Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 32

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 32
118 HELGAFELL ef hann virðist á stundum hafa meiri mætur á hryssunni, má ástæðan vera sú, að henni getur hann brallað, ef hann langar til. ★ En hvað varðar þetta hagkvæmd landbún- aðarins? Ekki neitt, að séð verði, en óbein- línis kann það að jaðra við vandamálið. Sú blanda ýmissa þjóðflokka af óvissum uppruna, sem kallast norsk þjóð, hefur mót- azt af náttúrufari og ævikjörum í nokkrar þúsundir ára, unz kalla má, að margir straum- ar hafi fallið í einn farveg. Og það kynlega sambland af brattlendum, grýttum ökrum, nábúakryt og arðlausu striti, sem kallast norskur landbúnaður, hlýtur samt með ein- hverjum hætti að hafa borgað sig, úr því að hann hefur haldið lífinu í þessari þjóð jafn niargar þúsundir ára. Og þessar margbreyttu blöndur tvær köllum vér einu nafni Noreg. Það ber og við, að sitthvað gott sprettur upp af firnindunum einstöku sinnum. Mikið langræði, torfært land og fannfergi á leiðum kenndi mönnum til að mynda að ganga á skíðum. íþróttin sjálfsagt aðfengin í fyrstu, en hér hefur hún náð að þróast, af því landið er svo örðugt umferðar. Þverlyndi og sjálf- ræðisþörf hefur valdið nýju landnámi, frá örófi vetra til þessa dags, og átt drjúgan þátt í að þenja byggðina upp til fjalla. Um slíkt landnám segir svo í nefndri áætlun um hag- kvæmi landbúnaðarins: „Ríkinu ber ekki að styrkja stofnun ný- býla, sem eru ekki svo stór, að . . I sömu áætlun segir og á þessa leið: „ ... stækka búin, meðal annars á þann hátt að gera eitt úr mörgum .. Góð hugmynd og hagkvæm. Við skulum þá vona, að norskir bændur hafi skipt um skoðun og lát.i sér lynda að flytja saman í hnapp. Ýmislegt hefur áður verið prófað af líku tagi og reyndar borið nokkurn árangur. Forðum daga bar Haraldur hárfagri í brjósti mikla hagkvæmdarhugsjón — og má þó vera, að hann hafi einkum stefnt til þess að auka vald sín sjálfs. Hugsjón hans rættist að nokkru leyti, sem kunnugt er. Ilann gerði eitt bú úr mörgum smáum. En sumir hleyptu á haf út og námu land þar sem hann fékk ekki við þá tjónkað: ísland. Og svo var að sjá sem ísland væri ekki nógu kalt, því sum- ir héldu enn lengra og fundu jökul mikinn og opna fjörðu við rætur lians. Og þeir kunnu að beita áróðurs-skreytni líkri sem gjörðist löngu síðar og kölluðu jökul þenna Grænland. Nú mætti ætla, að vitleysa þeirra hefði keyrt nógu langt úr hófi fram. Víst var það. En þeir fundu Vesturheim — eins og fjalla- bóndinn bjó til skíðin. Sæfararnir áttu ekki rnesta sök á því, að fundurinn varð afdrifa- laus. Móts við höfuðbólið Noreg var Island smábýli og Grænland kot eitt. En á höfuð- bólinu létu menn sig litlu varða, hvað kot- bændurnir höfðu fundið. Má og vera, að þeir hafi vænzt þess, eftir Grænlands nafninu að dæma, að í Vínlandi væri einvörðungu vatn . . . Margar breytingar hefur borið að höndum í sögu Noregs. Veðurlagsbreytingar, valda- breytingar, verðfall og verðhækkun. En í fyrri daga bar þessar breytingar ekki bráð- ara að en svo, að mönnum gafst tóm til að staldra við og ná áttunum. Nú á dögum gerist allt skjótar. Við höf- um séð dæmi um það. Víðs vegar í Noregi stóðu bæir hátt til fjalla, sem nefndir voru heiðarbýli. Á nítj- ándu öldinni fækkaði veiðidýrum smátt og smátt á fjöllum, og heiðarbúar gátu ekki komizt af. Þá var að flytja til Vesturheims. í lok síðustu aldar var timbur í háu verði. Margir skógarbændur, sem áttu leigubýli inni í skógi, fundu, að það var arðvænlegt að láta jarðirnar vaxa skógi. Þá fóru bæ- irnir I eyði, hundruðum saman, grjóthrúgur og allt hvað þar var. Nú vex þar þykkur skógur, og fólkið býr í Vesturheimi. I bæði skiptin var um hagkvæmd að ræða. En var þetta Noregi til hagsbóta? Það var Vesturheimi til hagsbóta, hann eignaðist margar þúsundir harðgerra og dug- andi verkmanna. En mikið fór í kostnaðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.