Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 22

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 22
108 HELGAFELL Önnur afleiðing verðþenslu og óraunkæfr- ar gengisskráningar er sú, að fljótlega verð- ur ómögulegt að greiða kostnaðinn við framleiðslu til útflutnings, ef útflytjandinn fær ekki nema hið skráða gengi fyrir varn- ing sinn. Þá kemur styrkjafarganið, — hin didbúna gengislœkkun. Það er óþarfi að öfunda nokkurn mann af útflutningsstyrkjunum. Meðan verð- bólgan fær að leika lausum hala og ráðandi menn fást ekki til þess að leiðrétta gengis- skráninguna. er óhjákvæmilegt að greiða þessa svokölluðu útflutningsstyrki. En það leiðir til óheillavænlegra afleið- inga, þegar menn neita að kalla hlutina sínutíi réttu nöfnum. Það er eins og lög- gjafanum hafi tekizt að telja sjálfum sér trú um, að þetta fyrirbæri væri raunveru- legir styrkir. Því var um hríð tekin sú stefria að styrkja útflutninginn þeim mun meira sem hann gaf þjóðarbúinu minna í aðra hönd af gjaldeyri, og er þetta tíma- bil kennt við Framsóknarýsuna. Menn hafa það fyrir satt, að við undir- búning bjargráðanna svokölluðu í vor sem leið hafi hagfræðingar ríkisstjórnarinnar reynt. eftir megni að fá hana ofan af þessu sjónarmiði. Þeim varð nokkuð ágengt að þessu leyti, því að bjargráðakerfið er ekki eins flókið og Framsóknarýsukerfið, en þó lifir sá mæti fiskur enn góðu lífi. Má nefna þess mörg dæmi, en ég læt eitt nægja. Síldarútvegsnefnd selur alla saltsíld fyrir hönd verkunarstöðvanna. I samningi við Sovétríkin er verð á síld veiddri fyrir Norð- ur- og Austurlandi á sumarvertíð ákveðið 18 shillingum (eftir skráðu gengi sem næst 40 krónum) hærra en fyrir Faxasíld. Það sýnist því liggja í augum uppi, að það væri betri eign að eiga nokkrar tunnur af Norð- urlandssíld en sama magn af Faxasíld. En viti menn: Þegar nefndin gerir upp við saltendurna, fá þeir meira, sem minni gjaldeyrís öfluðu, — ég held það muni eitthvað 15 krónum á tunnu, sem verð- minni síldin færir útvegsbóndanum í búið fram yfir hina verðmætari. Ég er ekki að halda því fram, að fram- leiðendur Faxasíldar séu ofsælir af sínum styrkjum, né að rangt hafi verið að hækka verðbætur Faxasíldarinnar úr 70% í 80% eins og gert var, þegar kom fram á hausf- vertíð. Hinu hverf ég ekki frá, að ekki sé til snefill af rökum fyrir því að setja sumar- síldina frá miðunum norðanlands og aust- an á óæðri bekk og greiða aðeins 55% verðbætur fyrir afurðir unnar úr henni. Ég nefni þetta eina dæmi, því að mér virðist það mjög ljóst, en af nógu öðru er að taka. Allt ber að einum brunni uin meinið, sem uppræta þarf: stjórnarvöldin eru að færa atvinnuvegina í einhvern van- skapnaðar-stakk, svo að þeir fá ekki notið þess þroska, sem þeir hlytu að öðlast í baráttunni við eðlilega verðmyndun. Hvort er þyngra eitt pund af blýi eða eitt pund af dún? spurði kerlingin, og var á sínum tíma lilegið að því, að svarið stóð í henni. En fyrir þá sem lengi dveíjast í völundarlnisi framleiðslustyrkjanna fara slíkar spurningar að verða eðlilegt við- fangsefni, og svari nú hver fyrir sig. ★ Ég hefi taiað um útflutningsstyrkina sem dulbúna gengislækkun. Dulbúin viður- kenning á gengislœkkun hefði þó verið öllu nákvæmara orðalag, því að mikil lækkun frá skráðu gengi íslenzkra peninga hafði þegar átt sér stað, áður en „bjargráðin“ voru lögleidd í fyrra. En hvaða gengislækk- un var þá viðurkennd og lögfest með þeim? Með einkennilegu samblandi af óljósri hugsun og klókindum í því að fela hefir löggjafanum tekizt að gera svarið við þessu mjög umdeilanlegt. „Yfirfærslugjaldið“, sem bönkunum er gert að innheimta við sölu á erlendum gjaldeyri, er oftast 55%, en stundum ekki nema 30%. Er svarið þá það, að komið hafi verið á tvöföldu gengi, í samræmi við þetta, — eða raunar íerföldu, því að í við- skiptum við varnarliðið (og líklega örfáum tilfellum öðrum) fara greiðslur fram eftir skráðu gengi, og fyrir „ferðagjaldeyri“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.