Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 16

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 16
ARCHIBALD MacLEISH: Þú, Andrew Marvell Og undir sól í eyktarstað hér efst á jarðar hádagsnúp að finna að stöðugt fellur að nieð flóðsins þunga nóttin djúp að finna að hríslast húmið svalt upp hvelað austrið jafnt og þétt unz skuggans nepja nístir allt hið neðra sérhvern jarðarblett að kringum lauf af laufi á trjám í lundum Indlands blánar kvöld og Irans liáfjöll uppað knjám í ólgumyrkri standa en köld og kynleg dimma krýpur leynt hjá Kermansja á auðri jörð um ferðalanga á ferli seint í fölva dags um vestur-skörð og myrkurs bylgja um Bagdað fer og brúna þegar kvöldsins rönd um þögult fljótið þokar sér og þvert um Arabíu lönd svo hjólför dýpka um hrunið grjót úr höllum Palmíru og brátt af Líbanon er máð allt mót og myrkvuð Krít við skýrof liátt og síðan liorfin Sikiley þó sindri á hvítan væng um stund og hilli á sjónum segl og fley er sveiþast skugga í næsta mund og yfir Spán leggst auðnarnótt og Afríku með gullinn sand er kvöldið slokknar hægt og hljótt unz hvergi skímu slær á land né framar löngu Ijósi á sjó — að líta sól í hádagsstað og finna hversu hröð og þó svo hyldjúp fellur nóttin að ... Helgi Háljdanarson þjjddi Archibald MucLeisli, Ijóðskáld og leikritahöfundur, er talinn meðal höfuðskálda Bandaríkjanna. Sem stendur er verið að leika eftir hann nýtt leikrit, J. B., á Broad- way, byggt á Jobsbók. Heiti þessa kvæðis, sem hér birtist í þýðingu, þarfnast e. t. v. skýringar. Andrew Marvell, liið nafntogaða 17. aldar skáld, orti kvæði, sem heitir To His Coy Mistress, og talar þar um hinn vængjaða vagn tíinans, er hann lieyri sífellt nálgasl að baki sér. I minningu þeirra hendinga ávarpar MacLeish Marvell í heiti kvæðis sins um snúning jarðkringlunnar og rás daganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.