Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 10

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 10
SIGURÐUR NORDAL: Þorsteinn Erlingsson Rœða flutt á aldarafmœli 27. september 1958 I. Hvað sem örlagadísirnar hafa þulið vfir vöggu sveinsins, sem fæddist á þessum mánaðardegi fyrir hundrað árum að Stóru- mörk undir Eyjafjöllum, þá er víst, að þeg- ar Þorsteinn Erlingsson kom til Reykjavíkur haustið 1876, átján ára gamall, voru tveir af spámönnum þjóðarinnar vissir um, hvað úr honum œtti að verða. Þeir Steingrímur Thorsteinsson og Matthías Jochumsson höfðu haft spurnir af því, að austur í Hlíð- arendakoti í Fljótshlíð væri gáfaður pilt- ur, sem væri svo vel skáldmæltur, að mikils mætti af honum vænta, ef hann hlyti þá menntun, sem hæfileikum hans væri samboðin. Þeir notuðu tækii'ærið, er þeir voru á ferðalagi um Suðurland sum- arið 1876, til þess að skoða Þorstein, og leizt svo vel á hann, að þeir buðust til að gieiða götu hans til skólanáms. Og svo að tekin væru af öll tvímæli um það, að hér væri verið að ala upp skáld, fengu þeir þriðja þjóðskáldið, Benedikt Gröndal, í lið með sér til þess að búa Þorstein undir latínuskólann. Gröndal hefði ekki verið sjálfum sér líkur, ef honum hefði ekki fundizt þetta framtak þeirra Steingríms og Matthíasar hálfkátlegt í aðra röndina, enda lét hann þess getið við þennan nem- anda sinn í fyrstu kennslustundinni, að hann talaði aldrei um skáldskap og um þess háttar efni væri miklu betra að tala við hin skáldin. Þorsteinn Erlingsson komst klakklaust, og án þess að nokkuð sögulegt gerðist, fyrstu áfangana á menntabrautinni, var tekinn í lærða skólann 1877 og lauk þar stúdentsprófi sex árum síðar. Hann sótti ekki námið af sérstöku kappi, en lét hvorki skáldskapinn né Reykjavíkur-sollinn leiða sig í þær freistingar, að hann flosnaði upp frá lærdómnum eins og Kristján Fjalla- skáld, sem einmitt hafði verið settur í skóla á sinni tíð með svipuðum forsendum. Samt orti Þorsteinn talsvert á þessum árum — og býsna vel. Eg veit ekki, hvernig það er nú á dögum', en í mínu ungdæmi mátti heita, að hvert mannsbarn á Islandi kynni sum af þeim kvæðum: Þú stjarna mín við skýja skaut — IIve glöð er vor æska, hve létt er vor lund — Nú blika við sólarlag sædjúpin köld. En einhvern veginn var það svo, að annaðhvort hugsaði fólk sjaldnast um, eftir hvern þessir vinsælu söngtextar væru, eða því fannst þeir varla vera eftir þann sama Þorstein, sem það þekkti af síðari kvæðum hans, — enda tók hann sjálfur ekkert af þessum æskuljóð- um sínum í Þyrna. Það var ekki fyrr en Þorsteinn hafði lesið lögfræði í fjögur ár í Kaupmanna- höfn og að því er virtist látið allan skáld- skap lönd og leið, sem nýtt kvæði eftir liann varð heyrinkunnugt. Það var prent- að sérstakt og sungið í tilefni aldarafmælis Rasmusar Kristjáns Rasks í íslendinga- félagi 24. nóv. 1887. Síðan Jón Ólafsson birti Islendingabrag og varð landflótta fyr- ir, hafði ekki orðið annar eins hvellur út af neinu íslenzku kvæði. Það munaði mjóu, að Finnur Jónsson, formaður félagsins, missti fyrir bragðið kennarastöðu sína við háskólann, enda var leikurinn einkanlega til þess gerður af þeim löndum hans, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.