Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 65
59
og amtsráða. Með þessu sé það unnið að fénu verði varið til
jarðabóta, og mætti með þessurn hætti verja því til stórfram-
kvæmda, sem annars kæmust ekki í verk, auk þess sem ein-
stakir jarðabótamenn hlytu styrk.“#
Má að nokkru leyti segja, að hér komi fram sama grund-
vallarhugmynd og nú er upp tekin, til að afla stofnlánasjóð-
um landbúnaðarins fjár, þótt með öðru formi sé. Það er að
láta landbúnaðinn styðja sjálfan sig með sameinuðum átök-
um bænda en ekki að gera þá að styrkþegum landssjóðs. Auk
þess er að því stefnt að halda fjármagninu í héruðunum, eða
eins og hann segir: „Þetta er umsvifaminna heldur en að vera
að flytja féð fram og aftur frá sýslunum í landssjóð, og frá
landssjóði aftur út um sýslurnar, og það með talsverðum kostn-
aði og fyrirhöfn.“##
IV. KAFLI
Á ALÞINGI
Árið 1900 bauð Stefán sig fram til þingsetu í Skagafirði og
hlaut þar kosningu við góðan orðstír. Um þær mundir var
ólga mikil í stjómmálum. Dr. Valtýr Guðmundsson hafði bor-
ið fram frumvarp sitt til nýrrar stjórnarskrár, þar sem svo var
ákveðið að ísland fengi sérstakan ráðherra, íslending, sem bú-
settur væri í Kaupmannahöfn, en bæri ábyrgð fyrir Alþingi.
Með þessu hafði Valtýr rofið þá kyrrstöðu, sem verið hafði í
málunr þessum um langan aldur, og fyrstur þingmanna haft
einurð til að taka upp sanrningaleið við Dani um stjórnarmál-
ið. Deilur um frumvarp þetta urðu þegar í stað hinar áköf-
ustu, en svo hafði því aukizt fylgi, að ljóst var að kosningarn-
* Búnaðarrit 9. ár, bls. 166—167.
** Búnaðarrit 9. árg., bls. 168.