Sagnir - 01.06.2003, Page 89

Sagnir - 01.06.2003, Page 89
♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Söguþing Vorið 2002 var íslenskt söguþing haldið í annað sinn. Þrátt fyrir takmarkaða reynslu mína af slíkum viðburðum var ég ein af þeirn sagnfræðinemum sem sótti það og líkaði vel. Söguþingið stóð frá fostudegi til sunnudags og og var dagskráin uppfuO afspennandi viðburðum bæði félagslegs og fræðilegs efnis. Það kom fljótt í ljós að fyrsta söguþingið, sem hafði verið haldið 1997, var fólki í fersku minni. Ekki eingöngu vegna þess að það hafði heppnast vel heldur líka vegna þess að heiðursgesturinn, sagnffæðingurinn Arthur Marwick virtist hafa komið bæði aðstandendum og gestum verulega á óvart. Eftir að hafa setið og hlustað á lýsingar af þessu fannst mér ósköp leitt að hafa misst af þessu því sögumar af manninum voru ófaar. Samkvæmt þeim hafði Marwick verið svo vel við skál frá því hann steig fæti á íslenska gmnd að fólk vissi varla hvort það átti að hlæja eða gráta. Drakk eins og svampur var fjölþreifinn og móðgaði flesta sem á vegi hans urðu. Lúmskt vonaðist ég eftir því að álíka karakter slæddist inná þetta Söguþing en svo varð ekki, allt fór fram á hóflegum og mátulega virðulegum nótum. En dagskráin sveik mig ekki. Af þeim málstofum sem ég náði að sækja má nefna „Tengslanet: Kenningar og aðferðir“ þar sem meðal annars var sýnt fram á hversu lítið embættismannasamfélagið var hér á sautjándu og átjándu öld og að hagsmunir þeirra sem mest máttu sín sköruðust nær alltaf þess vegna. I málstofimni „Minni og vald“ var fjallað um þessi tvö hugtök og þeim beitt á óhk tímabil í Islandssögunni en að fýrirlestrinum loknum kom í ljós að ekki voru allir á eitt sáttir um notkun hugtaksins „minni“ sem sumu í salnum þótti helst til loðið til að nota í sagnfræði. Þá var líka málstofa um heimilda-útgáfur feykivel sótt og sitt sýndist hveijum um tilhögun slíkra útgáfa, án þess að ég fari nánar út í það hér. Þar að auki sá ég hluta af öðrum málstofum en náði ekki að sjá þær í heild sinni, „Hagrænar forsendur trúarbragða" kom mjög á óvart og sá hluti sem ég sat var afbragð. Auðvitað er enn ónefndur sá urmull af málstofum og sjálfstæðum fýrirlestrum sem ég missti af en mér skildist á öðrum að margt hefði verið vel tímans virði. Einn helsti kosturinn við að mæta á ráðstefnur eins og söguþing er sá að maður fær að heyra umræðumar sem verða um fýrirlestrana, þær koma aldrei út á prenti en vegna þess hversu hvatvíslegar þær geta orðið gefa þær oft jafnmikinn skilning á því efni sem verið var að fjalla um og fyrirlestrarnir sjálfir. Annar kostur er svo að maður umgengst fólk(kennara) í öðra og fijálslegra umhverfi en venjulega, utan samhengis kennslustofunnar, sem maður er vanur. Þóra Fjeldsted Þóra Fjeldsted ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.