Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 70

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 70
156 HELGAFELL finningu og frískan stíl, sem bjargar honum oft á síðustu stundu frá því að liggja í. Hann ræður vfir tækni, sem oft fer bil beggja, eins konar snarræðis og slembilukku. Og hann get- ur verið skemmtilegur, en það er eins og allir vita, nema helzt ritdómarar, ekki svo lítils virði. En persónur hans skortir, þegar til kem- ur, þá dýpt og fjölbreytni vitundarlífs, sem hann ætlar þeim og gefur lesandanum ávísun á. Manni dettur oft í hug, að þær hljóti að hafa alið tilfinningalíf sitt á lestri miklu lé- legri og hátíðlegri höfunda en t. d. Guðmund- ur Daníelsson er sjálfur. Samt hefir Guð- mundur skapað bráðlifandi persónur, þegar hann hefir ætlað sér af og sniðið sér nógu þröngan stakk eins og í Blindingsleik, sem mér virðist miklu betri saga en Hrafnhetta, af því að hún gerir persónum sínum fyllri skil innan þeirra marka, sem atburðarás henn- ar setur. Sú saga er heilsteypt og vel unnin og ennfremur cr skylt að játa, að jafnvcl í þeim sögum, þar sem Guðmundur hættir sér gálauslegast út á óstætt, fá hálfskapaðar per- sónur oft stundarlíf fyrir sjónum lesandans af því að gleði höfundar sjálfs yfir sköpun sinni er svo ótvíræð og aðlaðandi. Hlutabréf í sólarlaginu eftir Dag Sigurðs- son (Helgafell) er talsvert frumleg og fersk bók, þrátt fyrir skrýtið bergmál frá öðrum skáldum á stöku stað, t. d. frá Esra Pound í Vallarljóð. Vel má vera, að þetta bergmál sé alveg ómeðvitað. Siðasta kvæðið í bókinni held ég að sé bezt. Það heitir Sjómennska og er nýstárlegt hjá okkur, í senn hart og við- kvæmt, ósvífið og barnalegt. Því er kastað framan í lesandann, cins og reyndar fleirum þessum kvæðum, kurteisis- og viðvörunar- laust. Höfuðskepnurnar eru annað mjög gott kvæði. Sumir lesendur kvarta yfir klámi í þessari bók og vel má vera, að orðbragðið sé ónauðsynlega gróft á stöku stað, en það er að minnsta kosti hvergi væmið klám. Og víst er, að við eigum fyrir höndum tímabil hrana- legri og óvægnari bersögli í kynferðislýsingum heldur en við höfum vanizt á prenti. Slík bersöglistefna gengur nú vfir Vesturlönd. Hitt er jafnvíst, að þetta tímabil verður ekki mjög langt, því að fátt gengur eins fljótt úr sér eins og klám í bókmenntum, og púrítan- isminn er ósigrandi, þó að hann verði að beygja sig um sinn. Klám er auk þess eins konar rányrkja á tungunni, og það líður ekki á löngu unz hún krefst hvíldar. En hvað sem þessu líður, eru sum kvæði Dags tvímæla- laus skáldskapur, hvort sem lesandanum líkar betur eða verr. Horft á hjarnið eftir Jóhannes Helga (Helgafell) eru þrjár sögur fléttaðar saman — með mjög fallegum inngangi. Að svo miklu leyti scm ég skil þessa bók (ég fæ til að mynda ekki almennilega skilið, hvernig sögurnar koma hver annarri við; sennilega eru tengsl þeirra of persónuleg til þess, að þau verði skilin með góðu móti), þá virðist mér hún betri en smásagnasafn Jóhannesar, sem kom út í fvrra — einlægari, næmlegri og látlausari. Sigurður A. Magnússon hefir birt ljóðabók, Ivrotað í sand (Helgafell). Mér virðist af rit- dómum, að hún sé að einhverju leyti látin gjalda þess, að Sigurður er ritdómari. Slíkt er mjög ranglátt og kemur í raun og veru alls ekki málinu við að öðru leyti en því, að það er eitthvað skemmtilega einarðlegt við mann, sem er gagnrýnandi að atvinnu og gefur út ljóðabók, jafnvel þótt hann viti — eins og ég er handviss um, að Sigurður veit — að kvæðin séu misjöfn og sum nái ef til vill ekki þeim kröfum, er hann hlýtur eins og áður með fullum siðferðilegum rétti sem ritdómari að sctja öðrum. Kvæðin eru bersýnilega frá ýmsum tíma, sum þeirra „æskukvæði" og það er vitanlega ekkert nýtt, þegar fullorðinn höfundur gefur út fyrstu ljóðabók sína, að hann láti fljóta með kvæði, sem hann er alls ekki ánægður með — til þess að losna við þau. Slík kvæði eiga auk þess venjulega rétt á sér, þó að ekki væri nema vegna þess, að þau hafa sögulegt gildi, þegar verk manna eru metin eftir á — og þess ber þá jafnan að minnast, að það er heldur ólíklegt, að maður verði gott skáld, nema hann liafi einhvern tima ort sín „æskukvæði". En þessar athugasemdir eiga síður en svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.