Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 53

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 53
TVÖ BRÉF FRÁ BENEDIKT GRÖNDAL 139 rigna yfir rángláta og réttláta hlýjum hjúfur- skúrum, rétt eins og á blíðasta vordegi, og eg nota þessa bása, sem þetta bréfsefni er niðurskipt í, til þess að ræða ýmisleg mál- efni, sem nú hafa um stund staðið á dagskrá lífsins, allt eins og gert er á alþingi, sem er fyrirmynd okkar í öllu lífinu, í peningabrúk- uninni, skvnsamlegri notkun tímans, og í alls konar vizku et cetera. Já, Jón, þú minnist á fyrirlesturinn minn. Jeg þekti okkar „Publikum”, og við þekkjum það báðir. Þess vegna hafði jeg þann Hum- bugtitil sem þú hefur séð í ísafold, og „ganske rigtig“ — það streymdi að eins og andskot- inn liefði lofað því túmarki. So fékk eg seinna slettur hjá einum „menntamanni“ (einum af þeim sem eru allra ómenntaðastir), að jeg hefði narrað þá, því þess konar þjóð vill ekkert hafa nema tóma „grín“, en því hafði jeg aldrei lofað. Jeg hafði sett á plakatið hvað jeg ætlaði að tala um, og það hélt jeg, og jeg veit að alþýðumönnum líkaði vel að heyra til mín, og það sögðu margir við mig. En enginn blaðamaður minntist einu orði á þetta, sem ekki var von, því eg er ekkert inn undir hjá þeim hér, og þar að auki talaði jeg um „kvenfrelsismálið“, og jeg hef aldrei verið hrifinn af því, heldur álít jeg það helvítis Humbug, eins og flest af blaðamannabulli; nema hvað Fjallkonan nefndi mig snöggvast með ónotum. Jeg nefndi líka ýmislegt annað, t.a.m. trú og skáldskap, en jeg hef ekki talað um það í blaðanna anda, því blaðamennirnir eru rasssleikjur. Jeg sé á bréfinu þínu, að þar fyrir norðan muni fólkið vera eins vel upplagt til að skemmta sér eins og hér. í allan vetur hefur hér ekkert fiskast og engin atvinna verið fyrir almenning, og mýmargt fólk hefur víst ekkert að jeta, en það gerir ekkert til, það streymir á Kömedíur, Tombola, Bazar og Auctioner og þá vantar það ekkert, og svona mundi allt sveitafólk líka gera ef það hefði tækifæri til þess; púnkturinn er, að allt fólk, eða öll þjóðin, er orðin vitlaus og ríngluð af því sem blöðin prédika fram og aptr, alveg stefnulaus nema í því einu að féfletta fólkið og svíkja það. Öll okkar eymd og allt okkar brutl og braml er blöðunum að kenna og þaðan kemst það inn á alþingið. Jeg álít það víst að þjóðin hér sé að fara á hausinn. Þar sem Jón Bjarnason sagði að ísland væri að blása upp, þá má miklu fremur segja að íslendingar séu að blása upp, því þessir sem „færa orðið“ eru annaðhvort al- vitlausir eða hálfvitlausir og gera svo aðra vitlausa. í staðinn fyrir að færa sig frá hinu minna og einfaldara, eins og allar þjóðir hafa gert — ekki af sjálfsdáðun eða með vilja, heldur knúðar af kringumstæðunum — þá byrja þeir ofaná, á Culmination Civilisation- arinnar. Yfir höfuð er þjóðin alveg á sama stigi og villiþjóðir, nema hvað búið er að kenna henni hrokann og barlóminn — aptur blaðanna verkanir. Blöðin eru árum saman búin að gylla fyrir fólkinu og segja því að þetta megi það til að fá, annars geti það ekki lifað — járnbrautir, háskóla, rafmagn &c, og segja að þetta sé hægt að fá, það komi sjálf- sagt — þessu trúir fólkið lengi vel, en þegar árin b'ða og það sér að ekkert uppfyllist af þessum glæsilegu fyrirheituin, þá örvæntir það og ldeypur burt hver sem betur getur, eða gerir ekkert sér í hag — aptur blöðin, sem fjandinn hafi. Já, gufubátaferðirnar. Það cr nú eitt sem endilega má til að hafa, annars væri engar „framfarir“ — þó ekkert sé til að flytja nema drívara sem eru að slaksa híngað og þangað og hafa ekkert að gera nema rápa landshorn- anna milli og setjast upp á aðra og tefja menn, þetta er fjarska áríðandi. En hvað flytja þessi milliferðaskip að jafnaði? Ekk- ert, nema svo sem tvisvar á ári kaupafólk til og frá. Svo þykir þessum „framfaramönn- um“ ekkert ófært, hjá þeim er aldrei óveður, ís eða kuldi, og þeir æpa á bak við kakalofn- ana sína að allt sé fært, það megi fara í kríng- urn landið á öllum árstíðum, nóg sé til að að flytja, þó ekkert fiskist og þó allt drepist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.