Sagnir - 01.06.2003, Side 93

Sagnir - 01.06.2003, Side 93
SAGNFRÆÐI OG LISTIR að sögulegar skáldsögur hafi verið í miklu uppáhaldi hjá mér á táningsárunum og örugglega haft sín áhrif á það að ég gerðist sagnfræðingur. Sá fimmti, Siguijón Baldur Hafsteinsson, skrifar um kvikmyndir og telur, sennilega réttilega, að „Islendingar búa við það sérkennilega ástand að kvikmyndalistin sé vart talin til listgreina”. Engin almennileg kvikmyndagagnrýni er til í dagblöðunum og þar er ég sammála. Nú bíðum við eftir hinni frelsandi kvikmyndasagnrýni sem Páll formaður Sagnfræðingafélagsins og ritstjóri Sögu hefur boðað. I tengslum við umfjöllunina um listir er rétt að gefa gaum að þeim hvatningarorðum sem koma fram. Ungu fræðimennirnir vilja hvetja til rannsókna í listum. Olafur Engilbertsson ritar urn nauðsyn þess að stofna leikminjasafn ogjón Viðar Jónsson vill reisa safn um leiklistarsögu. Þetta eigi að verða rannsóknamiðstöðvar sem hvetja til rannsókna, Jón Viðar vill ennfremur koma á kennslu í leikmyndhst við Háskóla Islands. Ef að núverandi skorarformaður bókmenntafræði og málvísindaskorar fær að ráða er þess ekki langt að bíða. ♦ ♦ Lokaorð ♦ ♦ Það var vel til fundið hjá ritstjóm 22. árgangs Sagtia að fa myndlistarmanninn Agúst Bjamason til að myndskreyta grein Guðnýjar um móðurást á 18. öld. Framtíðarritstjórar Sagna mættu jafnvel taka þetta til fyrirmyndar (sbr. Skírnir), einkum þegar þarf að myndskreyta greinar þar sem ekkert nothæft finnst í kistum þjóðarinnar. Sagnir er verk nemenda en ekki kennara. Aldrei hafa nemendur mínir beðið mig að lesa yfir greinar í tímaritið. Sömu sögu segja flestir kollegar minir. Nemendur ritrýna greinar hvors annars og sinna því vel. Nokkrar vinsamlegar ábendingar vO ég því leyfa mér að gefa nemendum. Tilvísanakerfið er ekki alveg samræmt. Legg ég til að ritstjórar framtíðarinnar taki upp kerfið sem við Guðmundur Jónsson hönnuðum fyrir Sögu á sínum tíma. Best að verðandi sagnfræðingar læri það strax! Prentvillupúkinn kom sjaldan í heimsókn. Það finnast smáhnökrar sem allir ritstjórar þekkja - t.d. vandinn við að skipta erlendum orðum milli lína. Kápa ritsins með öllum litlu myndunum finnst mér falleg. Hins vegar er mikið af smáum myndum í sjálfu ritinu sem hreinlega njóta sín ekki. Eg hefði frekar kosið að hver grein hefði fengið að minnsta kosti eina mynd í myndarlegri stærð. Leturstærðin er of lítil fyrir minn smekk (en ég er farin að eldast). Eg verð að segja að eftir að hafa rýnt í þessar greinar þá er ég á því að okkur kennurum hafi bara tekist nokkuð vel upp með að koma fræðunum til skila. Hér eru margir efnilegir ungir sagnfræðingar að skrifa sínar fýrstu tímaritsgreinar. Sagnfiæðileg vinnubrögð hafa lærst. Frumheimildir eru í fýrirrúmi. Nemendur eru duglegir að draga ályktanir og meira að segja að leggja dóm á gerðir fólks í fortíðinni sem þroskaðri sagnfræðingar hika oft við. (Dæmi: Sif: „Baráttuþrekið hafði hann [ Jón Leifs] til að bera en herkænskuna ekki.“ s. 82; Viðar: Áht Winifred Wagners á Hitler „er skiljanleg[tj en óréttlætanleg[t]“ s. 28) Þetta er alls ekki neikvætt. Tilvitnanir hafa verið valdar af alúð og krydda vel textann. Ekki skemmir að hafa þær sem eru á dönsku og ensku á frummáhnu eins og Valgerður og Guðmundur gera, en Þorláki finnst vissara að þýða þýskuna, sem er sennilega rétt miðað við málakunnáttu í dag. Ungu fræðimennimir á sviði 18. aldar og fýrri hluta 19. aldar hafa þurft að leggja á sig ómælda vinnu við að rýna í erfiða fljótaskrift þeirra tíma. Ljóst er að 22. árgangur Sagna hefur krafist óhemju mikillar vinnu af ritstjóm. Það gleður mig sem kennara hversu vel nemendur skrifa fræðilegar greinar og þær em jafnframt í langflestum tilvikna bráðskemmtilegar. Sagnfræði er ekki leiðinleg. Það vitum við sem stundum hana. Eg óska ritstjóra og ritstjórn, höfundum og sagnfræðinemum fýrr og síðar til hamingju með það glæsilega rit sem Sagnir hefur lengi verið. Sif Sigmarsdóttir skrifar í sínu spjalli: „Eg leyfi mér að vona að það sýnishorn greina sem hér birtist beri þess vitni að nemendur sagnfræðiskorar Háskóla Islands leggja sitt af mörkum til að Háskóli Islands rísi undir nafni.“ Hún á þar við að háskóli okkar sé universitas í alþjóðlegri merkingu þess orðs. Eg fullyrði að svo sé. ♦ ♦ ♦ Árbæjarsafn - Minjasafn Reykjavíkur. Fjölbreytt dagskrá í allt sumar ma. ný sýning: Dagur í lífi Reykvíkinga. Sjötti áratugurinn. Sýningin er gerð af sagnfræðinemum undir stjórn Eggerts Þórs Bernharðssonar í samvinnu við Árbæjarsafn. SAGNIR 91

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.