Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 63

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 63
AÐ VELJA SÉR FÉLAGA 149 verið auðveld bráð öllura öfgamönnum. Enn getur hann verið Jesús Kristur, sem leggur sér á herðar þungann af syndum annarra; og hann getur einnig verið Barrabas, fyrirlitlegur, einráður Barrabas, sem treður undir fótum sér allt það, sem er mannlegast í eðli mannsins. Hvort heldur sem er, þá er hann eigi að síður aðalpersónan á leiksviði heimsins. Hann er deus ex machina í pólitík nútímans. Það er fjarstæða að láta sér detta í hug, að hægt sé að afmá þessa staðrevnd, eða að nokkurt iýðræði geti lifað og dafnað lengi, ef það er stutt af lögregludómstólum, sem beint er gegn andstöðu verkalýðsstéttarinnar. Hið mikilvæga hlutverk verkamanna í fram- leiðslukerfi hvers lands, fjöldi þeirra, félags- leg samstaða þeirra og skvldleiki — allt þetta samanlagt veitir þeim úrslitavaldið í stjórn- málum hvers einasta lands. Ekkert þjóðfélags- afl er jafn voldugt. Á því byggist frelsi mann- kynsins og mikið meira. En þar sem það er ekki lengur stéttarskiptingin, sem ræður, heldur samvizkan, þá erum við komnir aftur að upphafinu. Maður þarf ekki annað en líta í kring um sig til þess að sjá, hvernig samvizkan hefur verið leikin. Níhilisminn hefur breiðzt út frá yfirstéttunum og þröngvað sér inn í hvern afkima þjóðfélagsins: farsóttin hefur heldur ekki hlíft borgarhverfum verkalýðsins. Nú er hin níhilíska dýrkun valds og velgengni orðin útbreidd og almenn. Og hin mjög svo útbreidda dyggð, sem ávallt kennir söguna við þann málstaðinn, er sigrar, þetta viður- stvggilega hugleysi, sem rekur svo margan menntamanninn út í kommúnisma eða fylgi við McCarthy — þetta er einnig níhilismi. Hafa hinir dauðu og þeir, sem minnimáttar eru, þá ávallt á röngu að standa? Hafði Mazzini á röngu að standa? Hafði Trotsky á röngu að standa aðeins sökum þess, að hann beið ósigur? Höfðu þeir Gobetti og Matteotti rangt fyrir sér? Og hóf Gramsci að liafa rétt f.vrir sér, fyrst að liðnum aprílmánuði 1945? Hættir hann að hafa rétt fyrir sér, ef styrk- leiki flokks lians dvínar? Og er óttinn við vetnissprengjuna því ótti þeirra, sem sterkari eru, vegna þess, að þeir hafa rétt fyrir sér og málstaður þeirra er því meira sannfærandi en hinna? Hin mjög svo útbreidda kennd persónulegs öryggisleysis, sem á okkar tímum á rætur sínar að rekja til efnahagslegs hættuástands ásamt óboðnum afskiptum ríkisvaldsins og stjórnmálanna af öllum greinum mannlegra athafna, svarar til angistarfullrar leitar ein- staklingsins að einhverju öryggi og vernd í einum eða öðrum pólitískum flokki fjöldans. En vel á minnzt, þetta útilokar á engan hátt, að þeir, sem þykjast styðja einn flokkinn, leiki tveim skjöldum og séu einnig í tygjum við andstöðuflokkinn, sem gæti farið með sig- ur af hólmi á morgun. Ef gagnrýni á hug- sjónastefnunni og barátta, sem byggist á sið- ferðilegum grundvelli, getur ekki haggað þéttri samstöðu þessarra flokka fjöldans, ef meirihluti meðlimanna daufheyrist eftir sem áður, þá cr það einmitt af sömu orsökinni: þeir, sem gerast meðlimir slíkra stjórnmála- flokka fjöldans af innri hugsjónakennd, eru mjög fáir talsins. Og við tækifærisstefnu ein- staklinganna, sem einblína á eigið öryggi og fjölskyldna sinna, bætist svo ofbeldis- og of- ríkishneigð allra heildarsamtaka. I hreinskilni sagt, þá get ég ekki munað eftir einum ein- ustu samtökum, sem nú eru starfandi og telj- ast mega ósnortin af holdsveiki níhilismans. Svo virðist sem fjöldasambýli nútíma borgar- félags skapi hagkvæmasta hitastigið til út- ungunar á sóttkveikjum hans. Mannleg heimska er svo tilbreytingarlaus. Þessi ban- væna þróun er ávallt sú sama: sérhver hópur cða stofnun rís upp til varnar einhverri hug- sjón, sem hún kennir sig brátt við og síðan tekur með öllu við af henni, en síðan lýsa þessi samtök því yfir, að hagsmunir þeirra séu öllu öðru æðri. „Hver sá, sem skaðar flokkinn, hann er í andstöðu við sög- una.“ Meðlimir þessarra samtaka láta þessa þróun ekkert á sig fá, því í raun réttri þjónar hún tilgangi þeirra. Kostirnir eru hreint ekki svo litlir, sökum þess að þeir eru algjörlega lausir við alla persónuiega ábyrgð. Ef svo hörmulega skyldi vilja til, að einhver færi að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.