Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 52

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 52
138 HELGAFELL um að hafa slíkt Zoologiskt-Museum lifandi allt í kring um mig í húsinu. Raunar gæti þessi kamargryfja skoðast sem chemiskt Laboratorium til þess að stúdera náttúrunnar furðulegu Compositionir og Decompositionir, og væri það þá ein af opinberum stofnunum bæjarins. — Nú ætlast Einar náttúrlega til að bera allan þennan kamarþrekk á túnið, og það verðum við líklega að hafa, því við hér í götunni erum hvorki höfðingjar né tign- armenn; en hérna um árið var farið að bera mannaþrekk á skólablettinn svo allir ætluðu að kafna í fýlu, en þetta var bannað að vörmu spori, því þá skárust þeir menn í leikinn sem gaumur var gefinn. Hvort vér nú eigum að hafa þetta skíta-Parfume yfir allt túnið hér, mun sjást á sínum tíma. En þegar barnið hafði dottið ofan í, voru látin nokkur borð yfir gryfjuna, svo sem til þess að ginna börnin út á þau, svo fleiri gætu dottið ofan í; meiningin mun samt hafa verið sú, að þetta skyldi vera Evangelium upp á það að nú ætti að þekja gryfjuna; en verðt það gjört, þá er það sem ógjört eða verra, því bæði leggur þá sömu fýlu upp úr gryfjunni eptir sem áður, og svo má maður vera viss um að þetta verð- ur að tálgröf, sem praktisérar einhvern — fullan eða ófullan, ungan eða gamlan, barn eða fullorðinn, hest eða trippi, gjafarhest eða graðfola, lærðan eða ólærðan, kristinn eða heiðinn, innlendan eða útlendan, illan eða góðan, yfir í þá aðra Existence í gegnum þann corpórlega andskotans syndanna saur, sem Einar snikkari álítur jafngilda californiskri gullnámu, og þefsætari en öll Arabíu reykelsi. — Eg vil heldur ekki missa Einar í gryfjuna, eða fíólínið — og eg er viss um að bæjarstjórnin vill heldur ekki missa Einar né fíólínið. Eg vonast þess vegna til bæjarstjórnarinn- ar, að hún sjái um að þessi velnefnda kamar- gröf verði hið bráðasta jyllt upp en ehki þakin, áður en fleiri detta í hana, og áður en svo hitnar í veðrinu að dauninn leggi hér meir inn í húsin, svo ekki verði í þeim vært. Reykjavík, 14. apríl (annan í páskum) 1884 Ben. Gröndal II. Neðanskráð bréf frá Gröndal til Jóns Borg- firðings er dagsett 28. febrúar 1895. Það er á fjórum allstórum síðum, einni með lit-teikningum skopiegum, sem bregða ljósi yfir líf samtíðar- innar, en hinum þrem er skipt í jafnstórar skákir eða „bása", eins og Gröndal kemst að orði, og pistill í hverri skák, skrifaður ýmist með rauðu eða fjólubláu bleki — og á fremstu síðu Iímd inn lítil Ijósmynd af bréfritara. Allt er bréfið hið skrautlegasta. Fyrirlestur sá, sem Gröndal minnist á að hann hafi haldið, var auglýstur á þennan hátt í „Tsa- foId“ 15. des. 1894: Raflýsing sálarinnar FyrirlcsUir í leikhúsi W. 0. Breiðfjurð þriðjudaginn kemur kl. 9. Um breytingar, •presta, trú, um drauma, taugaveiklun, framjarir, lcvenfólk, svinapólitík et cetera. Almenn sæti 50 aura, betri 00 aura. Ben. Gröndal 28. febr. 1895 Jeg hugsaði, Jón, að þú ætlaðir aldrei að láta mig sjá línu frá þér, þángað til forsjón- inni þóknaðist loksins að láta þér nú detta í hug að smyrja upp einuni pistli, rétt eins og einhver svo kölluð búkona smyr eina brauð- sneið og lætur á hana rúllupilsu, kæfu og kjósarost, sem er óþekktur á Norðurlandi. Jeg finn þess vegna nú hvöt hjá mér til að ausa yfir þig nokkrum blekskúrum, apandi eptir Júpíter, sem núna á þorranum lætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.