Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 91
85
minna kannaðir gróðurfræðilega. Hann lagði af stað 21. júní
vestur um Barkárdal og til Hóla, og þeim hluta ferðarinnar
lýsti liann í áður nefndri grein. Frá Hólum fór liann hratt yfir
vestur að Melum í Hrútafirði, og var kominn þar 25. júní.
Við Hrútafjörðinn dvaldist hann í 6 daga og fór þar upp um
heiðar og fjöll. Þaðan fór hann um Skálholtsvík og að Felli
í Kollafirði og er kominn þar 1. ágúst. Þar veiktist hann og
tafði það för hans um viku, en fylgdarmaður lians Páll H.
Gíslason, síðar kaupmaður, safnaði fyrir hann plöntum. Síð-
an fór hann nokkuð um Kollafjörðinn, út að Broddanesi og
í Broddaneseyjar, síðan norður um Strandir yfir Trékyllis-
heiði og allt norður að Árnesi. Þar hafði hann nokkra við-
dvöl, en hélt síðan lengst norður í Eyvindarfjörð. Að því
búnu fór hann yfir Ófeigsfjarðarheiði að Ármúla og þaðan
inn í Kaldalón. Síðan lá leiðin inn með Isafjarðardjúpi, í
Laugabólsskógi fann hann krossjurtina (Melampyrum silvati-
cum) í fyrsta sinn á íslandi, síðan hélt hann inn fyrir Djúp
og út með því að sunnan, um Vatnsfjörð, Mjóafjörð og Skötu-
fjörð og að Ögri. Dvaldist skannna hríð í Vigur hjá Sigurði
bróður sínum, en fór þaðan ti! ísafjarðar og suður um Breiða-
dalsheiði að Flateyri, þaðan að Lambadal í Dýrafirði og síð-
an um Glámuhálendið og ofan að Dynjandi í Arnarfirði. Úr
Arnarfirðinum fór hann urn Geirþjófsfjörð yfir Hornatær og
ofan í Vatnsfjörð á Barðaströnd. Síðan lá leiðin um Þing-
mannaheiði og Ijöllin ofan við firðina og yfir í Skálmardal.
Hinn 10. ágúst er hann á Reykhólum, og hafði þá farið fjörð
úr firði þar vestan að. Síðan fór hann að Ólafsdal, þaðan að
Hvammi í Dölum og síðan til Reykjavíkur.
Næsta ár 1894 fór Stefán lengstu ferð sína. Hann lagði af
stað frá Möðruvöllum hinn 6. júlí, sem leið liggur fram Eyja-
fjörð og suður Vatnahjalla um Laugarfell og undir Arnarfell
og var hann kominn þar 10. júlí. Þar veiktist liann hastarlega,
en komst þó áleiðis til byggða og var binn 14. júlí á Stóra-
Núpi. Þaðan lór hann austur um Rangárvalla- og Skaftafells-
sýslur. Hafði hann þar ýmsa viðkomustaði, sem of langt yrði
að rekja, en fór m. a. að Holti á Síðu og inn í Núpsstaðar-
skóg. Nokkurra daga dvöl hafði hann í Hornafirði, og fór þar