Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 73

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 73
BÓKMENNTIR 159 En áður en Myndir úr þjóðlífinu verða endurprentaðar, þarf að leiðrétta margar prentvillur. Það er ósiður að lesa ekki próf- arkir. P. B. Ferð um íornar slóðir. Landið helga eftir Jóhann Briem. Almenna bókafélagið 1958. Rétt fyrir jólin kom út hjá Almenna bókafélaginu lítil bók, „Landið lielga1' eftir Jóhann Briem, listmálara. Höf- undurinn hefir sjálfur gert teikningar í bók- ina, en auk þess eru innlímdar nokkrar mál- verkaprentanir, eftir myndum, sem hann gerði í landinu helga. Þetta er ákaflega geð- feld bók, málverkin og teikningarnar mjög fallegar, og vel frá henni gengið. nema hvað mér finnst bandið stinga dálítið í stúf við efni og frágang innan spjalda. Bókin lætur þó mjög lítið yfir sér eins og höfundur henn- ar, en hún vinnur hug manns því meira, þeg- ar henni er flett og lestur hefst. Ein hin áhrifamesta stund sem ég minnist frá síðari árum, og sem rifjast strax upp við lestur þessarar bókar, var þegar ég kom í Skálholt og sá steinkistu Páls biskups. Krist- ján Eldjárn og félagar hans voru að losa moldina kringum kistuna af mikilli nærfærni og notuðu til þess litlar skeiðar og spaða. Kist- an var meira en hálf komin uppúr jörðu, er okkur bar þar að, og var það augnablik líkast því að horfa á löngu látið stórmenni stíga uppúr gröf sinni og kveðja sér hljóðs. Þó það standi skýrum stöfum í gömlum biskupasögum, að Páll biskup hafi látið höggva sér steinþró ágæta hagliga, þá er hann var lagður í eftir andlát sitt, munu eflaust fáir hafa reynt að gera sér grein fyrir því, hvernig sú kista hafi verið, — ef þeir yfir- leitt tóku frásögnina bókstaflega, — hvað þá að það kæmi í nokkurs manns hug, að hún væri slíkur kjörgripur, sem raun var á. Dá- lítið svipað gerist innra með manni við lestur ferðapistla Jóhanns Briem. Frásögn lians og teikningar frá landinu helga, frá Kapernaum, Maríulind, Nazaret, allt dregur þetta okkur í nálægð við sjálfa atburðina, sem ljóma kasta á þessi nöfn, og þeir koma beinlínis til okkar, eins og þeir væru að gerast þá stundina, tjá sig á svo lifandi tungu, að við sjáum jafnvel Krist koma gangandi til okkar utan af Gene- saretvatni, og sögnin af því, er hann mettaði fimm þúsundir manna með nokkrum brauð- um og fáeiuum fiskum, verður jafnsannfær- andi og lýsingarnar á hinum miklu skálum fornaldarinnar, er við stígum inn í bæinn að Stöng í Þjórsárdal. Erásaga Jóhanns Briem ber mörg einkemii góðra bókmennta, sem hreyfa við gömlurn samgróningum í sálinni. Þegar lífið kallar þannig á okkur til að fá staðfesta gamla sögu, trúarteikn úr fjarlægum öldum, leitar hugurinn oftast í leiðinni heim á fornar slóðir, þar sem barnatrú okkar festi rætur í ungu brjóstinu, heim til æskustöðvanna, í hús föð- ur og móður, sem aldrei sögðu okkur annað en sannleikann og kunnu samt að leysa úr öllum okkar vanda. Þótt ferðasaga Jóhanns Briem segi frá stöð- um, þar sem mestir atburðir hafa gerzt, er varða hinn kristna heim, þá verður lesandinn þess brátt var, að erindi hans til landsins helga var ekki að festa á blað nýjan sann- leik, né lýsa með mikilli orðkyngi bernsku- stöðvum þeirra kynslóða er mestar sögur hafa farið af í veröld okkar. Bókin er skrifuð af fádæma látleysi, en þó svo miklum næm- leik, að vel mætti ímynda sér við lestur hennar, að hér væri sá maður á ferð um iandið helga, er þangað væri kominn til að vitja hinzta dvalarstaðar foreldra sinna eða náinna ættingja. Og fyrir bragðið fylgir les- andinn Jóhanni fet fyrir fet um landið, hrífst með honum af hinni stóru, dökkrauðu sól, er hún kemur upp fyrir Olíufjallið, og hann stendur við hlið hans á hæðunum fyrir aust- an Jerúsalem, þar sem sést til Síons, með gröf Davíðs á toppnum og horfir yfir Kedron- dalinn og Getsemanegarð, en austan undir Olíufjallinu sér heim til bæja í Betaníu og út á Dauðahafið. Mér finnst þessi litla bók vera listaverk. Erá- sögnin er hvergi ýtarleg, því að hér hafa allir kristnir menn sjálfir átt heima einhverntíma ævinnar, og hver og einn geymir sínar minn- ingar, sem hvorki má trufla með persónuleg- um útlistunum né vanhelga óþarfa orðum. Jóhann Briem hefir sennilega farið til lands- ins helga til þess að gera frumdrög að nokkr- um málverkum, og áreiðanlega ekki til þess að skrifa handa okkur nýjar biblíusögur. En hann hefir samt gert það. R. J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.