Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 17

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 17
MATTHÍAS JOHANNESSEN: Síðdegisstund í unnskiptingastofunni Laugardagur 6. desember, kl. 4—5.32. Ég hef verið að hugsa um það í allan dag, livernig stendur á því, að sumir menn eru fengnir til þess að sætta hjón. Ástæðan er su, að Ragnar Jónsson hringdi til mín í dag og sagði: — Elsku vinur, þú verður að af- saka, að ég skyldi ekki koma í gærkvöldi. Ég var að sætta hjón fram undir morgun. — Gerir ekkert, svaraði ég, en hvernig tókst? Eg hef ekki getað hætt að hugsa um þetta i allan dag. Einu sinni var ég fenginn til að sætta hjón. Mér leizt illa á blikuna og trúði ekki á, að það gæti tekizt. Ég vonaði jafnvel hálft í hvoru, að það mundi mistakast. Ég er að hugsa um hvers vegna. Var það vegna þess, að ég var sjálfur ástfanginn í konunni °g ætlaði að hremma hana, þar sem hún lá osjálfbjarga á vígvellinum eftir hjónabardag- unn? Eða var það vegna þess, að ég var svona mikill vinur vinar míns? Ég veit ekki, bvort heldur var, og sennilega f;e ég aldrei uð vita það. En ég var sannfærður um, að eitthvað hefðu þeir menn fram vfir aðra, sem fengnir væru til að sætta hjón. Virðing mín fyrir Ragnari í Smára hefur aldrei verið eins mikil og í dag. Þegar ég kom til Þórbergs, sótti þetta enn uijög á mig. Ég var því ekki fyrr seztur en ég sagði við skáldið: — Hvað mundir þú gera, ef þú værir beð- inn um að sætta hjón? — Ég mundi aldrei gera svoleiðis, sagði hann. Þeir eiga að sætta hjón, sem finna sig færa til þess. Þar með var málið útrætt og næsta mál á dagskrá tekið fyrir. Fjölkvæni? Jú, fjölkvæni er karlmönnum enn eigin- legra en einkvæni. Það ætti hver maður að eiga 12 konur, eina fyrir hvern mánuð ársins. — Yrðu þá engar framhjátökur? — Jú-jú, svaraði skáldið og brosti gleitt. Þær yrðu alvcg eins fyrir það. Pramhjátagelsi. Þeir hafa það svoleiðis sums staðar í Ind- landi, þar sem fólki kemur illa saman í þorpi eða byggðarlagi, að það hittist einu sinni á ári og ber þá þær svívirðingar hvert á annað, sem það hefur fóstrað í sér á árinu. Þcgar allir eru búnir að útausa sér nægilega, þá eru þeir sáttir. Og sambúðin gengur vel fram eftir næsta ári. Þetta væri kannski ráð til þess að sætta hjón, að sættarinn stillti svo til, að þau gætu rifizt vel og jafnvel flogizt á, og svo gæti hann byrjað sitt miskunnarverk. — Það er ekki hægt, svaraði ég. Ragnar á svo mikið af dýrum málverkum og mér er sagt hann cigi á annað þúsund hljómplötur. — Ja, ef það eru óperur, gerir það ekkert til, svaraði Þórbergur og hélt svo áfram: — Annars er það einkennilegt, hvað margt fólk á erfitt með að laga sig hvert eftir öðru. Það vill vera svo rismiklar jærsónur, að hvorug lætur undan fyrir hinni. Þegar ég mæti stórri persónu, reyni ég alltaf að vera lítil persóna til þess að stóra persónan hafi þá ánægju að verða ennþá stærri. Það er líka nokkuð algengur veikleiki í fari manna að slá sér upp á annars kostnað, verða stórir, þegar nokkrir eru viðstaddir, segja þá eitt- hvað vanvirðulegt um einn, gera hann hlægi- Iegan og horfa svo upp á hina og spyrja með augunum: Var þetta ekki helvíti sniðugt hjá mér? — Þetta er nokkuð algengt í fari manna. Annars er stór persóna aldrei stór. Hún dreg- ur sig í hlé og þegir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.