Sagnir - 01.06.2003, Page 66

Sagnir - 01.06.2003, Page 66
♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Spjall við Orra Vésteinsson 30. apríl 2003 Haustið 2002 varð langþráður draumur fornleifafrœðinga á Islandi að veruleika þegar kennsla hófst ífornleifafrceði á B.A. og M.A. stigi við Háskóla íslands. Að því tilefni ákváðum við í rit- stjórn Sagna að ná tali af Orra Vésteinssyni, sagnfræðingi og fornleifafræðingi, sem er enn sem komið er eini fastráðni kennarinn i þessu nýja fornleifafræðinámi. Að sögtt Orra þá liafði lengi verið rætt um það að hefja formlega kennslu i fornleifafræði á Islandi og sérstaklega var rætt um að Kristján Eldjárn, fyrrverandiforseti, tnyndi hefja þá kennslu en ekkert varð tir því eftir að hann lést fyrir aldur fratti árið 1982. Eftir 1990 hefur þötjitt á fornleifafræðinámi Itér á landi aukist tnikið. ,,Bæði er heiltnikil stjórnsýsla í kringutn fornleifavernd og ýmislegt sem fornleifafræðingar gera annað en hreinar rannsóknir, t.d. störf á söfnutn og íferðaþjónustu. Þetta var brýtt þötf og ekki seinna vættna að byrja á þessu . ” Yfirlitsmynd yfir uppgraftarsvæðið í Reykholti. Hverttig hefur tekist til á þessufyrsta ári? „ Eg held að þetta hafi tekist mjög vel. Það hafa verið kringum 20 manns sem hafa setið í námskeiðunum á B.A. stiginu og átta mastersnemar eru skráðir. Það er talsvert meira en menn áttu von á. Það er gaman að bytja á einhvetju svona nýju. Okkur kennurunum finnst skemmtilegt að móta þetta og ég hugsa að það smiti til nemendanna. Þau skynja það alveg að þau eru að taka þátt í því að btáa til nýja námsbraut og ég hef ekki orðið var við annað en að menn séu hæstánægðir með þetta allt saman.“ Nú eru allir íslettskirfornleifafrœðingar menntaðir í erlendum háskólum. Hvað tnun breytast við það að ný kynslóðfornleifafræðittga verði menntuð hér á landi? „Fram að þessu hafa menn þurft að læra erlendis, sem að mörgu leyti er kostur, vegna þess að það þýðir að íslenskir fornleifafræðingar hafa tiltölulega víðan grunn og eru margir í góðum tengslum við fræðilega umræðu sem á sér stað erlendis. Það er hætta á því að þegar tekin er upp kennsla hér heima að þau tengsl rofni. Eg vona samt að svo verði ekki. Það er undir mér og öðrum sem kennum þetta komið að halda þeim. Kosturinn er sá að við getum þjálfað fólk hér í íslenskri fomleifaffæði og þá verður leiðin styttri. Okosturinn við það að fomleifafræðingar hafa hingað til þurft að sækja menntun sína erlendis hefur verið að þeir hafa ekki haft neina ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.