Sagnir - 01.06.2003, Qupperneq 54

Sagnir - 01.06.2003, Qupperneq 54
kostnað bændamenningarinnar lífseigu. Skáldin höfðu mikið til horfið frá hreintungustefnu og víða kom fram uppreisn gegn rómantískri náttúrudýrkun, ástaijátningum til ættjarðarinnar og forfeðraskjalli. Myndmálið var auðskildara en hjá módemistunum og viðhorfin sem birtast í ljóðunum voru oftast jarðbundin og raunsæisleg.18 Ljóð Antons Helga Jónssonar, „Dettifoss", skírskotar til samnefnds ljóðs Einars Benediktssonar, en óhætt er að segja að mynd hans af fossinum eigi lítið sammerkt með sýn þjóðskáldsins. Hér er öll náttúmmystík horfm og mynd vatnsfallsins getur aðeins af sér hugrenningatengsl við náttúrulegt umhverfi ljóðmælanda, borgina: Ogæfulegur ertu myndavélin drepur tittlinga við að sjá þig. Mig snertu önnur vatnsföll dýpra lekur krani draup mér fýrram andvökum Eg skoða víðfræg fjöll og ástsæla fossa en hugsunin rennur í farvegi uppranans borgariðunnar og fuglunum læt ég það eftir að yrkja lofsöngva utan vegar19 I ádeilu- og lífsviðhorfaljóðum sínum fjölluðu skáldin einkum um ágalla neysluþjóðfélagsins, lífsgæðakapphlaup, firringu, rótleysi, yfirgang stórvelda, ómennsku stofnana, auglýsingamennsku, misrétti, mengun og fleira í þeim dúr. Alþjóðleg yfirsýn og alþjóðleg bræðralagshyggja var rík í þessum kveðskap20 eins og vel kemur fram í ádeiluljóði Birgis Svans Símonarsonar á kynþáttahatur í Bandaríkjunum þar sem ameríska draumnum er snúið upp í andhverfu sína: gullið í göturæsinu er gull svarta mannsins tár em leikföng barna hans í landi tækifæranna þar sem blaðsölustrákurinn verður með dugnaði blaðakóngur Þar sem sendisveinninn verður með ástundun forstjóri þar sem lyftudrengur kemst varla hjá því að verða forseti21 Ein grandvallarhugmynd nýraunsæisins er einmitt hugmyndin um notagildið eða boðskapinn. Skáldskapurinn átti sér samfélagsleg markmið sem vógu þyngra en fagurfræðileg sjónarmið. Framangreint ljóð Birgis Svans er gott dæmi um framsetningu þar sem fagurfræði í fomfi framandgervingar eða álíkra stílbragða hefur vikið fýrir boðskapnum. Gagnrýni á nýraunsæja ljóðagerð hefur oft hverfst um flatneskjulega framsetningu skáldanna og margir hafa raunar efast um „notagildi" skáldskaparins í pólitískum tilgangi. I nýraunsærri sagnagerð gerðu höfundamir tilraunir til að endurnýja og endurmeta fýrri hugmyndir um félagslegt raunsæi í skáldskap og gagnrýna bresti eigin samfélags, sem oftar en ekki var höfuðborgin. Tákngervingar áttu Stundarfriður eftir Guðmund Steinsson var langyinsælast að nýraunsæislegum leikritum þessa tíma og var jafnvel talið marka tímamót í sögu samtímaleikritunar. „sögumar ekki að vera, merking þeirra felst í skírskotun til skyn- og raunheims sem lesandinn á sameiginlegan með sögufólkinu og getur andæft eða samsinnt því.“ Vésteinn Lúðvíksson var talinn einn helsti brautryðjandi nýraunsærrar sagnagerðar með sögunni um Gunnar og Kjartan (1971-72).22 I henni mátti greina sterkan þjóðfélagslegan undirtón og gagnrýni á yfirborðsmennsku samfélagsins, sem birtist meðal annars í eftirfarandi dæmi þar sem menning og listir em til umræðu: [1] rauninni höfðu þeir ekki lesið neitt sem heitið gæti. Þeir vom allir fremur eirðarlausir, gátu sjaldnast setið með bók nema stutta stund í einu, og ef það kom fýrir að þeir lásu skáldsögur, vom þær aldrei langar. ... Þeir voru [þó] töluvert bók- og kjölfróðir ... og lásu á kili ( og svo á kápur, en þar gátu þeir stundum fengið innihald fjölda bóka tilreitt í nokkram setningum og að auki tvo sláandi lofgerðartóna um verkið úr frægum ritdómum ... sumir þeirra höfðu einnig einstakt lag á að tala gáfulega um bækur sem þeir höfðu aldrei lesið. Ef þeir hefðu einhverntíma haft eirð í sér til að stinga niður penna, hefðu þeir eflaust skrifað menninguna með stórum staf. Og ef þeir hefðu verið beðnir um að skilgreina hugtakið, hefðu þeir sennilega sagt eitthvað á þessa leið: Menningin er listin, leikhúsin, söfnin og bókaútgáfan. Það hvarflaði sjaldan að þeim að menningin gæti verið eitthvað annað. ... Sumir þeirra áttu ennþá til sterka réttlætiskennd, sumir mjög sterka, hún beindist einungis inná svolítið furðulegar brautir, hún heimtaði aðeins réttlæti handa menningunni, Hstinni, og andanum. Allt annað var kannski ekki einskisvert ( en næstum því.23 52 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.