Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 14

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 14
100 HELGAFELL sjaldgæfar og flest af því, sem gert er til breytingar, hefur einhvern tíma áður verið í tízku. Ef svo skyldi fara, að háttlaus ljóðagerð væri orðin drottnandi eða jafnvel einvöld, væri undir eins orðinn leikur á borði fyrir ung skáld að breyta til með hinum gömlu bragarháttum eða einhvers konar afbrigðum þeirra. Þá tekur fólk feg- ins hendi við kvæðum, sem það getur lært og munað, háttbundnu hljóðfalli í sam- stigi við hrynjandi hjartaslaga og göngu- lags. Með því er engu um það spáð, að háttlaus kvæði geti ekki aftur orðið tízka eftir hæf'ilegan hvíldartíma og svo koll af kolli. En hitt er trúa mín, að ef einu sinni hafa verið mótuð jafnhaglega gerð ker fyrir veigar mannlegrar hugsunar, hvort með sínu rúmmáli, sem sonnettan og ferskeytl- an, svo að einungis tvö dæmi séu nefnd, þá fyrnist þau aldrei algjörlega. Beinasta ráðið til þess að koma þeim verulega í tízku, væri að koma þeim rækilega úr tízku og allra helzt að bannfæra þau hrein- lega um stundar sakir. Mér er sem eg sjái ungling, sem hefur frá fyrstu barnæsku verið verndaður stranglega frá spillingu ríms og stuðla og rekst einn góðan veðurdag á eldgamla Þyrna í skúmaskoti uppi á háalofti. Hann fer að lesa og tauta fyrir munni sér: Eg hef barizt fyrir frægð og fleira en einu, en lengstum fyrir lífi mínu langt frá móðurskauti þínu. Það er líkt og ylur í ómi sumra braga. Mér hefur hlýnað mest á því marga kalda daga. Ætli honum geti ekki fundizt, að úr þessu mætti gera eitthvað nýstárlegt, — og fari að hugsa, að nú skuli þessir íhalds- lcarlar, pápi gamli og hans nótar, svei mér eiga sig á fæti? III. Núlifandi kynslóðum getur fundizt, eftir tvær heimsstyrjaldir og afleiðingar þeirra eða öllu heldur framhald, að hin róttæku skáld og rithöfundar frá síðustu áratugum 19. aldar hafi átt sér ósköp auðvelt hlut- verk í óbrotinni veröld. Þeir þóttust vita með fullri vissu um sannindi, sem tími var til kominn að segja upphátt, um bönd að slíta, múra að brjóta, ójöfnuð og rang- indi að bæta úr. Þeir trúðu á sívaxandi framfarir og blessun þeirra, á framsókn til frelsis, jafnréttis, bræðralags og velmeg- unar, — þóttust vissir um stefnuna, þótt leiðin gæti verið torsótt að því sæluríki á jörðu, sem væri vísara í hendi en veik von um himnaríki bak við gröf og dauða. Því er ekki að neita, að þær vonir, sem Þorsteinn Erlingsson og margir jafnaldrar hans gerðu sér um framtíð mannkynsins og liann hefur lýst af brennandi sannfær- ingu í Brautinni, hafa ekki rætzt né eru líklegar til þess að rætast með þeirri króka- lausu framsókn, sem fyrir honum vakti. Framfarirnar í tækni og þægindum hafa að vísu margfaldazt, en sumt af þeim er orðið bráður háski í höndum mannkyns, sein hefur ekki tekið neinum samsvarandi þroska að viti og sanngirni. Því fer svo fjarri um bræðralagið, að aldrei fyrr hefur skij)ting nærfellt allra þjóða veraldar í tvær andstæðar fylkingar verið svo hat- römm. Sumar eftirlætishugsjónir 19. aldar hafa jafnvel verið afskræmdar og rang- færðar með því að leggja nýjar og gagn- stæðar merkingar í orðin, sem táknuðu þær. Ýmsir spámenn hins nýjasta tíma hafa gengið á það lagið að boða fullkom- inn níhílisma, velta sér í útmálun þess, að öll tilveran sé grimmilegur, tilgangslaus og vonlaus skrípaleikur. Það kann að vera vorkunnarmál, þótt þessir menn séu dauf- trúaðir á framtíðina og sjáist yfir það, sem þrátt fyrir allt horfir til betra vegar eða innan handar er að kippa í lag. Hitt er verra, að þeim finnst einatt litlu eða engu máli skipta, þó að þeir gangi sjálfir vitandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.