Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 64

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 64
150 HELGAFELL fá samvizkubit, þá þarf hann ekki annað en bera vanrlkvæði sín upp við áróðursskrif- stofuna. Of ef málið reynist vera viðkvæmt. þá fær hann að heyra svarið heima hjá sér. Þeir eru fáir, sem gera sér fulla grein fyrir því, að sú harðstjórn og kúgun, sem felst í kenningunni um að tilgangurinn helgi meðalið, hlýtur að vera banvæn, jafnvel hin- um helgasta tilgangi. Auk þess er það auð- vitað hrein blekking að halda því fram, að ef maðurinn er færður niður á það svið, að hann verði að vélrænu tæki eða hráefni, þá geti það nokkru sinni tryggt hamingju hans. Vart er hægt að hugsa sér dapurlegri feril nokkurs manns en þess, sem hefir verið ofsóttur og gerzt síðan sjálfur of- sóknarmaður annarra. Hér langar mig til þess að minnast á óhugnanlegt bréf, sem Simone Weil ritaði Georges Bernanos um vorið 1938 og fjallaði um spænsku borgarastyrjöldina. Magnþrunginni ákæru Bernanos, þessa kaþ- ólska konungssinna, gegn æðisgengnum aðför- um Francos við að bæla niður andstöðu gegn sér á eyjunni Majorca, var svarað með angistarfullri játningu hinnar byltingarsinn- uðu menntakonu, er þá barðist sem sjálfboða- liði í flokki 'með lýðveldissinnum. Þetta bréf var fyrst birt fyrir skömmu. Það lýsir hryllingi viðkvæmrar konu yfir því tilgangs- lausa blóðbaði, sem fylgdi þessum atburðum. En hún varð jafnframt vitni að öðru, sem hafði ennþá dýpri og sárari áhrif á hana. Það væri erfitt að finna hjartahreinna vitni, eða öllu ljósara dæmi og valdari kringum- stæður. „Ég hef aldrei (skrifar hún), hvorki meðal Spánverja né Frakka, sem hingað eru komn- ir til þess að berjast eða til þess að skemmta sér (þeir síðarnefndu eru margir hverjir dapurlegir, meinlausir menntamenn), rekizt á nokkurn, sem hefur látið í Ijós andstyggð eða viðbjóð á ónauðsynlegum blóðsúthelling- um eða aðeins samúð með fórnarlömbunum, ekki einu sinni í einkaviðtölum. Þú talar um ótta. Já, óttinn hefur átt sinn þát.t í þessum manndrápum; en ég var þar og fékk ekki séð, að hann gæti átt eins mikinn þátt í þeim og þú vilt vera láta. Menn, sem virðast vera hugrakkir, geta lýst því með hlýju brosi á vör yfir málsverði með vinum sínum, hvernig þeir fóru að því að drepa presta og „fasista“ — orð, sem hefur mjög teygjanlega merkingu. Sú tilfinning, sem sótti á mig við þetta, var á þá lund, að hvenær sem einhver flokkur manna er útlægur ger af einhverju veraldlegu eða andlegu valdi, og honum hrundið út fyrir endamörk venjulegs samfélags, þá finnst manni það ofur eðlilegt, að slíkir menn séu drepnir. Þegar maður veit, að óhætt er að fremja manndráp án nokkurrar áhættu eða refsingar eða ásökunar, þá drepur maður; eða maður að minnsta kosti brosir örvandi til þeirra, sem gera það. Ef maður finnur til einhvers ógeðs fyrst í stað, þá felur maður það, kæfir það af ótta við að mann skorti á þor og karlmennsku. Þetta virðist fela í sér einhverja örvun eða ölvun, sem enginn fær staðizt nema sá sem býr yfir því viljaþreki, er ég verð að telja með öllu einstakt, þar sem ég hef enn ekki orðið vör við það hjá einum einasta manni. Þvert á móti hef ég séð ódrukkna Frakka, sem ég hef ekki áður haft fyrirlitn- ingu á — menn, sem af eigin hvötum hefðu aldrei látið sér koma til hugar að stytta nokkrum aldur — steypa sér af augljósri áfergju út í þetta blóði drifna andrúmsloft. Allt markmið, allur tilganur baráttunnar þurrkast lit við slíkt andrúmsloft, því allur tilgangur hlýtur að miðast við það, sem fjöldanum er til góðs, það sem manninum getur orðið til góðs; og mannleg vera hefur ekki lengur neitt gildi.“ Og bréfinu lýkur hún þannig: „Maður liefur för sína sem sjálfboðaliði, tilbúinn til að færa fórnir, en kemst svo brátt að raun um, að maður er einungis þátttakandi í styrjöld málaliða, þar sem höfð er í frammi mikil og óþörf grimmd.“ Auðvitað eru til svo heimskir menn, að þeir reyni að vísa þessu bréfi Simones Weils frá, með þeirri skýringu, að það sé ekki annað en uppgjöf; en sú uppgjöf hafði þegar átt sér stað, hún var gengin á undan, alveg eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.