Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Síða 16

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Síða 16
ARCHIBALD MacLEISH: Þú, Andrew Marvell Og undir sól í eyktarstað hér efst á jarðar hádagsnúp að finna að stöðugt fellur að nieð flóðsins þunga nóttin djúp að finna að hríslast húmið svalt upp hvelað austrið jafnt og þétt unz skuggans nepja nístir allt hið neðra sérhvern jarðarblett að kringum lauf af laufi á trjám í lundum Indlands blánar kvöld og Irans liáfjöll uppað knjám í ólgumyrkri standa en köld og kynleg dimma krýpur leynt hjá Kermansja á auðri jörð um ferðalanga á ferli seint í fölva dags um vestur-skörð og myrkurs bylgja um Bagdað fer og brúna þegar kvöldsins rönd um þögult fljótið þokar sér og þvert um Arabíu lönd svo hjólför dýpka um hrunið grjót úr höllum Palmíru og brátt af Líbanon er máð allt mót og myrkvuð Krít við skýrof liátt og síðan liorfin Sikiley þó sindri á hvítan væng um stund og hilli á sjónum segl og fley er sveiþast skugga í næsta mund og yfir Spán leggst auðnarnótt og Afríku með gullinn sand er kvöldið slokknar hægt og hljótt unz hvergi skímu slær á land né framar löngu Ijósi á sjó — að líta sól í hádagsstað og finna hversu hröð og þó svo hyldjúp fellur nóttin að ... Helgi Háljdanarson þjjddi Archibald MucLeisli, Ijóðskáld og leikritahöfundur, er talinn meðal höfuðskálda Bandaríkjanna. Sem stendur er verið að leika eftir hann nýtt leikrit, J. B., á Broad- way, byggt á Jobsbók. Heiti þessa kvæðis, sem hér birtist í þýðingu, þarfnast e. t. v. skýringar. Andrew Marvell, liið nafntogaða 17. aldar skáld, orti kvæði, sem heitir To His Coy Mistress, og talar þar um hinn vængjaða vagn tíinans, er hann lieyri sífellt nálgasl að baki sér. I minningu þeirra hendinga ávarpar MacLeish Marvell í heiti kvæðis sins um snúning jarðkringlunnar og rás daganna.

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.