Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 27

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 27
BÓKMENNTANÁM 113 þessa mánuði í New York, að Mulberry væri miklu fínni staður fyrir listamenn heldur en Greenwich Village sjálf í þröngri merkingu, meðal annars vegna þess, að í Mulberry væru færri listamenn. Þetta var í sjálfu sér ómerkileg athugasemd og einhvern veginn fölsk, en Sally greip í hana dauða- haldi, af því að hún fann í lienni ofurlitla handfestu á persónu mannsins, og hún sleppti henni aldrei. Þessi maður var snobb, hverfull og óútreiknanlegur snobb, meiri snobb, en hún hafði nokkru sinni fyrir hitt. A næstu vikum átti hún eftir að safna auðkennum á manninum, eins og fornfræðingur, sem grefur upp á stangli bein og bein úr einhverju kynja- dýri. En því fleiri drættir, sem bættust í mynd mannsins um sinn, því óskýrari varð hún í vitund Sally Adair, unz hún vitraðist henni í leiftri eitt kvöld seint í október. Þetta kvöld gisti Sally Adair hjá Tom Van Buren uppi á Washington Square. Og með því bvrjaði hún nýja skólagöngu í heimsbók- menntunum, sem breytti í þriðja sinn skoð- unum hennar á sannri list. Proust og Mann og Faulkner voru ekki lengur J)eir höfundar, sem hægt var að brydda upp á í góðum fé- lagsskap (nema Faulkner, ef maður átti fyrstu útgáfu af bókum hans fyrir 193.5). Það bar vott um heimalningssmekk að hafa lesið Heming- way, en Djuna Barnes og Celine eða Nathan- iel West voru gjaldgeng umtalsefni, hvar sem hún kom með Van Buren. En stolt elsk- liuga hennar var lítið abstrakt málverk eftir Attilio Salemme, scm hét Skáldið Dante Alig- hieri 1948, og henni lærðist smám saman að brydda upp á, svo að lítið bæri á, ef talið barst að málaralist. Gömul þjálfun í því að tala um list kom Sally í góðar þarfir, því að Van Buren leiddi hana inn í félags- skap, sem leyfði ókunnugum ekki önnur um- ræðuefni. Van Buren lagði ekki lag sitt við starfsbræður sína í Columbia, heldur lista- menn í Greenwich Village. Hann naut nokk- urs álits sem óprentað skáld, og sendi stöku sinnum kvæði til fágætra tímarita, sem gefin eru út i Chicago, Cincinnati, Albuquerque og ýmsum öðrum nafntoguðum athafnaborgum Ameríku, en fékk þau endursend jafnharðan, svo að þessi viðleitni hans var öfundlaus af vina hans hálfu. Hins vegar komst Sally fljótlega að raun um, að hann stundaði í hjá- verkum sínum atvinnu, í þágu bókmennt- anna, sem henni hafði fram til þessa verið ókunn, en gaf nokkuð í aðra hönd. Hann skrifaði sögur og orti ljóð undir nafni ann- arra manna, sem getið höfðu sér orð, en voru af einhverjum ástæðum forfallaðir öðru hverju eða höfðu týnt niður eðlisgáfu sinni. Iiitdraugur nefnist á ensku sá maður, sem gerist þannig staðgengill rithöfunda. Og nú líða fram stundir. Maður er nefndur Maxwell Bodcnheim Þeir, sem fylgjast með amerískum dagblöð- um kunna að minnast þess, að hann fannst myrtur ásamt konu sinni árið 1953 eða 4 í hótelherbergi við Bowery. Hann hafði skrifað nokkrar skáldsögur og ort fjölda kvæða, sem stundum má finna brot úr í safnritum. Boden- heim var hávaxinn, úfinn og renglulegur, með nærskorið, þungbúið andlitsfar, sem nú- orðið þykir einkenna skáld frá kreppuárun- um. Á þeim árum, sem hér greinir frá, ]>ótti hann frægasta farandsskáld í Greenwich Village, ef kenna má skáld við ferðalög milli bara í stað landshorna, þar sem minna er þéttbýli. Hann var ókrýndur konungur hverf- isins, og höll hans var, ef svo má til orða taka, hjá Joe the Portuguese, eða Portúgal- anum, eins og hann er nefndur í daglegu tali, en það er smáhótel við Fourth avenue. Sem konungur hafði hann meðal annars forgangs- rétt til kvenna í hverfinu, og einn daginn lagðist hann, að vitund vinar síns, Van Burens, með lagskonu hans á hóteli Portú- galans. Kalla má, að þetta væru síðustu afskipti Sally Adair af bókmenntum og listum, enda skemmst að bíða, að hún yrði laus allra mála, þó að bönd þau, sem tengdu hana við Van Buren rofnuðu fyrst af öðru tilefni. Urn kvöldið lék Van Buren á als oddi og bauð henni á Hótel Plaza, en þó að henni fyndist að vísu, að slík viðhöfn væri frekleg móðgun, eftir það, sem á undan var gengið, tókst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.