Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 6
inu heitið Flóra, og viljum með því undirstrika tengsli þess við grund-
vallarrit islenzkrar grasafrœði.
1 boðsbréfi að ritinu segir svo: „Megintilgangur þess er að koma á
framfœri vísindalegum ritgerðum um islenzka flóru, gróður landsins,
og gróðursögu og sérhvað annað, er íslenzka grasafrœði varðar. Einnig
mun það flytja ýmiss konar almennt og alþýðlegt efni um grös og gróð-
ur, grasnytjar og grasanöfn. Það mun birta stuttar yfirlitsgreinar um
rit, er varða grasafræði landsms. Það mun og beita sér fyrir hvers kon-
ar endurbótum á sviði grasafrœðinnar og annarrar náttúrufrœði i land-
inu. Ritið er œtlað islenzkum grasafrœðingum og þeim, sem islenzkri
grasafrœði unna. í samrœmi við það verður ritið aðallega skrifað á ís-
lenzku. Öllum greinum um frumrannsóknir mun þó fylgja stutt yfir-
lit á einhverju heimsmáli."
Við þetta er engu að bæta. Efnið er ótæmandi og miklu meira en
lítið ársrit getur flutt. En undir viðtökum almennings er það komið,
hvort unnt verður að halda uppi þessari viðleitni, til að skapa sam-
band milli frœðimanna og allrar alþýðu.
Að endingu færi ég innilegar þakkir þeim sem stutt hafa að út-
komu þessa rits. Menningarsjóður Akureyrar, Menningarsjóður Kaup-
félags Eyfirðinga, Menntaskólinn á Aluireyri og Ræktunarfélag Norð-
urlands, hafa veitt útgáfunni þann fjárstyrk, sem baggamuninn reið
um tilveru þess, og Prentverk Odds Björnssonar hefur veitt ritinu
margvíslegan greiða og hjálj). Þetta verður seint fullþakkað. Má geta
þess, að þetta mun i fyrsta sinn, sem fyrirtæki og bæjarfélög hafa stutt
að útgáfu visindalegra rita hér á landi.
Akureyri á veturnóttum 1963.
STEINDÓR STEINDÓRSSON
frá Hlöðum.
IV