Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 67
61
við Dani um samband íslands og Danmerkur. I þeim sarnn-
ingum fylgdi Stefán Hannesi Hafstein, og í gerningaveðri því,
senr gert var gegn sambandslaga uppkastinu féll Stefán fyrir
Jósef J. Bjömssyni. Valtýr Stefánsson segir, að mönnum Iiafi
komið ósigur Stefáns nijög á óvart, sakir vinsælda bans og
tengsla við Skagfirðinga. Stefán tók ósigri sínum með svo
fullkomnu jafnvægi og karlmennsku, að Valtýr segir það liafi
verið sér minnisstætt ætíð síðan.* Sama ár gerði Hannes Haf-
stein bann konungkjörinn þingmann, og það var liann til
1915, að kosningalögum var breytt, og konungskjör þing-
manna úr lögum numið. Sat hann alls á 11 þingum og var
forseti Efri deildar á þremur síðustu þingunum, 1913—1915.
Þingsetu Stefáns má skipta í tvö aðgreind tímabil. Á með-
an hann var þjóðkjörinn og sat í neðri deild, var hann einn
af atkvæðamestu mönnum þingsins. Hann á þá sæti í flestum
mikilvægustu nefndum þess, svo sem fjárveitinganelnd og öll-
um nefndum, sem fjalla um menntamál, nær öllum búnaðar-
málanefndum, en auk þess í fjölmörgum öðrum, svo sem um
bankamál, samgöngumál o. fl„ en þá voru nefndir kosnar til
þess að fjalla um sérstök mál, en ekki fastar eins og nú gerist.
Eftir að Stefán kemur í Efri deikl gætir hans minna. Enn sem
fyrr, á hann sæti í mörgum nefndunr, unz hann er kjörinn
forseti deildarinnar á síðustu þingunum. Þau mál, senr hann
lielzt lætur til sín taka eru senr fyrr mennta- og landbúnaðar-
mál. En lrann talar nú miklu sjaldnar en fyrr. Annars var Stef-
án aldrei mjög talandi á þingi. Ræður hans eru oftast frem-
ur stuttar, hann lieldur sér fast við efnið og er laus \'ið útúr-
dúra og skætinsj. Gegnir nokkurri furðu, hversu lítt liann beit-
ir háðinu gegn illskeyttum andstæðingum. Tveir eru þeir
þingmenn, sem hann á öðrum frernur í höggi við. Þeir Lárus
H. Bjarnason og Hermann Jónasson. Má Stefán naumast taka
til máls, eða láta í ljós skoðun á nokkru máli, svo að annar
hvor þeirra veitist ekki að honum eða báðir. Alloft skerst í
odda með honum og Hannesi Hafstein, og einu sinni réðst
Með Valtý Stefánssyni, bls. 49.