Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 7

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 7
FORSPJALL 93 afla, sem takast á um skiptingu þjóðar- teknanna og stefnuna í efnahagsmálum, getur aldrei tryggt þjóðfélaginu styrka og heilbrigða stjórn. Reyni minni hluti þjóð- arinnar að draga til sín sérstök fríðindi fyrir atbeina óeðlilegs þingstyrks, mætir hann fljótt andstöðu annarra sterkari afla utan þings. Hætt er þá við, að reynt verði að gera báðum til geðs og boginn spenntur meira en hann þolir, en þannig fór, þegar dreifbýlisþingstyrkur Framsóknar freistaði með myndun vinstri stjórnarinnar að gera helmingafélag við verkalýðshreyfinguna í bæjunum. Ef ráða á bót á þessu meini, verður hið fyrsta að gera breytingar á kjördæmaskip- un landsins, til þess að styrkja á ný vald ríkisstjórnar og Alþingis. Atburðir síðustu ára, hræðslubandalagið, vanmáttur vinstri stjórnarinnar og niðurlæging Alþingis, hafa loks skapað pólitískar aðstæður, sem gera það unnt, að leita viðunandi lausnar á þessu vandamáli. Kosningakerfið er einn af hornsteinum stjórnkerfis hvers lýðræðisríkis. Miklu varðar því fyrir framtíð þjóðarinn- ar, að endurskoðun kjördæmaskipunarinn- ar takist giftusamlega til, svo að um hana þurfi ekki að vera sífelldar deilur í fram- tíðinni, fremur en aðra þætti stjórnkerfis- ins. Að vísu er eðli málsins samkvæmt ekki þess að vænta, að breytingu kjördæma- skipunarinnar verði komið fram án hat- ramlegra pólitískra átaka. Til þess snertir það of náið hagsmuni byggðarlaga, flokka og einstakra þingmanna. Vegna þess, að búast. má við óvæginni andstöðu, er enn meiri nauðsyn, að þeir flokkar, sem að breytingunni ætla að standa, sýni stillingu og hófsemi. Enn er lítið vitað, hverjar fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar eru í kjördæmamálinu, að öðru leyti en því, að hún mun vilja láta skipta, landinu í nokkur stór kjördæmi, og hafa auk þess uppbótarþingmenn. Um af- stöðu Sjálfstæðismanna, sem styðja munu ríkisstjórnina í þessu máli, eru helztu heim- ildir upplýsingar Tímans, þar sem sagt er, að tilgangurinn sé að skipta landinu í átta stór kjördæmi. Þessar tillögur benda ekki til þess að fara eigi svo geyst, að af þurf'i að hljótast langvarandi illdeilur og hatur milli flokka. Þvert á móti er það ókostur tillagna Sjálfstæðismanna, eins og þær eru birtar í fyrrgreindri heimild, að of mikið tillit virðist tekið til núverandi þingmanna- fjölda í einstökum landshlutum, svo að kjósendafjöldi á þingmann í einstökum kjördæmum verður eftir sem áður mjög misjafn. Tvímælalaust er, að skipting landsins í fáein stór kjördæmi með hlutfallskosning- um er eina leiðin, sem nú er fær til lausnar þessu vandamáli. Skipting landsins í ein- tóm einmenningskjördæmi væri vafalaust miklu líklegri til að tryggja sterka meiri- hlutastjórn, og hún mundi stuðla að mynd- un tveggja flokka kerfis. Hins vegar hafa einmenningskjördæmi, sem eru eins lítil og þau hljóta að vera hér á landi, marga ókosti. Reynslan sýnir, að þau hafa í för með sér óhóflegt kjósendadekur og hreppa- pólitík á Alþingi. Það sem úrslitum veldur er þó hitt, að engin líkindi eru til, að minni flokkarnir fáist nokkurn tíma til að sam- þykkja kjördæmaskipun, sem hlýtur að þurrka þá út eða neyða þá til að sameinast öðrum flokkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.