Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Page 48

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Page 48
134 HELGAFELL fljót væri ímynd einhverrar gyðju. Áin lians var ímynd gyðjunnar Annalee. í dag var fimmtudagur. Á laugardaginn hugsaði hann sér að fara snemma að heiman og ganga meðfram ánni, mótstreymis; klífa klettana hið efra, unz hann kæmist að upp- tökum hennar langt uppi í fjöllum, ofar allri mannabyggð, jafnvel ofar öllum lögum og rétti. En skyndilega fékk hann kökk í hálsinn. Hann sá kvenmann koma á reiðhjóli í átt frá bæ Staffords. Honum varð órótt. Nú óttaðist hann þau augu, er hann liafði séð fyrr í dag; og samt var hann á valdi þeirra, óneitalega ... Stúlkan á reiðhjólinu nálgaðist. En þegar til kom, þá var þetta ekki Anne Stafford; og það gladdi hann. — Þetta var Miss Ross. Hann jafnaði sig aftur, stóð kyrr og beið þess hún kastaði á hann kveðju um leið og hún færi framhjá. — En hún fór ekki framhjá. Hún beygði út af veginum, út í gras- ið, rakst á steinnybbu og var næstum dottin af reiðhjólinu áður en hún næði af stíga af baki. Hann bjóst við, að þetta smáóhapp myndi koma henni úr jafnvægi; svo hátíðleg sem hún yfirleitt var, fannst honum næsta hjá- kátlegt að sjá hana á reiðhjóli. En þetta virt- ist lítil sem engin áhrif hafa haft á hana. Hún leit sem snöggvast í augu honum, síðan fram- hjá, líkt sem lnin óttaðist að horfa framan í hann; sagði svo án þess að brosa: Gott lcvöld, Stephen. Hann blés hári frá augum sér og svaraði: Gott kvöld, Miss Ross. — Og nú tók hann eftir því, að hún var klædd nýjum hvítum kjól, óvenju-flegnum í hálsinn. Hann sá ekki betur en hún væri ujjpábúin, eins og eitthvað mikið stæði til. Iíún var að vísu alltaf mjög hreinleg og snoturlega klædd við kennsluna; en nú var engu líkara en hún hefði vandað sig alvæg sérstaklega. Hiin var berhöfðuð, og hár hennar ekki lengur bundið í hnút í hnakka, heldur í tveim nosturslegum vöndl- um til beggja hliða, festum saman með marg- litum spennum. Innan úr myrkri forneskju brauzt fram það eðli hins vaxandi manns að vTirða hana fyrir sér, meta hana — og hafna henni síð- an; því auk þess sem hún var kennari hans og útlit hennar að öllum jafni í tengslum vTið heilaglcikann, gerði hans eigin æska það að verkum, að hann skipaði henni á bekk með móður sinni og öðrum fullorðnum konum sem hann þekkti, þótt ekki væri slíkt alls- kostar réttlátt. Stephen, sagði hún Iágt, en var mikið niðri fyrir og vildi auðheyrilega að hann liti framan í sig: Anne — Anne Stafford kemur ekki. Hann þagði við. En hann hugsaði því fleira: hann vissi vel, hve orðrómur getur borizt fljótt manna á milli um heilt byggðarlag; og sektarvitund hans sjálfs jók grun hans um helming. Kannske hafði Anne trúað einhverj- um fyrir leyndarmálinu — þessi einhver sagt Miss Ross það, Miss Ross farið með það í Stafford gamla, og Stafford klagað hann fyrir skólastjóranum og föður hans . . . Eða hvers vegna skyldi Miss Ross annars hafa lagt það á sig að fara alla leið hingað niður að Quarry- höfða, fjögurra mílna veg þaðan sem hún bjó . . . ? Drottinn minn, stundi hún upp, í lágu hvísli. Drottinn minn, hvað á ég að gera; og hvað er ég að hugsa ...? Hann sá varir hennar bærast; líkama henn- ar að öðru leyti hreyfingarlausan, líkast sem í spennu. Nú leit hún beint í augu hans, en ekki hálfvegis framhjá honum lengur. Og það var sem hún skynjaði löngun hans til að flýja, ])ví skyndilega rétti hún fram báðar hendur, eins og sá sem fallið hefur í djúpt vatn teygir sig eftir hjálp. Svo greip hún höndum um vanga hans og mælti í hálfum hljóðum: Stephen! Stephen! Ilann stóð kyrr; og með þögn sinni viður- kenndi hann rétt hennar til að ávíta, refsa eða leiðbeina, rétt eins og væri hún sálusorg- ari, foreldri, biskup, dómari eða jafnvel kon- ungur. Iíann fann leggja ilmvatnslykt úr fötum hennar, blandna öllu rammari daun af svita, þótt veikur væri; og við snertingu hvít- mjúkra handa hennar fann hann nú, að hún titraði. Augu hans leituðu upp með hand- leggjum hennar innanverðum, að andlitinu, að

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.