Sagnir - 01.06.2003, Page 51

Sagnir - 01.06.2003, Page 51
MODERNISMINN OG NYRAUNSÆIÐ ♦ ♦ Módemismi í bókmenntum ♦ ♦ og leiklist á 7. áratugnum Til að hægt sé að skilja þær breytingar sem urðu í íslenskri sagnagerð á 7. áratugnum er nauðsynlegt að gera aðeins grein fyrir hvað hafði verið að gerast í íslenskum bókmenntum áratugina þar á undan. Um og upp úr miðri öldinni þótti fremur lítið um nýsköpun í íslenskri sagnagerð, sem hefur meðal annars verið skýrt með sterkri sagnahefð Islendinga. Félagslegt raunsæi einkenndi mjög efnistök höfunda á árunum 1930-1950 þar sem sögusviðið var oftar en ekki sveit eða lítið sjávarþorp. Sumir skrifuðu einnig sögulegar skáldsögur. Ekki urðu stórvægilegar breytingar á 6. áratugnum og þótti mörgum sem verulegur hluti íslenskrar sagnagerðar væri markaður af þröngu efnisvali og einhæfu sögusviði. Hins vegar var módemismanum mdd braut í íslenskri ljóðagerð á ámnum 1940-1955. Steinn Steinarr var einn helsti forgöngumaður hinna svokölluðu atómskálda sem brutu upp hefðbundin ljóðform og hófu að yrkja órímað. Ljóðskáld áttu af ýmsum ástæðum auðveldara en aðrir með að koma skáldskap sínum á framfæri og meðal annars þess vegna birtust nýjungamar fyrst í ljóðagerð.1 En hvað er módemismi? Merking hugtaksins er víðfeðm og vísar til margvíslegra fýrirbæra en oft er það notað um ákveðnar þróunartilhneigingar í listum á Vesmrlöndum eftir 1870. Þær birtast meðal annars í ljóðlist, leiklist og sagnagerð. I þessari merkingu verður módemisminn að samheiti ólíkra skáldskaparstefna. Meðal stefna sem flokkast undir módemisma má nefna symbólisma, expressjónisma, fútúrisma, existensíalisma, súrrealisma og absúrdisma.2 Astráður Eysteinsson bókmenntafræðingur hefur skilgreint hugtakið á eftirfarandi hátt: Módernisminn vaknar ... til lífs sem andborgaraleg stefna, sumpart með nesti frá rómantísku stefnunni í farangrinum, og býður ríkjandi boðskiptaleiðum birginn með því að láta hinn borgaralega vemleika (ekki síst eins og hann birtist í öðmm textum) gangast undir róttæka framandgervingu. Enda hafa góðborgarar Vesturlanda oft lítt viljað kannast við vemleika sinn í verkum módemista og telja hann afskræmdan. ... Með framandgervingu sinni eru módernistar yfirleitt að reyna að sjá það sem er í raun, jafnvel þótt það sé afstæður sannleikur sem býr í huga einstaldings en ekki ótvíræð vitneskja um sammannlegan hlutvemleika. Módemistar virðast iðulega sjá raunvemleika nútímans öðmvísi en svokallaðir raunsæishöfundar, og má því segja að með formgerðarbyltingu módemismans hefjist baráttan um raunsæið.3 Það var ekki fýrr en á síðari hluta 7. áratugarins sem biðinni eftir formbyltingu íslenskrar skáldsagnagerðar lauk og módemisminn kom almennilega upp á yfirborðið. Aukin borgarmenning í Reykjavík eftirstríðsáranna hefur trúlega haft þar sitt að segja. I hinum nýju módemísku sögum reyndu höfundamir „að túlka borgarlífið, reyndu að koma hraða „nútímans" og ringulreið til skila í verkum sínum og nýrri skynjun, manneskjunni í borgarsamfélaginu."4 Innreið módemismans hefur löngum verið tengd skáldsögu Guðbergs Bergssonar, Tómasi Jónssyni, metsölubók, sem kom út árið 1966. Bókin vakti gríðarleg viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Hún hristi vel upp í íslensku bókmenntalífi og töldu sumir að bókin væri „fýrsta /1/líTSO 1(1 BOK GUÐBERGUR B! í bók Guðbergar Bergssonar Tómas Jónsson, metsölubók mátti greina skopstælingu hins gagnrýna, upplýsta og sjálfstæða borgara. virkilega nútimasagan á íslensku".5 í upphafi „ævisögu" sinnar kynnir aðalpersónan sig á eftirfarandi hátt: „Ég er afkomandi hraustra, bláeygðra víkinga. Eg á ætt að telja til hirðskálda og sigursælla konunga. Eg er Islendingur. Nafn mitt er Tómas Jónsson."6 I honum mátti greina skopstælingu hins gagnrýna, upplýsta og sjálfstæða borgara. Tómas Jónsson hafði ómæld áhrif á íslenska sagnagerð. Hann hafði kannski ekki bein áhrif á önnur verk en ,,[e]ftir útkomuna vom öll mót miklu auðveldari en áður.“ Tómas skapaði ekki ákveðna stefnu í íslenskum bókmenntum heldur losaði fremur um það sem kalla má and-stefnu.7 Með honum rofnaði hin sterka raunsæishefð línulegra frásagna. Auk Guðbergs Bergssonar em þau Thor Vilhjálmsson og Svava Jakobsdóttir oftast nefnd til sögunnar þegar talað er um helstu fulltrúa módemískrar sagnagerðar á íslandi. Á tímabili hafði Thor virst snúinn frá skáldskap því á árunum 1957-1968 kom ekkert eiginlegt skáldrit frá hans hendi. Undir lok sjöunda áratugarins sendi hann hins vegar frá sér tvær módernískar skáldsögur og í dag er hann talinn róttækasti fulltrúi módemískrar skáldsagnagerðar á Islandi. Þótt bækumar Fljóttjljóu sagðifuglinn (1968) og Op bjöllunnar (1970) séu á vissan hátt ólíkar þá hefur frásagnarstíllinn mörg samkenni: Thor er að fjalla um firringu og einsemd mannsins og líkt og í verkum margra módemista einkennist SAGNIR 49

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.