Sagnir - 01.06.2003, Side 56

Sagnir - 01.06.2003, Side 56
Gagnrýni Stundarfriðar á lífshætti nútímamannsins byggist á siðferðilegum rökum. Gegn hinni banvænu, kaup- og tæknivæddu nútíð er haldið fram hugmynd um óbrengluð lífsgildi fýrri tíma, með sínum einfaldari, frjórri og lífvænni samfélagsháttum ♦ ♦ Niðurlag ♦ ♦ Módernismi og nýraunsæi eru á margan hátt andborgaralegar stefnur þótt þær gangi mislangt í þeim efnunt og stílbrögð og framsetning þeirra sé ólík. Þær komu báðar upp á yfirborðið í aukinni borgarnrenningu eftirstríðsáranna og tókust á við og gagnrýndu stöðu einstaklingsins í steinsteyptu og tæknivæddu borgarsamfélagi samtíðarinnar. Þó að báðar stefnurnar hafi staðið í gagnvirku sambandi við samfélagið og hræringamar innan þess eru þau tengsl meira áberandi þegar horft er til nýraunsæisstefnunnar og þeirra samfélagsbreytinga sem urðu með hinni svokölluðu ‘68-kynslóð. Auk viðtekinnar samfélagsgagnrýni þá snérist módernisminn ekki síður um fornrbyltingu á frásagnarstíl þótt vissulega séu engin skýr skil þar á ntilli, því hluti gagnrýninnar felst einmitt í hinni kaótísku framsetningu. Með komu módernismans náðu ýmsar stefnur innan hans loksins til Islands en hvort sem litið er til bókmennta eða leiklistar náði hann aldrei til fjöldans. Öðru máli gegndi um nýraunsæið. Þegar nýraunsæ áhrif stóðu í hvað mestum blóma skilaði það sér í mikilli grósku í bókntenntum og leiklist. Grósku sent byggðist ekki síst á þátttöku og undirtektum alntennings. En hver er arfleið þessara menningartilrauna 7. og 8. áratugarins í íslenskri menningu? Auðvitað er erfitt að meta áhrif þeirra þegar horft er til lengri tíma. Báðar Qöruðu þessar stefnur út með breyttu umhverfi í listum og santfélagi og raunar stóð blóntaskeið ntódernísku skáldsögunnar aðeins yfir í örfa ár. Formbylting módernistanna hafði tvímælalaust mikil áhrif á þróun íslensku skáldsögunnar, blés í hana lífi, og strax á 9. áratugnum mátti greina sterk módernísk áhrif innan hefðbundinnar sagnagerðar. Frásagnaraðferð nýraunsæishöfundanna var raunar ekki byltingarkennd og mjög í anda íslenskrar raunsæishefðar. Nýjungar þeirra fólust fyrst og fremst í róttækari efnistökunt með endurskoðun og endurmati á félagslegu raunsæi í skáldskap, ekki síst með tilliti til borgar- og tæknisamfélagsins. Kannski má segja að menningartilraunir módernista og nýraunsæissinna hafi náð losa um eða brjóta upp þá formhefð sem var til staðar í bókmenntum og leiklist, þótt nteð ólíkunt hætti væri. ♦ ♦ ♦ 54 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.