Sagnir - 01.06.2003, Side 41
HÓPFLUG ÍTALA ÁRIÐ 1933
grein þar sem reynt var að „opna augu“ landans fyrir því, að
þrátt fyrir að hópflug Italanna væri eftirtektarvert, væri „dirfska
og hugdirfð Balbo flugmálaráðherra og foringja leiðangursins
ekki meiri en hins lægst setta vélamanns, sem er ekki þó getið
í skeytum - en hún er jöfn“.55 Alþýðublaðið skrifaði einnig um
fasistastjórn Itahu og ítölsku þjóðina sem engu ræður um eigin
aðstæður, um Mussohni og launmorð eins morðið á Matteotti
og segir svo:
Balbo, foringi leiðangursins, er einn af aðalmönnum
fasismans. Hann er án efa duglegur maður og
vel gefinn, en hann situr á rétti ítalskrar alþýðu
og kúgar hana, kúgar skoðanir hennar, sviftir
hana ritfrelsi, málfrelsi og athafnafrelsi. Hann
kemur hingað í land alþýðu, sem hefir rétt til að
hafa samtök og beqast sinni baráttu, í land þar
sem lýðræði ríkir og frelsi í skoðunum. Hann
kemur hingað sem gestur - og fer sem gestur.
Samkvæmt því verður ffamkoma Islenzkrar alþýðu
við hann. Hún lætur hann afskiftalausan.56
A meðan á dvöhnni á Islandi stóð lét Balbo ávallt þýða fýrir sig
fréttimar úr íslensku dagblöðunum og „er hann varð var við
svívirðingar þær sem kommúnistar birtu um hann og leiðangur
hans, brosti hann að því, að hér úti á Islandi skyldu flokksmenn
Rússastjórnar vera æstari og öfgafyllri en sjálfir Rússar".57
Skopstceling
Það vom ekki eingöngu hin hefðbundnu dagblöð sem tóku fýrir
komu Balbo til landsins heldur var einnig önnur tegund skrifa.
Spaugilega hliðin á málinu var sýnd, fúll af háði.
Spegillitm sem var vinsælt grínblað með undirtitilinn:
„Samviska þjóðarinnar, góð eða vond eftir ástæðum“58 birti
tvær greinar tengdar komu Balbo. I annarri var gert almennt grín
að íslendingum sem hvorki kunnu að spara né hegða sér rétt í
umgengni við frægan mann og vom ræður forsætisráðherra og
Balbo teknar fýrir og gert að þeini gys:
... Yðar hágöfgi, Bóbó ráðherra og þið allir hinir!
Það er ekki of mikið sagt, að vjer höfúm beðið eftir
yður með óþreyju, og þó er ekki mikið að sjá okkur
á móti kvenfólkinu, því hefðuð þið sjeð, hvemig það
hefir látið þessa dagana, myndi ykkur ofbjóða, og
kallið þið þó ekki allt ömmu ykkar, svona hugrakkir
eins og þið emð. ...59
í hinni greininni veltir blaðið fýrir sér afrekum Italanna hér á
landi og segir: „... þau þurfa náttúrulega ekki að hafá verið mikil,
þó þeir séu miklir á lofti. Þó tókst Balbo ráðherra að veiða lax
einn í Elliðaánum, með höndunum, en það er bannað. Vitum
vér ekki, hver borgar sektina...".60
Eftir heimskreppuna urðu ungir rithöfundar róttækari
og stofnuðu samtök byltingarsinnaðra rithöfúnda sem gáfú út
tímaritið llauðirpennar.b' Einn þessara höfunda var Halldór Kiljan
Laxness og birti hann smásögu sína „Ósigur ítalska loftflotans
í Reykjavík 1933“ í því tímariti árið 1937. Sagan fjallar um
„pikkaló” sem vann á hótelinu þar sem hin fræga persóna
dvaldi. Höfúndur notar ekki hin réttu nöfn einstaklinganna
en það fer ekkert á milli mála við hvem er átt þegar talað
er um Pittigrilli (Balbo) og hóp hans hér á landi. Smásagan
er fúll af háði og ádeilu á fasismann, auk þess sem mikið
grín er gert að aðdáun manna á einkennisbúningum þeim
sem hópurinn var í enda er: „Island ... eina landið í heimi
sem á ekki hermenn og því hafa þessir fátæku eyjaskeggjar
orðið að fara á mis við þann alkunna dýrðarljóma sem
stafar af einkennisbúningum ásamt þeim titlum og gráðum
sem þessi sérkennilegi fatnaður tjáir“.62 Pikkalóinn skilur
ekki alveg að stigsmunur er á einkennisbúningunum en
telur sig jafnan hinum þar sem hann er einnig í búningi
með gljáfægðum hnöppum við vinnu sína og verður úr
þessu mikil ringulreið. I smásögunni er einnig gert grín
að íslenskum þjónum þessa tíma en miskilningur þeirra á
milh er hreint ótrúlegur og er augljóst að ólík tungumál og
mismunandi hefðir geta skapað hin ótrúlegustu vandamál:
Þjónamir héldu Pittigrilli gestgjafann og byijuðu
að ausa upp súpunni við hinn borðsendann og
hyltust til að láta hann mæta afgangi, sömuleiðis
bára þeir steikina fýrst þeim manni sem fjarstur
sat Pittigrilla við borðið. Hvemig sem á því
stóð, olli framreiðslan miklum hugaræsingi
meðal gestanna, en þegar þjónarnir skiftu ekki
um háttalag í þriðja sinn reis Pittigrilli á fætur
ásamt þeim er næstur honum sátu, lét kalla
fýrir sig yfirþjóninn og talaði yfir honum um
stund á fegurstu ítölsku, altað fjögurhundruð
orð á mínútu, baðandi út höndum og fótum.
Takk fýrir, sagði yfirþjónninn og hneigði
sig.63
Sama sagan endurtók sig næsta kvöld en í það sinni risu
Italimir á fætur allir sem einn og yfirgáfu svæðið án þess
svo mikið sem smakka á súpunni sem fýrir þá hafði verið
lögð. ítalski konsúllinn var þá kominn í málið og tók
íslenska yfirþjóninn tali sem aftur ræddi við þjónana. Hjá
þeim fékk hann þá útskýringu á hátteminu að þeir töldu
Pittigrilli vera gestgjafann og eins og allir vita þá tíðkast
það á glæsilegri veitingastöðum að þjóna þeim síðast sem
býður.
Þrátt fýrir að viðbrögð manna hafi verið misjöfn
gagnvart komu Italanna til landsins árið 1933 er næsta víst
að um er að ræða merkan viðburð í sögu okkar íslendinga,
viðburð sem jafhffamt gerði mönnum ljóst að landið var
tilvalið sem áfangastaður á leið milli tveggja heimsálfa. Því
er vert að minnast hópflugs Itala nú þegar 70 ár em liðin
frá ferð þeirra þvert yfir Atlantshafið.64
♦ ♦ ♦
SAGNIR 39