Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 48

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 48
134 HELGAFELL fljót væri ímynd einhverrar gyðju. Áin lians var ímynd gyðjunnar Annalee. í dag var fimmtudagur. Á laugardaginn hugsaði hann sér að fara snemma að heiman og ganga meðfram ánni, mótstreymis; klífa klettana hið efra, unz hann kæmist að upp- tökum hennar langt uppi í fjöllum, ofar allri mannabyggð, jafnvel ofar öllum lögum og rétti. En skyndilega fékk hann kökk í hálsinn. Hann sá kvenmann koma á reiðhjóli í átt frá bæ Staffords. Honum varð órótt. Nú óttaðist hann þau augu, er hann liafði séð fyrr í dag; og samt var hann á valdi þeirra, óneitalega ... Stúlkan á reiðhjólinu nálgaðist. En þegar til kom, þá var þetta ekki Anne Stafford; og það gladdi hann. — Þetta var Miss Ross. Hann jafnaði sig aftur, stóð kyrr og beið þess hún kastaði á hann kveðju um leið og hún færi framhjá. — En hún fór ekki framhjá. Hún beygði út af veginum, út í gras- ið, rakst á steinnybbu og var næstum dottin af reiðhjólinu áður en hún næði af stíga af baki. Hann bjóst við, að þetta smáóhapp myndi koma henni úr jafnvægi; svo hátíðleg sem hún yfirleitt var, fannst honum næsta hjá- kátlegt að sjá hana á reiðhjóli. En þetta virt- ist lítil sem engin áhrif hafa haft á hana. Hún leit sem snöggvast í augu honum, síðan fram- hjá, líkt sem lnin óttaðist að horfa framan í hann; sagði svo án þess að brosa: Gott lcvöld, Stephen. Hann blés hári frá augum sér og svaraði: Gott kvöld, Miss Ross. — Og nú tók hann eftir því, að hún var klædd nýjum hvítum kjól, óvenju-flegnum í hálsinn. Hann sá ekki betur en hún væri ujjpábúin, eins og eitthvað mikið stæði til. Iíún var að vísu alltaf mjög hreinleg og snoturlega klædd við kennsluna; en nú var engu líkara en hún hefði vandað sig alvæg sérstaklega. Hiin var berhöfðuð, og hár hennar ekki lengur bundið í hnút í hnakka, heldur í tveim nosturslegum vöndl- um til beggja hliða, festum saman með marg- litum spennum. Innan úr myrkri forneskju brauzt fram það eðli hins vaxandi manns að vTirða hana fyrir sér, meta hana — og hafna henni síð- an; því auk þess sem hún var kennari hans og útlit hennar að öllum jafni í tengslum vTið heilaglcikann, gerði hans eigin æska það að verkum, að hann skipaði henni á bekk með móður sinni og öðrum fullorðnum konum sem hann þekkti, þótt ekki væri slíkt alls- kostar réttlátt. Stephen, sagði hún Iágt, en var mikið niðri fyrir og vildi auðheyrilega að hann liti framan í sig: Anne — Anne Stafford kemur ekki. Hann þagði við. En hann hugsaði því fleira: hann vissi vel, hve orðrómur getur borizt fljótt manna á milli um heilt byggðarlag; og sektarvitund hans sjálfs jók grun hans um helming. Kannske hafði Anne trúað einhverj- um fyrir leyndarmálinu — þessi einhver sagt Miss Ross það, Miss Ross farið með það í Stafford gamla, og Stafford klagað hann fyrir skólastjóranum og föður hans . . . Eða hvers vegna skyldi Miss Ross annars hafa lagt það á sig að fara alla leið hingað niður að Quarry- höfða, fjögurra mílna veg þaðan sem hún bjó . . . ? Drottinn minn, stundi hún upp, í lágu hvísli. Drottinn minn, hvað á ég að gera; og hvað er ég að hugsa ...? Hann sá varir hennar bærast; líkama henn- ar að öðru leyti hreyfingarlausan, líkast sem í spennu. Nú leit hún beint í augu hans, en ekki hálfvegis framhjá honum lengur. Og það var sem hún skynjaði löngun hans til að flýja, ])ví skyndilega rétti hún fram báðar hendur, eins og sá sem fallið hefur í djúpt vatn teygir sig eftir hjálp. Svo greip hún höndum um vanga hans og mælti í hálfum hljóðum: Stephen! Stephen! Ilann stóð kyrr; og með þögn sinni viður- kenndi hann rétt hennar til að ávíta, refsa eða leiðbeina, rétt eins og væri hún sálusorg- ari, foreldri, biskup, dómari eða jafnvel kon- ungur. Iíann fann leggja ilmvatnslykt úr fötum hennar, blandna öllu rammari daun af svita, þótt veikur væri; og við snertingu hvít- mjúkra handa hennar fann hann nú, að hún titraði. Augu hans leituðu upp með hand- leggjum hennar innanverðum, að andlitinu, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.