Sagnir - 01.06.2003, Page 62

Sagnir - 01.06.2003, Page 62
mun hafa verið lögð í kistuna í hvíta danskjólnum sínum með rauða beltinu.28 Ellen var grafin í kirkjugarðinum að Stóra Núpi í Gnúpveijahreppi. Katrín Briem, dóttir Jóhanns Briem af seinna hjónabandi, varðveitir nokkra muni tengda Ellen Kid, svo sem auglýsingaspjöld, örlítið af búningum og úrklippur úr þýskum blöðum um danssýningar sem hún tók þátt í. Það sem mestu máli skiptir er þó fjöldi mynda. Þær sýna bæði einkalíf hennar og dansarann Ellen Kid. Margar voru teknar hér á landi, líklega fyrir sýninguna í Iðnó, aðrar í Dresden, Magdeburg og ef til vill víðar. Þessar myndir segja meira en mörg orð. Þær sýna fallega, fingerða stúlku með dökkt hár og lifandi andlit sem túlkar vel hughrif dansins sem hún dansar hverju sinni. Einna fallegust er þó ljósmynd af Ellen úti í íslenskri náttúru. Hún er að dansa berfætt í grasinu fijáls og lífsglöð. Glæsilegar línur dansarans koma fram í heilmiklu stökki. Hér er greinilega vel menntaður atvinnudansari á ferðinni.29 Sýningaratriðin í Iðnó hafa verið í stíl hins nýja þýska dans. Ekki virðist ólíklegt að einhveijir dansanna hafi verið eftir Mary Wigman. Lýsingin á stúlkunni sem Hggur og sefur er ekki ólík dansi Wigman sem heitir „Pastorale“.30 Þessi sýning var því einstök og ótrúlegt að hér í Reykjavík hafi verðið boðið upp á það nýjasta í danssköpun í Evrópu, flutt af nemanda eins helsta ffumkvöðulsins. ♦ ♦ Hinum megitt við Atlandshajið ♦ ♦ Með tilkomu nasismans og ekki síst síðari heimstyijaldarinnar stöðvaðist öll frekari þróun nútímaHstdans í Þýskalandi og sá gróður sem kominn var vel á veg visnaði eða féll í dvala. A sama tíma voru ný fræ að spíra hinum megin Atlantshafsins, í Bandaríkjunum. Einn helsti frumkvöðull nútímalistdansins þar var Ruth St. Denis (1879-1968). Hún og mótdansari hennar og síðar eiginmaður, Ted Shawn, stofnuðu skóla og dansflokk árið 1915 í Los Angeles undir nafninu Denishawn. Margir þeirra sem á næstu árum og áratugum byggðu upp nýja dansflokka, ný þjálfunarkerfi og mörkuðu nýjar stefnur í dansinum fengu menntun sína og reynslu þar. Meðal þeirra voru til dæmis Martha Graham, Doris Humphrey og Charles Weidman sem öll eru álitin frumheijar og hugmyndafræðingar á fjórða áratugnum, sem oftast er talinn helsti sköpunartími bandaríska nútímalistdansins.31 Tvær ungar íslenskar stúlkur héldu til náms í Bandaríkjunum árið 1943. Evrópa var lokuð vegna stríðsins og því aðeins um Vesturheim að ræða fýrir þá sem mikið lá á að komast til náms. Þessar stúlkur vissu Htið hvor af annarri, en báðar hétu þær Sigríður og báðar áttu eftir að marka djúp spor í sögu dansins á Islandi, hvor á sínu sviði. Sigríður Þ. Valgeirsdóttir fæddist árið 1919 og byrjaði 8 ára gömul að læra þjóðdansa sem æ síðan hafa verið drjúgur þáttur í Hfsstarfi hennar. Þátttaka í ýmsum tegundum dans og leikfimi marka æskuár Sigríðar sem var í sífeUdri leit að einhveiju hreyfingaformi sem fuHnægði þörfum hennar fýrir sköpun, tónlist og samræmi. Hún fór í tíma hjá EUen Kid í þeirri von að þar fýndi hún dansform sem hentaði henni en þar var hún ein á báti og óskir Ruth St. Denis var einn af frumkvöðlum nútímalistdansins í Bandaríkjunum. meirihlutans réðu. 32 Að loknu námi í Iþróttakennaraskólanum á Laugarvatni setti Sigríður stefnuna á framhaldsnám. University of Califomia í Berkeley varð fýrir vahnu og þangað var hún komin í maí 1943. Takmarkið var að ljúka námi í „Health, Physical Education and Recreation“. En hún vildi ekki fýrir nokkurn mun sleppa hreyfmgum við tónlist svo hún innritaði sig í nokkuð sem hét „Modern Dance" án þess að vita beinlínis hvað það var. Þar gekk henni svo vel að eftir fýrstu önnina var henni bent á að fara í inntökupróf í sýningarflokk þeirra, Orchesis. Sigríður var önnur af tveimur sem komust inn, hin stúlkan hét Dorothea og reyndist vera bamabam Isadom Duncan. Yfirmaður deildarinnar leitaðist við að víkka sjóndeildarhring nemenda sinna og sendi þá m.a. á námskeið þar sem Ruth St. Denis kenndi „masterclass“ á nokkmm sviðum dansins. „Það var stórkostleg upplifun. Hún var alveg rosalega sterkur karakter" segir Sigríður sem þarna fékk tækifæri til að nema hjá þessari móður bandaríska nútímalistdansins.33 I nútímadansdeUdinni í Berkeley var mildl áhersla lögð á danssköpun nemenda og á námstímanum samdi Sigríður mörg verk. Meðal þeirra var eitt þar sem hún notaði tónlist byggða á íslenskum rímnalögum og nefndi það Konurnar í Vík (Tlie Women of Vík). A síðasta misseri Sigríðar í skólanum var hún valin úr stómm hópi til að semja og dansa sjálf hlutverk prinsessunnar í fýrstu uppfærslunni í Bandaríkjunum á Sögu dátans eftir Igor Stravinsky. Auk dans prinsessunnar samdi hún líka dansa fýrir djöfulinn auk þess að hjálpa til við sviðsetninguna. „Þetta var heljarmikið tilstand" segir hún. Stravinsky ætlaði að stjórna hljómsveitinni á fmmsýningunni en svo varð þó ekki. „Hann fékk flensu, varð farveikur og komst ekki og þá tók við sá sem hafði æft hljómsveitina." Verkið var sýnt nokkmm sinnum fýrir fuUu húsi og fékk góða dóma.34 60 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.