Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 8
9
framfaramál sveitar sinnar og landsins alls. Hann laafði látið
mikið til sín taka um livers konar menningarmál, og ekki lék
á tveimur tungum, að hann hafði átt drýgstan þátt í að hefja
skóla sinn úr fullkominni niðurlægingu. Og sama árið og hann
færði þjóðinni Flóru var hann kjörinn á þing í æskuhéraði
sínu, Skagafirði. Og næstu árin var hann einn af atkvæðamestu
mönnum þingsins. Fór þar saman glæsilegur persónuleiki,
hrífandi mælska og áhugi á hverju því máli, er til þjóðheilla
horfði.
Síðar gerist hann skólastjóri, annars helzta framhaldsskólans
í landinu, og hvarvetna þar sem unnið er að menningar- og
framfaramálum er hann í fylkingarbrjósti. En sól bregður
sumri skjótar en menn höfðu vænzt.
Slíkir menn eru það, sem skáldið kveður um „þeir hrundu
vorum hag á leið með lieillar aldar taki“. Störf þeirra og líf
eru sífelld áminning til eftirkomendanna að taka upp merki
þeirra og fylgja því ótrauðir til nýrra og meiri starfa.
I. KAFLI
UPPVÖXTUR OG NÁMSÁR
í heimahögum og skóla.
Stefán Jóhann Stefánsson fæddist að Heiði í Gönguskörð-
um í Skagafjarðarsýslu hinn 1. ágúst 1863. Foreldrar hans voru
Stefán bóndi Stefánsson, bónda í Keflavík í Hegranesi og Guð-
rún Sigurðardóttir hreppstjóra Guðmundssonar á Heiði. Stef-
án eldri var af hinni kunnu Hrólfsætt í Skagafirði. Hann var
mætur bóndi, sæmilega efnum búinn, en sást þó aldrei fyrir
um fjárútlát, ef um var að ræða áhugamál hans, eða veita
þeim, sem þurfandi voru. Var örlæti hans löngum við brugð-
ið. Hann átti hlut að mörgum nytsemdarmálum í Skagafirði
um sína daga, samgöngubótum, stofnun barnaskóla á Sauðár-
króki og sundkennslu, svo að eitthvað sé nefnt. Áhugamaður
var hann með fágætum. Ólafur Davíðsson, segir um liann í