Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 68

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 68
Bókamagn á þessu ári mun enn hafa verið mjög svipað og nokkur undanfarin ár, eitthvað um 200 nýjar bækur. Langflestar þeirra komu út í nóvember og desember eins og venja er, enda þótt meiri viðleitni verði vart en áður hjá einstöku útgefenda að dreifa bókunum jafnar á árið. Sá ljóður fylgir auk annarra hinni miklu jólaútgáfu, að eng- inn kostur er að lesa hverja bók um leið og hún kemur út, og því er hætt við að allmikið af hinum viðamiklu jólabókum verði undir öðru í önnum dagsins og gleymist, þrátt fyrir óþreytandi vilja Is- lendinga að eignast bækur fyrir jólin. Ég mun að þessu sinni minnast lauslega hér í dálkunum á ýmsar þær nýjar bækur, sem mér lék mest forvitni á að kynnast og auðnaðist að lesa fyrir jólin, enda þótt ekki sé kostur þess nú að skrifa um þær heilsteypta ritdóma eða rekja efni þeirra að ráði. Verður þetta yfirlit þvi að mestu leyti persónulegar athugasemdir án langdregins rökstuðnings. Hins vegar væntir Helgafell þess að geta smám saman birt ýtarlegri rit- dóma um ýmsar þessar bækur og aðrar sem kunna að vera jafn- merkar þeim eða merkari, enda þótt ekki ynnist tíma til að gera þeim skil nú í iniðju bókaflóðinu. En jafnvel sá, sem aðeins hefir átt kost á að bragða á helztu tegundum íslenzkra bóka á árinu, ldýtur að mynda sér, viljandi eða óviljandi, einhvers konar heildar- skoðun á þeim. Ég verð að játa, að ég fann fátt, sem mér virtist benda á mikla grósku í íslenzkum bókmenntum, fremur en raunar undanfarin ár og enn síður margt, sem sannfærði mig um, að ís- lenzkar bókmenntir stæðu í dag eins sterkum rótum og við viljum gjarnan trúa. Mér hefir einmitt virzt ýmislegt benda til nokkuð óhugnanlegrar útþynningarstefnu í íslenzkum bókmenntum síðari árin. Og mér er ekki grunlaust um, að ástæðuna sé að finna í eins konar næringaefnaskorti í andlegu lífi okkar og bókmenntalegri hefð, þrátt fyrir hin mörgu og merkilegu afrek íslendinga í bókmenntum á síðari öldum eigi síður en í fornöld. Við eigum í dag einkum tvenns konar lifandi hefð: Ljóðræna hefð og frásagnarhefð, en okkur skortir Frá íslenzkri bókaútgáfu 1958
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.