Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Blaðsíða 125
110
Indriða og erindi síra Matthíasar: „Græðum saman mein og
mein.“ En samúð og samvinna var ríkur þáttur í eðli hans.
A Akureyri.
Þegar Möðruvallaskólinn fluttist til Akureyrar lá það í hlut-
arins eðli, að kennarar hans hlytu að verða þar búsettir. Að
vísu rak Stefán áfram búið á Möðruvöllum til 1910, en sjald-
an mun hann sjálfur hafa dvalizt þar langdvölum, eftir að
skólinn var kominn til Akureyrar enda þótt fjölskylda hans
væri oft ytra.
Eins og í sveitinni hlóðust á hann opinber störf og félags-
störf eftir að til Akureyrar kom. Einkum tók hann mikinn
þátt í stjórnmálafélaginu Skjaldborg, senr var höfuðvígi sjálf-
stæðismanna þar á stjórnarárum Hannesar Hafstein en lagð-
ist síðar niður. Starfaði það af miklu fjöri fyrstu dvalarár
Stefáns á Akureyri.
í bæjarstjórn Akureyrar var hann kosinn 1906 og átti hann
þar sæti síðan til 1919, en þá gaf hann ekki kost á sér til end-
urkosningar. I bæjarstjórn lét hann ætíð mikið til sín taka,
einkunr þó fyrri árin, og stóð oft nokkur styr um hann og skoð-
anir lians þar. Eins og geta má nærri átti hann sæti í ýmsum
bæjarnefndum, sem hér verða fæstar taldar, þó má geta þess
að hann sat í bókasafnsnefnd og fræðslunefnd um langt skeið,
og allan bæjarstjórnartíma sinn í jarðeignanefnd, sem framan
af árum var kennd við Eyrarland. Bar hann ætíð landeignir
bæjarins mjög fyrir brjósti, og átti upptök að því, að leigjend-
unr erfðafestulanda var lögð sú kvöð á herðar að rækta að
minnsta kosti 1 /15 af landi sínu á ári hverju. Hann vildi að
vísu hafa það 1110, en ekki fékkst það samþykkt af bæjarstjórn.
Leit hann svo á, að það væri hin nresta hagsbót bæjarbúum að
rækta land og reka nokkurn landbúnað.
Af stórmálum bæjarfélagsins kom hann einkum við undir-
búning rafveitu Akureyrar. Árið 1913 bar Þorkell Þorkelsson
kennari það franr í bæjarstjórn, að hafnar yrðu rannsóknir á
nröguleikum þess að raflýsa Akureyri. Kaus bæjarstjórn nefnd,
til að annast frumatlruganir í því efni og átti Stefán sæti í
henni. Nokkru síðar var þessari nefnd falið að hefjast handa