Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 58

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 58
144 HELGAFELL voru í skoðunum sínum, nokkurn tíma hafa blekkt sjálfa sig svo, að þeir tryðu því að pólitísk kúgun í einhverri mynd gæti nokkru sinni útrýmt níhilismanum? Fasism- inn í öllum sínum myndum þýddi þvert á móti það, að níhilisminn væri aftur setztur að völdum. Stofnun einræðisins efldi hin gömlu tæki kúgunar og nauðungar, og skap- aði enn önnur, en hún fæddi ekki af sér nýtt siðferðislögmál, langt því frá, því einræðið skapaði andrúmsloft ótta og undirgefni, og ýfði þar með og jók á hina almennu hnign- un. Þegar einræðið hrundi svo aftur af veldis- stóli sínum stóðu undirstöður níhilismans enn óhreyfðar, þær lágu grafnar djúpt í vitund og samvizku þjóðanna. Þar með erum við raunverulega komnir aftur á sama stað, nema hvað við njótum nú á ný frelsis til þess að ræða siðferðilegt ástand mannsins án þess að vera nauðbeygðir til þess að beygja okkur fyrir falskri bjartsýni, því yfirdrepsskapur hefur ekki talizt til dyggða í lýðræðisþjóðfélagi. Pólitískar valdsstjórnir koma og fara, en slæmir siðir sitja sem fastast. Erfiðleikarnir, sem við er að etja, eru fyrst og fremst þessir: níhilisminn er ekki hugsjón, það er ekki held- ur hægt að lögfcsta hann. Hann verður ekki gerður að kennslugrein í skólum landsins; hann er sjúkleiki andans, og þeir einir, sem eru ónæmir fyrir honum eða hafa fengið fulla bót þessa meins, eru færir um að skýra sjúkdóminn til fulls. Flestir eru samt með öllu sljóir fyrir áhrifum hans, þar sem þeir líta svo á, að hann svari til mjög eðlilegs tilveruástands. „Þannig liefur þetta alltaf ver- ið; þannig mun þetta alltaf verða.“ Við þekkjum öll þá mynd, sem bókmenntir tímabilsins, er fylgdi í kjölfar ritverka Nietz- ches og existensíalistanna hafa dregið af þeim vanda, sem nútímamaðurinn er staddur í. Henni mætti lýsa í fáum dráttum þannig: Allt samband millum tilveru og lífs mannsins hefur verið rofið; tilveran hefur enga merk- ingu fram yfir sjálfa sig; það sem er mann- legt getur ekki verið annað og meira en lífs- orkan ein. Áður en ég ræði frekar um það hverjum augum ég lít hið tímabundna og fallvalta eðli þessarar lýsingar, þá hlýt ég að viðurkenna að mér finnst hún í sumu til- liti vera lofsverð. Eg lít svo á að einlægni sé alltaf aðdáunarverð, einkum ef hún krefst nokkurs áræðis, því án einlægninnar getur hvorki siðferði né listir verið til. Og það sem meira er, þá sé ég sem rithöfundur enga aðra leið til þess að koma manninum í skiln- ing um þau vandamál, er reynast honum hál og hulin, til þess að sýna honum aðra og sannari mynd af sjálfum sér cn þá, er hann sér fyrir sér í speglinum dagsdaglega, nema ef vera kynni frelsið til listsköpunar. En samt sem áður geta bókmenntirnar aldrei öðlazt fastan samastað við ])ær aðstæður, sem níhilisminn skapar þeim, og eina leið þeirra til undankomu er að kanna allt svið þessa ástands af fullkomnu hugrekki. Hver sá, sem tekur sér slíkt fyrir hendur af algjörum and- legum heiðarleik og óspilltu hjarta, ætti fyrr eða síðar að komast að endamörkum þessa ástands. Þegar svo er komið, þá mun fyrir hann koma eitt af tvennu: annaðhvort sér hann koldimma gjá sjálfsmorðsins gína við fótum sér, eða liann finnur mannlegri tilveru aftur eitthvert gildi og tilgang. Þetta er eng- in óhlutlæg getgáta, heldur hreinn og klár sannleikur, sem ófáir menn hafa fundið. Dæmin um þetta eru langt frá því að vera ómarkverð. Ég mun þó aðeins minnast á tvö þeirra hér: bókmenntaferil Ernst Júngers og Alberts Camus. Hinn þýzki rithöfundur kornst að yztu takmörkuni níhilisma síns í hinni frægu bók sinni Der Arbeiter (Verka- maðurinn). Með þessari lýsingu sinni á nýrri tegund öreiga, sem sneyddur er öllum per- sónuleika, sem hefur hvorki lijarta, sál eða heila — lifandi, vélrænn gervimaður — skap- ar hann aðalþátttakandann í þeirri ummynd- un og róti, sem þjóðfélag nútímans verður nú að þola. Æðsta frelsi þessarar vélrænu mann- veru er í því fólgið að fá á algjörlega vél- rænan liátt að taka þátt í þeim borgarastyrj- öldum og heimsvaldastyrjöldum, sem við þegar höfum hrundið af stað og drottna munu yfir heiminum næstu aldir. „Að fórna sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.