Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 23

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 23
EITT PUND AF BLÝI EÐA EITT PUND AF DÚN 109 nema yfirfærslugjöld og aðrir skattar 101%? ' Það mætti færa viss rök fyrir þessu. Utkoman verður þó önnur, ef litið er á út- flutninginn og aðra þjónustu, sem leiða til greiðslna frá útlöndum. Þar er aftur marg- faldur stigmunur. Ég nefni nokkra höfuð- flokka, en tek enga ábyrgð á því, að upp- talningin sé tæmandi: 1. Varncirliðið á Kejlavíkhrflugvelli: skráð gengi án uppbótar. 2. Síld veidd að sumarlagi fyrir Norður- og Austurlandi, erlendir ferðamenn og hválir; einnig erlendir bamsfeður, aðrir en þeir sem um getur undir 1. lið; og erlendir lánardrottnar: 55% uppbót. 3. Onnur síld, sem ekki hefir verið litið til í náð af ríkisstjórninni (sbr. um Faxa- síld framar í þessari grein): 70% uppbót. 4. Sjávarkvilándi öll, sem ekki eru ann- arsstaðar nefnd: 80% uppbót. Þetta er langstærsti flokkurinn. 5. Framsóknarýsa og aðrar fisktegund- ir, sem vegna smæðar þeirra eða árstíðar borgar sig ekki að veiða og verlca, án sér- stakra aulcastyrlcja. Ríkisstjórnin ákveður þessar viðbótaruppbætur. 6. Spendýr, önnur en menn og hvalir: Meðaltal 4. og 5. flokks, eftir flóknum út- reikningum Hagstofunnar. Er víst í fram- kvæmd yfir 90%. Mér virðist eðlilegast að telja, að með bjargráðalögunum hafi verið viðurkennd sú gengislækkun, sem nemur meðalgjald- eyrisuppbútunum á allar gjaldeyristekjur af útflutningi þjóðarinnar. Þó viðurkenni ég, að það er vafamál, hvort ekki sé rétt- ara að halda sér að aðalflokknum, 80% uppbótunum. Það munar litlu og hefir a. m. k. þann kost, að þar er föst tala, og þá er óþarfi að tala um „stvrki“, nema í sam- bandi við 5. og 6. flokkinn, sem nefndir voru að framan. Hitt þurfa menn einnig að gera sér Ijóst, að þeir aðilar, sem ekki fá hina „viður- kenndu“ gengislækkun að fullu bætta í formi útflutnings- eða gjaldeyrisuppbóta, eru skattlagðir, sem mismuninum nemur. Er einkennilegt, að ekki skuli hafa orðið meiri styr en raun ber vitni um út af þessu herfilega misrétti. ★ Áður en ég skil við þennan þátt skrípa- leiksins, vil ég aðeins drepa á eitt atriði í sambandi við innflutninginn. Ég nefndi áðan yfirfærslugjaldið af vörum, sem er ýmist 30 eða 55%, en ofan á þetta koma sérstök innflutningsgjöld af fjölda vöruteg- unda, og nema þau 22, 40 eða 62% af toll- verði vöru að viðbættum aðflutningsgjöld- um og 10%. (Góðfús lesandi sér, hve Ijóst þetta liggur fyrir). Þar við bætist síðan 160% leyfisgjald af bifreiðum. Hvort sem nú verður talið réttara að kalla hina „viðurkenndu“ hækkun á gengi erlends gjaldeyris 80% eða miða hana við eitthvert lægra meðaltal, þá er það Ijóst, að í öllum þeim tilfellum, þar sem yfir- færslugjald að viðbœttu innflutningsgjaldi og leyfisgjaldi nær eJcki Jiundraðstölu Jiœkkunarinnar á gengi erlends gjáldeyris, er verið að borga með innflutningnum sem því nemur. Þegar íslenzkur skattþegn sezt að kafíi- borðinu þreyttur og mæddur, kann honum að vera nokkur fróun í því, að ríkissjóður borgar honum sem svarar fjórða hluta af verði kaffisins, og þó vel það, fyrir að drekka það. En við skulum vona, að hann hugsi ekki út í það jafnframt, að kaffi- drykkjustyrkurinn er tekinn af honum sjálfum. Það kynni að spilla ánægjunni. Sannleikurinn er sá, að hér er aðeins um dulbúna neyzlustyrki að ræða, — þetta er þáttur í vísitöludýrkuninni, en áliti mínu á henni hefi ég stundum áður lýst á prenti. Gengislækkun er ekkert læknisráð, ef ekki kemur fleira til. Það er jafnvel Jiugs- anlegt að leysa vandamál útflutningsfram- leiðslunnar með styrkjum. Fjandanum tókst á sínum tíma að verpa skóinn austur í Odda, þótt hann þyrfti að hlaupa þrisvar sinnum hringinn í kringum bæinn við hvert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.