Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 11

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 11
ÞORSTEINN ERLINGSSON 97 komu harðyrðum kvæðisins um Dani á framfæri í Haínarblöðunum. Þeir Þor- steinn sluppu samt með það, að háskóla- ráð A'eitti formanninum skriflega ávítun og skáldinu munnlega ofanígjöf. Hins vegar færðu nokkurir íslenzkir stúdentar Þorsteini gullbúna pennastöng úr fílabeini að kvæð- islaunum og sýndu honum með því áþreif- anlega, að þeir vildu gjarnan fá meira að heyra. Allt þetta uppistand, Raskhneykslið, sem svo var kallað, gerði Þorstein Erlings- son nafnkunnan á íslandi og átti sinn þátt í því, að hann hafði varla geð til þess að stunda áfram nám í háskólanum. Nú var líka Garðstyrkur hans út runninn, og hann þurfti að fara að vinna fyrir sér. En kvæð- ið markaði að ýmsu öðru leyti merkileg spor á þroskaferli hans. Fram að þessu hafði ljóðlistin verið honum íþrótt og leik- ur, leit að fegurð og hugfró, athvarfi frá erfiðleikum og áhyggjum hversdagslífsins. Hún hélt að vísu jafnframt áfram að vera þetta alla tíð. En þarna hafði uppreisnar- hugur Þorsteins brotizt fram í beiskri og bersögulli ádeilu, og hann hlaut að finna það sjálfur, að efnistök hans og stíll höfðu grætt við þau átök. „Hneykslið“ hafði í senn gert honum gramt í geði og fært hon- um heim sanninn um, „hversu lagtækur liðsmaður Ijóðadísin getur verið, hvort sem i’ífa þarf einhvern gamla kofann eða koma upp öðrum nýjum“ — eins og hann sjálfur kvað að orði löngu síðar. En Þorsteinn fór sér að engu óðslega, þótt hann sæi hér fram á nýjar leiðir. Það niá heita furðulegt, að enn skyldu líða fjög- ur ár, áður en hann lét aftur til sín heyra. Og þegar hann loks tekur að birta kvæði í Sunnanfara 1891, fer hann ósköp hægt af stað með þýð og lipur smákvæði, léttar og gamansamar stökur. En á næstu árum korna í því blaði og síðan í Eimreiðinni hvössustu ádeilukvæði hans hvert af öðru: Orlög guðanna, Arfurinn, Vestmenn, Skil- málarnir, Á spítalanum o. s. frv., — en að vísu samhliða öðrum og ljúfari ljóðum, þar á meðal löngum köflum úr Eiðnum, sem kom ekki í bókarformi fyrr en 1913. Það væri allt of grunnt tekið í árinni að segja, að kvæði Þorsteins Erlingssonar frá árunum 1892—95 hefðu vakið almenna eft- irtekt heima á Fróni, líkt og t. a. m. kvæði Einars Renediktssonar frá þeim árum. Miklu nær lagi væri, að þau hefðu farið eldi um ])jóðina. Þau voru lesin og lærð utanbókar, það var rætt um þau og rifizt um þau, dáðst að þeim og hneykslazt á þeim. Jafnvel dr. Jón Þorkelsson, ritstjóri Sunnanfara, sem annars lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, treystist ekki til þess að flytja Orlög guðanna í blaðinu án þess að láta nokkur afsökunarorð fylgja kvæð- inu. Nú á dögum kann mönnum að finn- ast fátt um þær fiOO krónur, sem Alþingi veitti Þorsteini að skáldlaunum 1895, og vitanlega var þetta hvorki mikill peningur fyrir skáldið og því síður fyrir heilt lög- gjafarþing að þreyta langar kappræður um. En þess er samt að gæta, að tekjur landssjóðs voru þá að krónutölu ekki nema rúmur þúsundasti hluti af tekjum ríkis- sjóðs nú á dögum, öll útgjöld mjög við neglur skorin, þess háttar laun af landsfé þá nauðafágæt og þingmenn dauðhræddir við hvert fordæmi af slíku tagi. Og þetta gerðist þó tveimur árum áður en Þyrnar komu út í fyrsta sinn, auk þess sem kvæði Þorsteins höfðu ekki einungis vakið að- dáun, heldur líka andúð. Ef allt þetta er haft í huga, ætti að vera ljóst, að þessi litla fjárveiting var furðulegt vitni um þau ítök, sem kvæðin höfðu eignazt í Islendingum á örstuttum tíma. Hér verður ekki reynt, enda er þess eng- inn kostur í svo stuttu máli, að rekja lTam- ar æviferil Þorsteins Erlingssonar né gera skáldskap hans og ritum yfirleitt frekari skil. En hitt er ekki úr vegi, að minna á einstök atriði, sem áttu drýgstan þátt í því, að kvæði hans frá Hafnarárunum skyldu svo skjótlega komast, að heita mátti, á hvers manns varir. Þó að ádeihir Þorsteins á þjóðfélag og

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.