Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Síða 9

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Síða 9
FORSPJALL 95 lítil þúfa þungu hlassi, og árangur af starfi ríkisstjórnar fer ekki eftir þingstyrk eða stóryrðum, heldur því, hvort hún treystir sér til beita sér fyrir réttlætismálum af festu og sanngirni. Alþýðuflokkurinn er að ýmsu leyti bet- ur til þess fallinn en aðrir flokkar að hafa forgang í þessu máli. Enginn flokkur hefur orðið fyrir meira óréttlæti af núgildandi kjördæmaskipun, ef frá er talin tilraun hans til að hagnast á veikleikum hennar með stofnun hins alræmda hræðslubanda- langs. Og hann er ekki stærri flokkur en svo, að enginn mun væna hann um að hafa í hyggju að koma á kosningafyrirkomulagi, sem tryggi honum meirihluta á þingi. Þess er því að vænta, að traustur meiri- hluti þjóðarinnar veiti þessari ríkisstjórn þann styrk beint eða óbeint, er þarf til að koma fram þeim miklu endurbótum á stjórnarfari landsins, sem hún hefur á prjónunum. Á meðan hljóta mörg erfið vandamál að bíða óleyst, en þá fórn verður að færa í þeirri von, að eftir breytingar á kjördæmaskipuninni geti forysta ríkis- stjórnar og Alþingis í málefnum þjóðar- innar orðið mun sterkari og öruggari en á undanförnum árum. Vísm' eftir jafndœgri Hraðar og hraðar rýr haustið gullskóginn rauða. Álmfingur auða ber við blýhimin. Allt bendir á vetrardauða. Að vörmu spori vor sendir vöxt í nýbrumin, en þörf á þori þeim, sem hlær hverju vori minna og minna nýr. Jóhann S. Hannesson,

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.