Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Qupperneq 26

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Qupperneq 26
112 HELGAFELL átti sterk ítök í henni — hann kenndi henni að lesa Proust og Gide og Mann og Kafka og Faulkner —, og þess vegna sótti hún á kvöldin listamannabarina í Greenwich Village eða kaffihús ítalanna á Mulberry Street, sem liggur skammt þar fyrir austan. Sally var ekki hégómleg stúlka, og henni varð bráð- lega ljóst, að hún ætti ekki lieima í þessum hverfum. Hún gat aldrei með öllu svæft þann áleitna grun, að listamenn væru fólk sem væri að svíkjast um, og hún hætti að lesa Proust og alla þá þungu, langorðu höfunda, sem alltaf meintu eitthvað annað en ])eir sögðu. Að vísu lagði hxin ckki niður bók- menntir af sjálfsdáðum, því að hún var ein- hvern veginn of vanaföst til þess, og henni hefði auk þess hrosið hugur við slíkri goðgá, ef hún hefði ekki eignazt til bráðabirgða annan elskhuga af ítölskum ættum, sem var þeirrar skoðunar, að upprennandi rithöfundar ættu aldrei að lesa bækur. Nú gekk Sally þess ekki dulin, að hún myndi aldrei skrifa bækur, en hún tók kenninguna til sinna þarfa, eins og gengur, og seldi bækur sínar fegins hugar og þó með leynd, því að hún kærði sig ekki um að láta draga þá sjálfsögðu ályktun af þessu tiltæki sínu, að upprennandi skáldkona ætti hvorki að lesa né skrifa. Og lengi eftir að hinu skammvinna ástarævin- týri við ítalann í Greenwich Village lauk, hélt hún áfram að sækja kaffihús og lista- mannabari af eins konar óljósri ræktarsemi við ítalann sinn í Cornell og hans stóru hug- sjón. Því var þess skammt að bíða, að fund- um hennar bæri á nýjan leik saman við mann, sem tældi hana með sér einslega inn í völ- undarhús bókmenntanna. Júlímánuður er venjulega heitasti mánuður í New York, en lifið getur orðið þungbærast í ágúst, því að þá liggur hitamóðan þyngst og votust á borginni, og þá er einmanaleiki sárastur, því að flestir, sem eiga athvarf annars staðar hafa horfið á burt. Þegar Sally hitti Tom Van Buren í fyrsta sinni hjá Luigi’s á Fourth avenue á laugardaginn í annarri viku ágústs, tók hún alls hugar fegin boði lians að koma í heimsókn til nokkurra kunningja hans yfir á Mulberry street, enda þótt henni geðjaðist ekki ýkja vel að honum við fyrstu sýn. En Sally var að eðlisfari fremur tómlát stúlka, og þetta var virðulegur maður, há- vaxinn og grákembdur í vöngum. Samt var eitthvað í fasi hans og tali, sem kom henni í bobba og gerði hana órólega. Hann stóð mjög nærri henni, meðan þau töfðu við barinn hjá Luigi og brosti og talaði mikið um alls ekki neitt, að því er virtist, og bar mjög ótt á, og henni var ekki ljóst, hvort þessi framkoma var honum eðlileg eða ein- hvers konar gamaldags tízkufyrirbæri. Hún mundi eftir að hafa séð þetta látbragð, þetta háfleyga bros, og þennan tíða varaburð hjá kvennagullum í gömlum Hollywood-kvik- myndum. Það lá við henni fyndist hún ein- mitt vera að horfa á gamla kvikmynd, af því hún gafst upp við að hlusta á hann, en horfði í þess stað með talsverðum óhugnaði á varir hans. Það var enginn vandi að svara honum öðru hverju, því að hann tók allt gilt og brosti ánægjulega við hverju orði. Og hann minnti hana auk þess lítillega á Ronald Colman eða Faulkner, enda þótt hún hefði lesið, að Faulkner væri fremur lágur maður vexti. Var hann rithöfundur, spurði hún allt í einu. Já, sagði hann, að vissu levti, hann skrifaði einstöku sinnum ritdóma í Saturday Jteview, og auk þess vann hann að öðrum ritstörfum, sem hann talaði mn góðan sprett án þess að gera sig skiljanlegan en af miklu lítillæti að því er virtist. Hann var annars prófessor við Columbia. Kennsla var honum að vísu hugþekk, sagði hann, en hann stundaði liana samt einungis til þess að hafa fasta stöðu í lífinu. Allt í einu minnti hann hana að útliti á prestinn í Hammonds- port, The Reverend John Hawkins, sem gekk til vinnu í víngörðunum með bændum á sumrin. Hún undraðist, hve erfitt var að sjá hann fyrir sér. Það var eins og hann væri sí- fellt að fara og koma í nýrri mynd, eða léki um hann ljós og skuggi til skiptis. A leiðinni yfir á Mulberry street fræddi hann hana á því, henni til nokkurrar undr- unar, enda þótt hún hefði heyrt sitthvað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.