Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 21
nemenda sinna fyrir dásemdum náttúrunnar og verið menn-
ingarfrömuðir, hver í sínum verkahring. Vafalítið hefur liann
séð, hvað í hinum unga manni bjó á því sviði ekki síður en
til vísindastarfa. En hvað sem urn þetta allt var, þá tók Stefán
ákvörðun sína og hvarf frá menntabrunnum háskólans, glað-
værð Kaupmannahafnar og glöðu og ábyrgðarlausu stúdenta-
lífi heim í fásinnið í Hörgárdal, þar sem alvara lífsins, ábyrgð-
armikið starf og mergð óleystra verkefna biðu hans. Sú ákvörð-
un varð skólanum til lieilla og ekki síður íslenzkum náttúru-
vísindum og menningu. Og síðast en ekki sízt honum sjálfum
til meiri frama og manngildisauka en nokkur háskólapróf
lrefðu getað veitt. Hann óx með hinum nýju verkefnum, varð
menningargjafi umhverfis síns og þjóðarinnar allrar, sem hann
auðgaði og þokaði áleiðis í starfi sínu. En vafasamt er, hverju
hann hefði fengið áorkað, ef liann að loknu háskólaprófi, hefði
hlotið að setjast að í Reykjavík og lifa þar af stundakennslu
eða öðrum vinnusnöpum, eins og mátt hefði vænta, að lilut-
skipti hans hefði orðið að minnsta kosti fyrst í stað að öðrum
kosti. En nú er brotið blað í sögu hans og skal nú litast um
hversu aðkoman og aðstæðurnar voru norður á Möðruvöllum,
þegar hinn ungi náttúrnfræðingur ræðst þangað.
II. KAFLI
SKÓLAMAÐURINN
„Skólinn skal upp“.
Haustið 1887, hinn 9. október kemur Stefán Stefánsson að
Möðruvöllum í fyrsta sinn, og tekur til starfa næsta dag. Frá
þeim degi er líf hans og starf tengt Möðruvallaskóla og arftaka
hans á Akureyri. En hversu var ástatt um hag skólans á þessn
hausti?
Þegar Möðruvallaskóli hóf störf 1880, virðist honum hafa
verið tekið með fögnuði. Hann fyllist af nemendum þegar á