Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Page 10

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Page 10
SIGURÐUR NORDAL: Þorsteinn Erlingsson Rœða flutt á aldarafmœli 27. september 1958 I. Hvað sem örlagadísirnar hafa þulið vfir vöggu sveinsins, sem fæddist á þessum mánaðardegi fyrir hundrað árum að Stóru- mörk undir Eyjafjöllum, þá er víst, að þeg- ar Þorsteinn Erlingsson kom til Reykjavíkur haustið 1876, átján ára gamall, voru tveir af spámönnum þjóðarinnar vissir um, hvað úr honum œtti að verða. Þeir Steingrímur Thorsteinsson og Matthías Jochumsson höfðu haft spurnir af því, að austur í Hlíð- arendakoti í Fljótshlíð væri gáfaður pilt- ur, sem væri svo vel skáldmæltur, að mikils mætti af honum vænta, ef hann hlyti þá menntun, sem hæfileikum hans væri samboðin. Þeir notuðu tækii'ærið, er þeir voru á ferðalagi um Suðurland sum- arið 1876, til þess að skoða Þorstein, og leizt svo vel á hann, að þeir buðust til að gieiða götu hans til skólanáms. Og svo að tekin væru af öll tvímæli um það, að hér væri verið að ala upp skáld, fengu þeir þriðja þjóðskáldið, Benedikt Gröndal, í lið með sér til þess að búa Þorstein undir latínuskólann. Gröndal hefði ekki verið sjálfum sér líkur, ef honum hefði ekki fundizt þetta framtak þeirra Steingríms og Matthíasar hálfkátlegt í aðra röndina, enda lét hann þess getið við þennan nem- anda sinn í fyrstu kennslustundinni, að hann talaði aldrei um skáldskap og um þess háttar efni væri miklu betra að tala við hin skáldin. Þorsteinn Erlingsson komst klakklaust, og án þess að nokkuð sögulegt gerðist, fyrstu áfangana á menntabrautinni, var tekinn í lærða skólann 1877 og lauk þar stúdentsprófi sex árum síðar. Hann sótti ekki námið af sérstöku kappi, en lét hvorki skáldskapinn né Reykjavíkur-sollinn leiða sig í þær freistingar, að hann flosnaði upp frá lærdómnum eins og Kristján Fjalla- skáld, sem einmitt hafði verið settur í skóla á sinni tíð með svipuðum forsendum. Samt orti Þorsteinn talsvert á þessum árum — og býsna vel. Eg veit ekki, hvernig það er nú á dögum', en í mínu ungdæmi mátti heita, að hvert mannsbarn á Islandi kynni sum af þeim kvæðum: Þú stjarna mín við skýja skaut — IIve glöð er vor æska, hve létt er vor lund — Nú blika við sólarlag sædjúpin köld. En einhvern veginn var það svo, að annaðhvort hugsaði fólk sjaldnast um, eftir hvern þessir vinsælu söngtextar væru, eða því fannst þeir varla vera eftir þann sama Þorstein, sem það þekkti af síðari kvæðum hans, — enda tók hann sjálfur ekkert af þessum æskuljóð- um sínum í Þyrna. Það var ekki fyrr en Þorsteinn hafði lesið lögfræði í fjögur ár í Kaupmanna- höfn og að því er virtist látið allan skáld- skap lönd og leið, sem nýtt kvæði eftir liann varð heyrinkunnugt. Það var prent- að sérstakt og sungið í tilefni aldarafmælis Rasmusar Kristjáns Rasks í íslendinga- félagi 24. nóv. 1887. Síðan Jón Ólafsson birti Islendingabrag og varð landflótta fyr- ir, hafði ekki orðið annar eins hvellur út af neinu íslenzku kvæði. Það munaði mjóu, að Finnur Jónsson, formaður félagsins, missti fyrir bragðið kennarastöðu sína við háskólann, enda var leikurinn einkanlega til þess gerður af þeim löndum hans, sem

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.