Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 74

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 74
160 HELGAFELL Úr einu í annciö Et Nöjsomhedens Hjem. Ræðu þá, sem hér fer á eftir, hélt Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur í Félagi ís- lenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn hinn 28. okt. s.l. í hófi, sem haldið var til að fagna nýstúdentum. — Ritstjórn Helga- fells þótti ræðan geyma svo skemmtilegar athugasemdir um hag íslenzkra stúdenta fyrr og nú, auk þess að hún varpar dálitlu ljósi á hinar miklu og raunar furðulegu breytingar í lífi þjóðarinnar seinni árin, að hún óskaði þess að fá að birta hana. Eða hvað er nú orðið af Nöjsomhedens Hjem? Árið 1765 gerðust þau tíðindi hér í Kaup- mannahöfn, að stórkaupmaður einn danskur, að nafni Bargums hafði flutt inn rúg til Danmerk- ur í óleyfi konungs, og var rúgurinn gerður upp- tækur og kaupmaður dæmdur í allháa sekt. Fé þetta nam víst alls hátt á annað þúsund ríkis- dölum, sem var mikið fé í þá daga. Einn af tign- ustu embættismönnum Danaveldis, Ditlev Re- ventlow, yfirhirðmeistari, lagði þá til við kon- ung, að fé þetta skyldi lagt í sérstakan sjóð, sem notaður yrði til að styrkja velforþénta em- bættismenn, sem komnir væru á eftirlaun, en væru ekki alltof birgir af þessa heims gæðum. Nokkrir tekjustofnar voru lagðir til sjóðsins, svo sem vissar tegundir erfðafjár, og sjóðurinn óx og dafnaði. En þegar fram liðu stundir var farið að veita úr sjóðnum styrk til vísinda og lista, og nutu margir frægir menn styrks úr hon- um, Albert Thorvaldsen myndhöggvari, svo dæmi sé nefnt, og auk þess allmargir íslend- ingar. Þess má til dæmis geta, að tímaritið Ár- mann á alþingi, sem Baldvin Einarsson gaf út, var beinlínis kostaður úr sjóði þessum. Sjóður- inn hét: Fonden ad usos publicos — Sjóðurinn til almenningsþarfa. Hann starfaði allt fram til ársins 1842, en var þá lagður niður. En árið 1817 tók Danakonungur, Friðrik VI., áhyggjur miklar. í landsföðurlegri umönnun fyr- ir hag allra þegna sinna, sótti sú hugsun að honum, að íslenzka stúdenta í Kaupmannahöfn mundi skorta skotsilfur. Hann sendir sjóðsstjórn- inni bréf og segir þar, hvort ekki mundi vera heppilegt, „for at opmuntre islandske studerende til her ved Universitetet at fortsætte deres stud- eringer der kunde af Fonden ad usos publicos bestemmes en klækkeligere Sum end den, som til dette Öiemed nu af samme udredes." Sjóðsstjómin sendi þessi tilmæli konungs til íslenzks manns, sem þá hafði unnið alllengi í rentukammerinu, og bað hann umsagnar um mál- ið. Álitsgerð Bjarna Thorsteinssonar túlkar sjóðstjórnin á þessa leið: „At forbedre de is- landske studerendes Kaar finder han i Alminde- lighed ikke tilraadeligt, fordi Trangen er hos dem en Opmuntring til Flid og Anstrængelse. Det var efter deres Character-Anlæg at befrygte, at et rundeligen Udkomme ej alene vilde skade deres Flid og Nöisomhed, men endog lede dem paa Afveie. Da Island af Naturen er bestemt til at være Nöisomhedens Hjem, er det vigtigt, at dets Sönner ikke under Opholdet her ere af- vante fra Tarvelighed." Já, það er víst varla hægt að orða það vægar. ísland var et Nöisomhedens Hjem, og hafði svo verið lengst af þær aldir, sem íslenzkir stúdent- ar höfðu sótt Kaupmannahafnarháskóla, en þangað sækja þeir í rauninni ekki að ráði fyrr en eftir siðaskipti. Á þeim öldum voru holdin tálguð af íslenzku þjóðinni; bæði guð og erlend- ir menn lögðust á eitt um að svipta þjóðina efn- um hennar, lægja í henni fornan landlægan hroka og stolt, unz hún var orðin nægjusöm og lítilþæg og blessaði grátandi hverja ölmusu, sem að henni var rétt. En þó áttu sumir synir þessarar kúgdrepnu þjóðar kost á því að eyða nokkrum árum ævi sinnar við nám í Kaup- mannahöfn og njóta þar fríðinda, sem voru þó ekki nema hundsbætur fyrir ullarreifin, sem við urðum að gjalda kóngi og kaupmanni. Þó er það ástæðulaust að vanmeta þessi fríðindi. Kaup- mannahafnarháskóli varð taugin milli íslands og Evrópu, við slitnuðum aldrei úr samhengi við evrópska menningu vegna háskóladvalar ís- lenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn. Að vísu litum við þessa menningu í gegnum dönsk gler- augu, en sjóngler, þótt dönsk væru, voru betri en blinda. Fríðindi íslenzkra stúdenta við Hafnarháskóla stöfuðu þó ekki eingöngu af landsföðurlegri hjartagæzku danskra konunga. Þau stöfuðu líka af nauðsyn. Danska stjómin þurfti innborna is- lenzka embætismenn, konungholla og löghlýðna, og hvar var betur hægt að temja þá til starfa síns en í Kaupmannahöfn, höfuðborg einveldis- ins? Víst er um það, að frá Kaupmannahafnar- háskóla komu margir þjálfaðir embættismenn, er urðu liðtækir Danastjórn og börðu lýðinn til kristindóms og kónglegrar hlýðni. En hér í Kaupmannahafnarháskóla hófst einnig hin ís- lenzka uppreisn gegn „Nöisomheden“ og „Tarve- ligheden", sem náttúran hafði gert að hlutskipti íslands svo sem hinn ágæti Bjarni Thorsteinsson komst að orði. Hér ortu íslenzkir stúdentar þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.