Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 6

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 6
92 HELGAFELL sterkan þingineirihluta, beygði sig fyrir vantrausti forystulauss og ráðvillts Al- þýðusambandsþings og sagði af sér. Þarna sannaðist áþreifanlega, hver hætta er á, að þingræðið verði áður en langt líður hreint formsatriði. Raunverulegt úrslita- vald um málefni þjóðarinnar og stefnu í þeim málum, sem mest varða afkomu al- mennings, hefur þegar færzt að miklu leyti í hendur annarra aðila. Fásinna væri að kenna vinstri stjórninni einni um það, að svona er komið. Þótt sjúkdómseinkennin hafi aldrei verið eins glögg og í stjórnartíð hennar, á meinið sér þó dýpri rætur. í rauninni var það mál- efnaleg undirstaða stjórnarsamtarfsinss, að ekki væri hægt að koma fram þeim mál- um, sem væru grundvöllur að stefnu hverr- ar sterkrar ríkisstjórnar, nema með sam- þykki og í samvinnu við hin öflugu sam- tök verkalýðs og bænda. Því var haldið fram, að samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefði aldrei getað leyst vandann, þrátt fyrir sterkan meiri- hluta á þingi og meðal kjósenda, vegna þess að á móti þeim stæðu hin öflugu hags- munasamtök verkalýðsins. Nú hefur tilraunin til að stjórna með full- tingi vinnustéttanna verið gerð, og hún hefur endað með ósköpum. Stjórninni tókst aldrei að fá umboð frá hagsmunasamtökun- um til að gera það, sem hún og sérfræð- ingar hennar töldu nauðsynlegt. Sá ágrein- ingur, sem varð henni að lokum að falli, var fyrir hendi frá upphafi. Ástæðan fyrir því, að hann varð ekki til stjórnarslita miklu fyrr, var sú ein, að ríkisstjórnin þrá- aðist við að horfast í augu við raunveru- leikann og forðaðist í lengstu lög að láta skerast í odda. Þessi málalok eru ekki undarleg. Hags- munasamtök eru sérstaklega illa til þess fallin að taka á sig ábyrgð erfiðra ákvarð- ana í efnahagsmálum, sem hljóta að hafa meiri eða minni áhrif á hag félaga þeirra. Bresti forystu af hálfu Alþingis og ríkis- stjórnar, er sízt að vænta, að merkið verði upp tekið af þeim. Ofríki hagsmunasamtaka er einkenni stjórnamálaástands flestra nútíma- lýðræðisríkja. Leitun mun þó að eins veiku ríkisvaldi og hér á landi. Ein meginorsök þessa ástands er vafa- laust sú, að Alþingi er löngu hætt að sýna rétta mynd af vilja þjóðarinnar og getur því ekki talað fyrir hönd þeirra afla, sem sterkust eru í raun og veru. Meginhluti þings eru fulltrúar dreifbýlisins og hinna fámennari kjördæma, en helzta áhugamál þeirra virðist vera að halda liylli kjósenda sinna með margháttaðri fyrirgreiðslu og styrkjum. Hins vegar hafa fjölmennustu byggðarlögin, sem raunverulega eru þunga- miðja þjóðfélagsins, svo fáa fulltrúa, að þau verða að knýja fram viðurkenningu hagsmuna sinna með því að beita fyrir sig hinum stóru hagsmunasamtökum launþega og atvinnurekenda. Þannig hefur myndazt togstreita milli dreifbýiisisvaldsins á þingi annars vegar og hinna öflugu hagsmuna- samtaka hins vegar, en á milli þeirra hefur ríkisstjórnin setið og getað í hvorugan fót- inn stigið. Það er orðið nægilega ljóst af reynslu undanfarinna ára, að Alþingi, sem ekki er sæmilega réttur spegill af styrkleika þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.