Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 65

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 65
AÐ VELJA SÉR FÉLAGA 151 og sjúkleikinn á sér stað á undan sjúkdóms- greiningunni. En hvaða spýtnabrak getur þá forðað manni frá drukknun í þessu ógn- þrungna siðferðislega skipbroti, sem nær um víða veröld? Innan um hugleiðingar Simones Weils sem safnað var saman og birtust undir heitinu La Pesanteur et la Gráce, má finna þetta óbeina svar, en gildi þess hlýtur að vcra hafið langt upp yfir alla pólitík: „Maður verður," segir hún, „jafnan að vera þess reiðu- búinn að skipta um skoðun og skipa sér í flokk með réttlætinu, þessum útlaga úr sveit- um sigurvegaranna." Við erum nú sannarlega komnir langt í burtu frá því einfalda dæmi, sem áður var nefnt, er einhver okkar gerði uppreisn gegn því umhverfi, sem hann átti við að búa, og gekk í lið með öreigunum. Oreigar heimsins eru ekki lengur sammála hver öðrum, það er innbyrðis ágreiningur meðal þeirra; þeir eru ekki lengur holdi klædd ímynd goðsagnar- kenndrar kennistefnu, og ef einhver fylgdi þeim í skilyrðislausri blindni, þá mvndi hann kannske lenda þar, sem hann sízt vildi vera. Til þess að geta dæmt mennina, er ekki lengur nóg að sjá, að þeir séu með sigg í lófum: maður verður að horfa í aiigu þeirra. Það er engin hætta á, að svipur Kains leyni sér. Skipum við okkur í flokk með þeim, sem hírast innan gaddavírsgirðinga þrælabúðanna, eða með fangavörðum þeirra? Við getum ekki lengur skorazt undan því að taka afstöðu til þeirra áleitnu spurningar, því böðlarnir sjálfir eru að þröngva okkur til þess. Þcir spyrja ógnandi röddu: „Ert þú með okkur eða móti?“ Við verðum að nefna hlutina sínu rétta nafni. Ekki förum við að fórna hinum fátæku fyrir málstað frelsisins, eða fórna frelsinu þeim fátæku, eða öllu heldur skriffinnunum, vald- ræningjunum, sem ríða á herðum fátækling- anna. Það skiptir hvern mann persónulega drengskap og æru að halda tryggð við þá, sem ofsóttir eru fyrir ást sína á frelsi og rétt- læti. Þessi tryggð er þó betri regla en nokkur óhlutstæð (abstrakt) kenning eða formúla. Á þeim tímum, sem við nú lifum, er hún raun- verulega sá hornsteinn, sem allt hvflir á. Af frainansögðu ætti okkur að vera það fullljóst, hvers vegna húmanisminn hefur sáralitla, almenna þýðingu fyrir okkur, hvort sem hann birtist í bókmenntum eða heim- speki. Kannske dagar hans komi á nýjan leik, en eins og er stöndum við mjög fjarri þeirri ró og því jafnvægi, sem hann túlkar. Okkur virðist sem sú sjálfsánægja mannsins, sem húmanisminn býr yfir, eigi sér lítinn grundvöll nú á dögum. Mannkynið á við hið aumkunarverðasta ástand að búa. Sérhver mynd, sem dregin er upp af nútímamanninum, það er að segja, ef hún á að vera fyrirmynd- inni trú, hlýtur að vera vansköpuð, sundur- laus, klofin — í einu orði sagt hryggileg. Þessi játning auðmýktarinnar kostar okkur ekkert átak, þar sem við eigum ekkert svar við æðstu spurningunum um uppruna manns- ins og örlög. í hreinskilni sagt, þá valda þess- ar eilífu spurningar okkur ekki einu sinni neinum áhyggjum. Við erum hættir að brjóta heilann um gátur eins og þær, hvort hafi komið á undan, eggið eða unginn, og það kannske af mjög innantómri ástæðu: við ber- um enga ábyrgð á því, og hvernig sem þetta kann að hafa verið í upphafi, þá áttum við enga sök á því. Þetta vandamál er ekki lengur þess eðlis, að það haldi fyrir okkur vöku. Þau vandamál, sem á okkur herja, eru vandamál líðandi stundar, líðandi tilveru, ábyrgð okk- ar sem manna dagsins í dag. Aðeins innan þessarra takmarka tekst okkur að finna sanna skilgreiningu á sjálfum okkur. Þetta stappar nærri því að segja, að við séum ekki trúaðir, ekki trúleysingjar og enn síður vantrúarmenn. Og þessi flokkun, sem felur í sér vanabundnar merkingar, varðar okkur engu. Iíver sá, sem reynir að hengja slíka merkimiða á okkur, mun aðeins auka á orðaruglinginn. Ógeð okkar á öllum orð- hengilshætti og auðfundnum hughreystingum, kemur í veg fyrir, að við gefum yfirlýsingar, sem eru almennari og óljósari í eðli sínu. Við- eigandi lotning okkar fyrir því yfirskilvitlega varnar því, að við leggjum nafn þess við hé- góma og notum það sem deyfilyf. Og þó við sé- um ekki of stoltir til þess að viðurkenna, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.