja heimsins, Mussolini, og flugleiðangurinn, sem hann er að stofna til hingað til Islands til að rannsaka skilyrði fyrir flota og flugherstöð sem er einn þátturinn í undirbúningi nýs heimsblóðbaðs!!51 Auk þessa var á miðanum einnig birtur síðasti hluti þeirra greinar sem bönnuð var af lögreglustjóra. Verkalýðurinn á Islandi tekur höndum saman við ítalska verkalýðinn, sem hefir í 10 ár átt við blóðugar ofsóknir að búa af hendi fasistastjómar Mussolini, og mótmælir. Islenzkur verkalýður mótmæhr pyntingum, manndrápum og launmorðum valdhafanna á Italíu og tekur undir aðalkjörorð ítalska verkalýðsins: Abasso il Fascismo! (Niður með fasismann). Abasso Mussolitti! Abasso Balbo! (Niður með Mussolini og Balbo - foringi ít. flugleiðangursins). Viva Terracitii e Gratnsci! (Lifi Terracini og Gramsci - fangelsaðir foringjar ít. verkalýðsins). Viva il Commuttismo! (Lifi kommúnisminn). ... Látum leiguþý Mussolini heyra þessi kjörorð.52 Að lokum notuðu kommúnistamir flugmiðann til þess að hvetja bæði verkamenn og -konur til þess að nota þessi kjörorð við konru Italanna til landsins. Koma Balbo er Pétri Péturssyni eftirminnileg. A þeim tíma var hann í félagi ungra jafnaðarmanna sem vora áhugasamir og virkir í þátttöku í ýmsum verkalýðsmálum og stjómmálum. Hann man eftir því að hafa fyllst aðdáun þegar hann sá ókvæðisorð eða skammaryrði sem ætti að hrópa ef maður yrði á vegi þessara ítölsku flugmanna en það vora eimitt þessi orð: „Abasso Balbo - abasso Mussolim".53 A þessum tíma var Pétur að vinna sem sendisveinn fyrir banka og gafst honum eitt sinn tækifæri til að nota þessi orð þegar hann var að sendast niður í Austurstræti. Þá sá hann konu sem hann kannaðist við og var að tala við Itala. „Frábært tækifæri” hugsaði Pétur um leið og hann öskraði „abasso Balbo - abasso Mussolini" og svo hljóp hann! Það var ekki vegna hræðslu sem hann hljóp af stað heldur var ástæðan sú að ef honum yrði náð myndi það líta illa út gagnvart vinnunni. Þannig hélt Pétur hlaupununr áfram með Italann á hælunum en tókst fljódega að sleppa þar sem hann þekkti borgina vel.34 Þrátt fyrir að mótmælendur hafi kannski ekki verið fjölmennir er ljóst að skiptar skoðanir vora um ágæti komu Italanna til landsins. Alþýðublaðið, blað jafnaðarmanna birti einnig 38 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.