Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 47

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 47
FRÁ UPPTÖKUM AÐ ÓSI 133 skyldi valda Miss lloss slíkum áhyggjum. — Er hann hjólaði löturhægt. heim á leið, var honum miklu rórra eftir þessa ákvörðun. Og Anne Stafford hvarf úr huga hans — reyndar aðeins um sinn. Er heim kom drakk hann teið sitt; og móðir hans innti hann eftir því, hvað hann þyrfti að lesa undir morgundaginn. Það er lítið í þetta sinn, skrökvaði hann — og nefndi til kafla í mannkynssögu, sem hann hafði þegar lesið og myndi geta þulið f.vrir henni auðveldlega. Jœja, en Ijúktu þvi af þegar þú ert búinn með teið þitt, sagði hún. Eg hef rckizt á Ijóð, sem þú hefur kannske gaman af að heyra. Það er eftir Shelley og nefjiist Óður til vestanvindsins. Það er langt, en við getum farið gegnum það í köflum og rifjað það upp í heild eftir á. Hann kinkaði kolli, leit til klukkunnar og reiknaði lit, hve langan tíma hann hafði til stefnu. — Er hann hafði lesið mannkvnssögu í stundarfjórðung, opnaði móðir hans „Gull- inn fjársjóð" í svörtu leðurbandi, setti upp gleraugu, leit á son sinn til að sjá hvort hann væri reiðubúinn að hlusta; hóf síðan lestur sinn, hægan og lágan . . . En stundin var þrungin eftirvæntingu ann- ars eðlis. Það var í senn líkt og tíminn stæði kyrr — en væri þó naumari en skyldi. Móts- staðurinn var þrjár mílur í burtu. Loks þegar Stephen komst af stað, ákvað hann að fara fótgangandi. Fyrsta spölinn reikaði hann, ofur laumulega, því að hann óttaðist mest, að faðir sinn kynni að kalla til sín og fá sér verk að vinna, einmitt er sízt skyldi. En þegar liann var kominn úr augsýn manna, spretti hann úr spori allt hvað af tók; knú- inn mætti heitra tilfinninga og æskubráðlætis hljóp hann; hljóp unz hann var næstum kom- mn á leiðarenda. Þá lét hann sér nægja að ganga; gekk meira að segja löturhægt síð- asta spölinn. Og nú fyrst varð honum alvar- lega hugsað til þess, hvernig allt þetta kynni að fara: á hvern hátt Anne myndi bregðast við. Vel gæti farið svo, að hún yrði honum fráhverf; að lnin vildi ekkert annað en tala ... Ilún myndi koma gangandi eftir veginum og segja: Sœll, Stephen — og brosa; kannske hlæja við, vandræðaleg. Og einnig hann sjálfur myndi verða vandræðalegur, enda- þótt hann mætti ekki láta á þvi bera. Enn varð honum hugsað til áfloganna í skólanum; aftur sá hann fyrir sér hin upprunalegu augu konunnar: alvarleg, en þó hvetjandi; því hann hafði í rauninni ekki verið að gera neitt ann- að en það sem hún beinlínis vildi að hann gerði . . . Þannig hugleiddi hann það drjúga stund, hvernig stefnumótið myndi verða. — Að sjálfsögðu yrði hann að fara með hana á afvikinn stað; þann stað hafði hann þegar valið. Þar myndu þau geta verið í algjöru næði. Svo myndi hann fikra sig nær henni — jafnvel kvssa liana? Nei; það var bjánalegt. Fyrst ætlaði hann heldur að snerta hönd hennar, og brjóst; og ef hún hefði ekkert á móti þessu tvennu — þá læri hennar . . . En þegar hér var komið hugleiðingunum, og hann var enn aleinn úti í náttúrunni, varð hann skyndilega gripinn annarlegri tilfinn- ingu. Enginn sá til hans; því síður las nokkur hugsanir hans. En allt í einu fannst honum hann vera að hugsa ljótt. Hann sá stúlkuna fyrir sér í öldungis nýju ljósi — varnarlausa. Sjálfur vissi hann ekki, hvers hann var maður til; kannske var hann sízt maður til að taka hugsanlegum afleiðingum verka sinna ... Ef Anne Stafford yrði útlæg ger úr samfélaginu; ekki aðeins hann, heldur einnig hún, jafnvel hún svo miklu fremur . . . Þeirri tilhugsun j)vrmdi yfir hann, einmitt nú, er hann bjóst við stúlkunni á hverri stundu. Sú tilhugsun var einnig slungin iðrun, jafnvel viðbjóði, rétt eins og hann hefði þegar framið glæp; eins og hann nú j)egar gæti séð hana liggja varnarlausa, svívirta, eyðilagða . . . Hann lyfti höfði mót heiðum kvöldhimn- inum. Umhverfis var sveitin hans, landið lians: engin, trén, vegirnir; og áin. Skammt þaðan sem hann stóð, rann hún í bugðu milli hárra snarbrattra bakka; þar hét Quarry- bugða. Hann brosti er hann minntist þess, að fornkeltar höfðu trúað því, að sérhvert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.