Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 35
29
ar, og býr þar enn að þeirri gerð, sem hann átti manna mestan
þátt í.
A meðan á þessari hríð stóð virðist Stefán enga sérstaka stund
hafa lagt á að koma Akureyrarskóla í samband við Reykjavík-
urskóla. En í menntamálanefnd og umræðum á Alþingi um
Lærða skólann hafði hann fastlega fylgt frarn þeirri stefnu, að
dregið yrði þar úr latínukennslu, og neðri bekkjunum breytt
í gagnfræðadeild. Er ekki ofsagt, að kalla hann einn af helztu
forsvarsmönnum þeirra breytinga, sem gerð var á Latínuskól-
anum um þessar mundir. F.n frá sambandinu milli Akureyrar-
og Reykjavíkurskóla var ekki að fullu gengið fyrr en með
reglugerð 13. marz 1908. Hins vegar var reglugerð um Gagn-
fræðaskólann á Akureyri gefin út 11. nóv. 1905 og dugði hún
skólanum óbreytt í meira en þrjá tugi ára. Mun ólíætt að full-
yrða, þótt eigi hafi ég það skjalfest, að Stefán hafi liaft hönd í
bagga með samningu hennar. En næsta furðulegt má það telj-
ast, að ekki getur Hjaltalín skólastjóri þessarar reglugerðar
með einu orði í skólaskýrslu. Á fyrsta ári skólastjórnar sinnar
samdi Stefán reglur um daglega háttu skólans, sem að veru-
legu leyti gilda enn í dag.
Miklum áfanga var náð með byggingu skólahússins, sem vel
var við vöxt, og sambandinu við Menntaskólann í Reykjavík.
Má segja, að þar var lagður sá grundvöllur, sem síðar hlyti að
verða byggt á, þótt Stefáni entist ekki aldur til að lifa loka-
þáttinn.
Stefán Stefánsson tók við stjórn Gagnfræðaskólans á Akur-
eyri 1908. Næstu árin hreyfir hann ekki menntaskólamálinu.
Sennilegt er að honum hafi þótt vænlegra til sigurs í því efni
að láta skólann sjálfan afla sér þess orðstírs, að honum yrði
trauðlega neitað um aukin réttindi, þegar eftir þeim yrði leit-
að. Víst er, að hann lagði allt kapp á, að skólinn fyllti sem bezt
upp þær kröfur, sem til lians voru gerðar um val kennara,
nám og kennslu. Nokkru kann það að hafa valdið, að hann
bar menntun alþýðu mjög fyrir brjósti, og liann hafi grunað,
að ef skólinn yrði fullkominn menntaskóli og tæki að braut-
skrá stúdenta, mundi draga úr starfi hans senr alþýðuskóla.
Það var fyrst veturinn 1916—17, sem Stefán hreyfir því á